Litli Bergþór - 01.03.2007, Blaðsíða 3

Litli Bergþór - 01.03.2007, Blaðsíða 3
C 'N Ritstjórnargrein Almennt er talið að menntunarkröfur muni aukast á næstu árum. Rétt eins og barnaskólapróf þótti næg menntun á fyrri tímum verður háskólamenntun krafa morgundagsins. í samræmi við þetta hefur háskóla- menntun hér á landi aukist mjög að undanförnu. Sú var tíð hér í Tungunum að eini framhaldsskóli landsins var í Skálholti. Er ekki kominn tími til að koma á fót háskóla í Skálholti? Ég sé fyrir mér að heimspekideild HÍ ásamt guðfræðideild geti stofnað eins konar fróðskaparsetur í Skálholti þar sem saga, heimspeki og guðfræði gætu komið saman og myndað grunn að endurreisn hugvísinda á íslandi. Á því er aukin nauðsyn vegna einhliða umræðu um hin veraldlegu gildi sem nú er mjög ráðandi og er enginn maður með mönnum nema hann höndli með peninga eða bréf í þeim stærðum sem vekur venjulegu fólki svima. Hugvísindi hafa engan tilgang annan í sjálfu sér en að efla víðsýni þess er þau stunda og eru því ekki vænleg til auðs og frama í viðskiptalífinu, en þau eru þó vagga allra vísinda og án þeirra er fólk snauðara á andlega sviðinu og vantar það sem kallað er sönn menntun hjá siðuðum þjóðum. Vel fer á að stunda þessi fræði í Skálholti, þar ilmar sagan af hverjum bletti og þar hafa gengið um menn sem ritað hafa gagnmerka texta um guðfræði. Sannast sagna hefur háskólavæðingin gengið framhjá Suðurlandi. Þó IKI hafi verið breytt í deild í Kennaraháskólanum er það mest formbreyting því ÍKÍ hefur starfað um áratugaskeið á Laugarvatni. Er ekki hægt að bæta þar við með samvinnu við læknadeild? Má hugsa sér sjúkraþjálfun og þætti í lækna- námi t.d. í lífeðlisfræði. Ef vel tækist til með uppbyggingu mennta og menningarsetra á þessum nótum myndu búsetuskilyrði breytast hér í sveitinni og væri fleiri stoðum rennt undir þróun samfélagsins. Nú er í gangi verkefni á vegum Sambands sunnlenskra sveitarfélaga um undirbúning að stofnun „Háskólafélags Suðurlands hf.“, eins og vinnuheiti verkefnisins er, sem á að miðla, og hugsanlega skapa, háskólanám á Suðurlandi. Verkefnið er kostað af Atvinnuþróunarfélagi Suðurlands og hefur það að markmiði að koma á fót námi á háskólastigi á Suðurlandi og byggja upp umhverfi í tengslum við það sem hvetur sprota-, frumkvöðla- og rannsóknafyrirtæki og -stofnanir til þátttöku. Verkefnið tekur mið af Vaxtarsamningi Suðurlands og ákvæðum hans um uppbyggingu klasa á Suðurlandi í tengslum við háskólastarfsemi. Vonandi hefur sveitarstjórn Bláskógabyggðar, með góðum stuðningi og hvatningu íbúa, burði til að vinna vasklega að því að hluti þessarar uppbyggingar verði hér í sveit á stöðum eins og Skálholti og Laugarvatni. ‘BjamaSúð ‘Keyljwíti Verslun og bensínafgreiðsla Opnunartími: Mán. - föstud. frá 09 til 18 Laugard. - sunnud. frá 11 til 18 Allar almennar matvörur og olíur Bjarnabúð 3 Litli Bergþór

x

Litli Bergþór

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Litli Bergþór
https://timarit.is/publication/884

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.