Litli Bergþór - 01.12.1997, Qupperneq 26
„Býr á Fossi bóndi og smalinn“
Guðmundur Eiríksson hinn sauðglöggi.
Með öðrum hætti nýtist þessi eiginleiki ekki til neinnar
fullnustu. En því var viðbrugðið hve sjón hans var lengi
skörp og næm, þó endaði hann sitt ævikvöld í „myrkri“,
því sína skörpu sjón missti hann á skömmum tíma á
sínum allra síðustu árum.
Maður, sem var þeirrar gerðar sem Guðmundur
Eirfksson vissulega var, hefir misst æði mikið þegar
sjónin var frá honum tekin. Þrátt fyrir þessa fötlun, sem
ekki gekk þó yfir fyrr en hann var kominn á
áttræðisaldur, sleppti hann ekki með öllu hendinni af
fjárgæslu því hann hirti fé á tveimur húsum, sem stóðu
heima á túninu í Miðdal, eins þó honum væri sjónin
horfin með öllu.
Fjárgæsla og smalamennskur létu honum betur en
öll önnur störf. Hann hafði verið óvenjulega frár á fæti,
ekki einungis meðan hann var á léttasta skeiði heldur
fram á gamals aldur, því glöggar sagnir eru af því hve
honum var létt um sporið eftir að hann var fluttur í
Miðdal og farinn að steðja í kringum sauði sína þar í
heimalöndum og upp um Mosfellsheiði. Hann hefur þó
verið kominn á sjötugsaldur þegar hann flyst vestur yfir
Heiði. Nánar greint var Guðmundur á 63. aldursári þegar
hann sest að í Miðdal. Guðmundur var í blóma lífsins
þau 18 ár, sem þau hjón bjuggu á Fossi. Landstærð er
þar samkvæmt hinum nýtískulegu loftmyndamælingum
1200 hektarar. Þar er fénaðar för örðug á blettum.
Landið að hluta til grýtt og bratt svo smalafæri má heita
erfitt. Varla þó svo að Guðmundi hafi ógnað það á
nokkum hátt.
Hann var talinn skjótráður og enginn
biðlundarmaður. Einhvern tímann að haustlagi, þegar
hann var að hafa sig af stað 1 smalamennsku ásamt sínu
heimafólki, og þótti sumt af því seinlátt við að keifa upp
brekkumar ofan við bæinn. Þar er víða brattgengt og
sumsstaðar illa grýtt. Þá sagði Guðmundur: „Allirvilja
smala en enginn vill kjöt“. Svo hagar til á Fossi að
meginn hluti af besta beitilandinu liggur austast og fjærst
bænum, þó vom fjárhúsin öll á vesturkantinn og heima
við þar til Guðmundur er sestur þarna að, þá byggir hann
sauðahús austur á svonefndum Fagradal innanverðum.
Þó var húsið staðsett suðurundir mörkum milli Foss og
Jötu, enda var alsiða að byggja beitarhús svo nærri
merkjum grannbæjar, sem frekast mátti samkvæmt
gömlum ákvæðum.
Eftir að Guðmundur kemur upp þessu húsi hafði
hann þarna roskna sauði, sem ekki þurfti að ætla nema
lítið hey þegar vetrartíð var skapleg. Enn sér greinilega
fyrir sauðahústóftinni. Frá Fossi að beitarhúsi þessu hefir
verið bæði langur og strangur húsavegur, talsvert meira
en klukkutíma gangur hvora leið.
Ekki mun þeim sporlétta smala hafa ógnað sú
áraun, sem þessi strangi húsavegur krafðist af honum.
Glöggar sagnir herma að hann hafi að jafnaði ekki farið
þennan beitarhúsaveg fyrr en síðari hluta dags og iðulega
tekið drjúga lykkju á leið sína þegar hann var búinn að
gegna sauðum sínum.
