Litli Bergþór - 01.03.2007, Blaðsíða 21

Litli Bergþór - 01.03.2007, Blaðsíða 21
Brúará brúuð Eftirfarandi pistill birtist í blaðinu ísafold 24. júlí, árið 1901 Ný brú er nú lögð á Brúará í Biskupstungum á Steinbogagljúfrinu, svo sem 50 föðmum [um 90 m] fyrir neðan gömlu brúna, ef brú skyldi kalla (á sprungunni í miðri ánni). Brú þessa hina nýju, sem er úr tré, hefur smíðað hr. kaupm. H. Helgason í Reykjavík, og flutt hana austur og lagt hana á ána. Hún er vel traust og öll jámvarin, 25 álna [um 15,7 m] löng og 4 1/2 al. [um 2,8 m] á breidd, en 9 álna [um 5,7 m] hæð frá henni niður að vatni. Yfir hana fór nýlega 14 hesta lest alklyfjuð, og var ekkert lát á. Brúin er gerð á landssjóðs kostnað, með því að vegurinn milli Þingvalla og Geysis er landssjóðsvegur. Kostnaðarreikningur ófullger enn. Hann verður mikill að tiltölu, vegna afar örðugs flutnings. Sumstaðar urðu menn að bera máttarviðina; hestum varð eigi við komið. Um hesta varð og að skipta 4 sinnum á klukkustund, þar sem örðugast var yfirferðar; annars hefðu þeir ekkert enst. Gamla brúin litla yfir hraunsprunguna í miðjum árfarveginum er þar með úr sögunni. Þar var tími til kominn. Það var sveitin, Biskupstungnahreppur, er hana hafði smíða látið. Hún var orðin 30-40 ára, og farin að fúna, þótt í vatni lægi nær alla tíð. Handrið var eftir henni beggja vegna til skamms tíma, en nú horfið fyrir nokkrum árum og því ærið glæfralegt að fara hana, er áin var mikil og alldjúpt var á brúnni. Enda hrapaði í fyrra hestur út af henni alklyfjaður niður í gljúfrið og hefur ekkert af honum sést síðan. Brúarárbrii á Kóngsvegi 1. júlf 2006. Að stofni 95 ára. (Ljósm. Arnór Karlsson) 21 Litli Bergþór

x

Litli Bergþór

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Litli Bergþór
https://timarit.is/publication/884

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.