Litli Bergþór - 01.03.2007, Blaðsíða 22

Litli Bergþór - 01.03.2007, Blaðsíða 22
Hreppsnefndarfréttir Úr fundargerðum sveitarstjórnar og byggðaráðs Bláskógabyggðar 62. fundur byggðaráðs 28. nóvember 2006 Mætt voru: Margeir Ingólfsson, Pórarinn Þorfinnsson varamaður vegna fjarveru Sigrúnar Lilju Einarsdóttur, Drífa Kristjánsdóttir og Valtýr Valtýsson sveitarstjóri sem ritaði fundargerð. Einnig mœttu á fundinn undir fyrsta lið dagskrárinnar formaður Kvenfélags Biskupstungna Margrét Annie Guðbergsdóttir, Sveinn Kristinsson f.h. Umf. Biskupstungna og Margrét Oddsdóttir, matráður Aratungu. Málefni Aratungu. Fjárhagsáætlun og framkvæmdir. Efni lagt fram á fund- inum. Byggðaráð og fulltrúar Kvenfélags Biskupstungna, Umf. Biskupstungna og Margrét Oddsdóttir voru sammála um að leggja áherslu á að farið verði í aðgerðir sem lúta að öryggismálum í Aratungu þannig að hægt verði að taka á móti 300 manns í húsið. Farið er fram á að tekið verði tillit til kostnaðar við þetta verkefni í gerð fjárhagsáætl- ana fyrir rekstrarárið 2007. Einnig telja aðilar að afar nauðsynlegt sé að hugað verði að aðgerðum vegna viðhalds hússins og því beint til eignarsjóðs Bláskógabyggðar setja upp áætlun um tímasetningu viðhaldsaðgerða. Margrét Annie, Sveinn og Margrét fóru af fundi eftir þennan dagskrárlið. Skipulagsmál: 1. Samvinnunefnd um miðhálendi íslands; Skálpanes. Fram kemur í bréfinu að Umhverfisstofnun og Landvernd gera athugasemdir við tillögu að breytingu á Svæðisskipulagi Miðhálendis íslands 2015 er tekur til landsvæðis á Skálpanesi við Langjökul. Oddvita falið að vinna að tillögu að svari við erindinu og leggja það fyrir næsta fund sveitarstjórnar þann 5. desember n.k. 2. Umhverfisstofnun; breyting á aðalskipulagi Laugardalshrepps. Til kynningar. Val á þessu byggingarlandi kemur til af því að sveitar- stjórn Bláskógabyggðar telur þetta svæði eina raunhæfa byggingarlandið í tengslum við núverandi byggð á Laugarvatni. Landskiptasamningur sveitarfélagsins við ríkið, vegna þessa skipulagssvæðis, var gerður með það að markmiði að geta skipulagt áframhaldandi og stækk- andi byggð á Laugarvatni. í bréfi sínu leggst Umhverfisstofnun gegn fyrirhugaðri byggð með þeiin rökum að byggðin ógni annarsvegar birkiskógum og hins vegar votlendi og sjaldgæfum fugla- tegundum. Byggðaráð vill benda á að með aðalskipulagi Þingvallasveitar, Laugardals og Biskupstungna er Bláskógabyggð að vernda lengsta, samfellda birkiskóg á landinu þ.e. frá Þingvöllum og upp í Fiaukadal. Sveitarstjórn Bláskógabyggðar er því meðvituð um að verndun birkiskógarins, en telur réttlætanlegt að nokkrar plöntur víki til þessa að eðlileg byggðarþróun geti orðið á Laugarvatni. Hvað varðar sjaldgæfar fuglategundir í nágrenni byggðarinnar á Laugarvatni, þá þætti sveitar- stjórn Bláskógabyggðar fróðlegt að fá frekari upplýsingar um hinar sjaldgæfu fuglategundir s.s. tegundir, stofn- stærð og kortlagningu á helstu búsetusvæðum þeirra á landinu. Lánasjóður sveitarfélaga. Sameining eldri skuldabréfa í einn lánasamning. Byggðaráð leggur til við sveitarstjórn, að eldri skuldabréf verði sameinuð í lánssamning. Ekki er um nýja lántöku að ræða heldur sameiningu 36 skuldabréfa, samtals með höfuðstól þann 1. desember 2006 að upphæð kr. 64.863.998, sem útgefin voru á tilteknu tímabili í einn lánssamning og að lánskjör séu óbreytt, þ.e. verðtrygging skv. vísitölu neysluverðs, breytilegir vextir nú 4,40%, afborganir í samræmi við áður útgefin skuldabréf og veð í tekjum. Byggðaráð leggur til að sveitarstjóra verði veitt fullt umboð til að undirrita lánssamning við Lánasjóð sveitar- félaga fyrir hönd Bláskógabyggðar, til að svo megi verða. Innsend bréf og erindi: 1. Fjölbrautaskóli Suðurlands; viðbygging við verk- námshúsið Hamar, dags. 12.nóvember 2006. í bréfinu er óskað eftir því, að sveitarfélögin á Suðurlandi veiti áfram fé til uppbyggingar skólans, þó einungis helming þess fjár sem greitt hefur verið undan- farin ár. Byggðaráð tekur vel í erindið og leggur til að Bláskógabyggð styðji áframhaldandi uppbyggingu Fjölbrautaskóla Suðurlands eins og óskað er eftir, með fyrirvara um að önnur sveitarfélög á Suðurlandi, sem standa að Fjölbrautaskóla Suðurlands, geri slíkt hið sama. 2. Undirskriftir frá hjúkrunarnemum, dags. 29. október 2006. Byggðaráð tekur undir með bréfriturum og leggur áherslu á að jafnræðis sé gætt við útdeilingu fjármagns til skóla sem bjóða upp á sambærilegt nám. Fjamám Háskólans á Akureyri í hjúkrunarfræði hefur gefið mörg- um tækifæri til að sækja nám sem ella stæði þeim ekki til boða. Þetta ber að styðja. Byggðaráð vill beina því til menntamála- og heilbrigðisráðherra að þeir beiti sér fyrir því að jafnræðis sé gætt við úthlutun fjármuna til háskóla landsins, og sérstaklega í þessu tilefni vegna menntunar hjúkrunarfræðinga. 3. Grunnskóli Bláskógabyggðar, dags. 14. nóvember 2006. í bréfinu er óskað eftir því að hugað verði að þjófavarn- arkerfi fyrir Grunnskóla Bláskógabyggðar í Reykholti sem allra fyrst. Byggðaráð vill koma því á framfæri að nú þegar hefur verið óskað eftir tilboðum í þjófavarnar- kerfi í skóla, leikskóla, íþróttamiðstöð og félagsheimili sveitarfélagsins. 4. HSK, dags. 7. nóvember 2006. í bréfinu er óskað eftir fjárframlagi til reksturs samband- sins. Byggðaráð sér ekki möguleika á að verða við erindinu enda leggur Bláskógabyggð HSK til styrk í gegn um Héraðsnefnd Amesinga. 5. HSK, dags. 28. september 2006. í bréfinu er óskað eftir því við Bláskógabyggð að sveitar- félagið verði þátttakandi í kaupum á rafmagnstíma- tökutækjum með HSK og öðrum sveitarfélögum á Suðurlandi. Farið er fram á að hlutdeild Bláskógabyggðar verði kr. 150.000. Byggðaráð sér ekki Litli Bergþór 22

x

Litli Bergþór

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Litli Bergþór
https://timarit.is/publication/884

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.