Guðmundur var í mægðum við fólkið á Kluftum
og mikil vinátta var milli bæjanna. Þegar gangfæri var
gott stikaði hann oft frá sauðahúsi sínu austur og fram að
Kluftum. Þáði þar beina og ræddi vel og lengi við sitt
vinafólk. Kvaddi ekki á Kluftum fyrr en í vökulok, átti
þá eftir að trítla drjúgan spöl til útnorðurs til að ná sínu
heimahlaði á Fossi. Eg trúi að þetta hefði flestum þótt
æði langt, en á Guðmundi hefir sannast máltækið: „Til
vinafólks eru vegir greiðir". Þrjú síðustu árin, sem
Guðmundur og Guðbjörg sitja að búi á Fossi, eiga þau
einnig bú á Hrunakrók. Þar voru tvær manneskjur, e. t.
v. hjón, heimilisföst til umsýslu á þessu „útibúi“
Fosshjónanna. Slík útibú munu hafa verið næsta fágæt á
þeirra búskapartíð.
Svo giktarlaus og göngufrár var þessi maður að
ætla má að allt fram að sínu lokadægri hefði hann stiklað
í kringum sauði sína, ef sjónin hefði ekki bilað.
Hverjum og einum hlýtur að vera það mikið áfall
að missa sjónina og þá ekki síst manni eins og
Guðmundi, sem lifði langa ævi fyrst og fremst fyrir
fjármennsku sína, sauðgleggni og smalahæfileika. Eg er
forsjóninni þakklátur fyrir að geyma þennan ötula smala
og frábæra fjármann aðeins fá ár 1 „myrkri“ áður en
hann fékk hvíld frá hérvist sinni.
I lokin ætla ég að skrá nöfn þeirra tíu barna, sem
þessi ágætu hjón eignuðust. Frá þeim er kominn
fjölmennur ættbogi. Enn ber talsvert á því að
fjármennskan loði við ýmsa afkomendur þeirra. Engum
ætti að vera það undrunarefni þó hin mikla fjármennska
og einstæða sauðgleggni Guðmundar Eiríkssonar hafí
erfst frá honum í nokkrum mæli.
1. Eiríkurf. áHelgastöðum 16. mars 1818. Dó
ógiftur og bamlaus 26 ára 4. febrúar 1844.
2. Kristín f. á Fossi 4. júní 1820. Maður hennar
var Þórður Jörundsson. Þau bjuggu að Laug í
Biskupstungum.
3. Ingveldur f. á Fossi 4. júní 1821. Maður hennar
var Oddur Jónsson. Þau bjuggu í Gnúpverjahreppi, að
Bala, Hamarsheiði og síðast í Skáldabúðum, Bamlaus.
4. Þómnn f. á Fossi 5. ágúst 1822. Maður hennar
var Sigurður Pálsson, hreppstjóri. Þau bjuggu fyrst á
Spóastöðum og seinna í Haukadal.
5. Jón f. á Fossi 24. desember 1824. Fyrri kona
hans var Guðrún Egilsdóttir frá Tortu, og þar hófu þau
búskap 1847. Seinni kona hans var Vilborg Jónsdóttir
frá Einholti, dóttir Jóns Ivarssonar bónda þar.
Jón bjó í Tortu og á fleiri jörðum á hinni
svonefndu Haukadalstorfu sín fyrstu búskaparár. Mun
svo hafa flust suður fyrir áeggjan föður síns, fyrst að
Hvaleyri við Hafnarfjörð og þaðan fljótlega að Setbergi í
Garðahreppi, þá með auknu þéttbýli þær báðar komnar í
lögsagnarumdæmi Hafnarfjarðar. Þegar ég var enn á
bamsaldri var Hvaleyrin komin undan Garðahreppi í
Fjarðammdæmið, en Setberg komst ekki fyrr en á allra
síðustu ámm. Jón þessi var langafi minn. Frá því hann
settist að á Setbergi var hann ævinlega kenndur við þann
bæ og er svo enn, þegar hans er minnst. Hann var þó
kominn yfir fertugt, þegar hann sest þar að.
Litli - Bergþór 26