Litli Bergþór - 01.12.1997, Síða 3

Litli Bergþór - 01.12.1997, Síða 3
Ritstjómargrein Nýlega var sagt frá því í fréttum að forystumenn í núverandi stjómarsamstarfi þeir Davíð Oddsson og Halldór Ásgrímsson lýstu áhyggjum sínum af byggðaþróun í landinu. Fólksfjöldi á Stór-Reykjavíkur svæði hefur á undanförnum ámm aukist mun meir en nemur hlutfallsfjögun svæðisins en fólksfækkun að sama skapi annars staðar á landinu. Ástæðurnar fyrir því að stjómarherrarnir eru órólegir yfir þessu eru fyrst og fremst efnahagslegar. Kostnaður við að halda uppi dreifðri byggð eru miklar og tjón þess fólks sem þarf að flytja frá verðlausum eignum enn meira. Komið hefur fram að þrátt fyrir mikla aðstoð frá opinberum aðilum, svo sem Byggðastofnun, til þeirra svæða þar sem íbúum hefur fækkað mest er ekkert lát á fólksflótta þaðan. Hér í sveitum er þessi vandi ekki eins mikill og víða annars staðar en þó hefur fjölgun ekki náð landsmeðaltali hér í mörg ár. Það sem vekur mestan ugg um að áframhald verði á þessari þróun er samdráttur í hefðbundum búgreinum og að ekki hefur tekist að byggja upp aðra atvinnu sem lokkar til sín vinnuafl. Þær tilraunir sem gerðar hafa verið til eflingar atvinnulífs hafa að mestum hluta beinst að aukinni iðnþróun samanber Yleiningu. Ymsir telja að orska búseturöskunnar sé að leita í einhæfu atvinnulífi og verri þjónustu á þeim svæðum sem fyrir henni verða. Einkum sé vandamál að fá ungt fólk sem fengið hefur góðan menntun til að setjast að á þessum svæðum vegna skorts á hæfilegum störfum. Til að mæta þörfum fyrir fjölbreyttara atvinnulíf er nauðsynlegt að horfa til aukningar í þjónustustörfum á svæðunum. Bæði er að þar hefur mestur fjöldi starfa orðið til síðustu ár og fjölbreytni er þar meiri en í öðru atvinnulífi. I þessu tölublaði Litla Bergþórs er grein eftir Jón Eiríksson í Vorsabæ um heilsugæslu í uppsveitum Árnessýslu síðastliðin 100 ár. I greininni rekur Jón þá erfiðleika sem uppbygging heilsugæslunnar hefur átt við að stríða en nú má segja að þeirri uppbyggingu sé lokið með því að ný og glæsileg heilsugæslustöð var tekin í notkun í sumar. Þessum árangri varð aðeins náð með mikilli vinnu þeirra sem í forustu voru og einhuga samstöðu allra heimamanna. Umönnun aldraðra er þjónusta sem hefur aukist mikið síðari ár af mörgum orsökum, hækkandi aldri þjóðarinnar, smækkandi fjölskyldum og aukinni vinnu útí frá heimili. Uppbygging þessarar þjónustu, þá einkum bygging hjúkrunar og dvalarheimilis í Laugarási, þar sem fagleg þekking er fyrir hendi gæti styrkt byggðina hér auk þessa að mæta brýnni þörf íbúa svæðisins. Sá háttur sem nú er við hafður að flytja ellimóða og sjúka einstaklinga til að deyja á stofnunum langt frá heimabyggð getur varla talist til fyrirmyndar enda hafa öll læknisumdæmi á Suðurlandi eigið hjúkrunarheimili á sínu svæði þrátt fyrir umtalsvert færri íbúa í þeim flestum. Samfella í þjónustu við aldraða og sjúka er veigamikill þáttur í velferð þeirra og ótvírætt að umönnun á heimaslóð, þar sem þekking á högum þeirra er fyrir hendi, er það sem flestir aldraðir óska eftir. Nú ríður á að heimamenn sýni samstöðu og reyni að bæta úr þessum vanda, en með aukinni samvinnu og væntanlegri sameiningu sveitarfélaga á svæðinu ætti að vera hægt að vinna enn betur en áður var. Öll rök hníga að því að uppbygging hjúkrunar og dvalarheimilis í Laugarási sameini þörf íbúa fyrir þjónustu og auki fjölbreytni atvinnulífs og styrki þannig byggð á svæðinu. P.S. Litli - Bergþór 3

x

Litli Bergþór

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Litli Bergþór
https://timarit.is/publication/884

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.