Litli Bergþór - 01.03.2007, Blaðsíða 5

Litli Bergþór - 01.03.2007, Blaðsíða 5
Hvað segirðu til? Helstu tíðindi úr Biskupstungum frá desember 2006 til febrúar 2007 Tíðarfar hefur verið gott það sem af er vetri, nokkuð umhleypingasamt, frost allhart öðru hvoru, stuttar en allsnarpar rokhrinur, úrkoma dálítil en oftast í formi regns og hamlaði því lítið umferð. Mikil úrkoma og hlýindi í rigningarskvetti skömmu fyrir jól olli flóðum í ám. Ekki munu þau hafa valdið teljandi skaða hér í sveit, þó þetta væri eitt mesta flóð í Hvítá frá því mælingar hófust. Jólaveður var gott og færð greið. Þorrinn var mildur, hiti oft nærri frostmarki og úrkoma ekki til baga. Svipað veður hélst fram á góu, og voru þá margir dagar bjartir og komst hiti allt að 10°C á daginn en fór niður fyrir frostmark um nætur. Aðventutónleikar voru haldnir þrisvar sama daginn um miðjan desember í Skálholtskirkju. Þar var ein- söngur, kórar sungu, kammersveit og organistar léku. Helgihald í Skálholtsprestakalli var með hefðbundn- um hætti; guðsþjónusta í Skálholtskirkju á aðfangadagskvöld kl. 18, miðnæturmessa á jólanótt og hátíðaguðsþjónusta á jóladag. Á annan í jólum var messað bæði í Haukadals- og Bræðratungukirkju, í Uthlíðarkirkju daginn eftir og Torfastaðakirkju á nýársdag. Kvenfélagið hélt jólaball milli jóla og nýárs með heimsókn jólasveina, söng og veitingum. Áramótabrennur voru í Reykholti og Laugarási á gamlárskvöld. Flugeldasala var á vegum íþróttadeildar Ungmennafélagsins og Björgunarsveitarinnar í húsi hennar í Reykholti síðustu daga ársins og daginn fyrir þrettándann. Tungna-réttir nefnist uppskriftabók, sem Kvenfélag Biskupstungna gaf út í desember. Þar kenna nær 30 félagskonur hvemig á að búa til tertur, kökur, pasta-, kjöt-, og fiskrétti, létta rétti, grauta, eftirrétti, sultur, marmelaði, brauð, heita rétti, drykki, súpur o.fl. Bjarni Harðarson frá Lyngási hér í sveit boðaði til framboðsfundar vegna þátttöku sinnar í prófkjöri framsóknarmanna vegna framboðs til kosninga til Alþingis í vor í Aratungu milli jóla og nýárs. Þar gerði hann grein fyrir hugsjónum Framsóknarflokksins og Druslukórinn söng „nokkrar framsóknarlegar druslur“, eins og það var kynnt í fundarboði. Síðla í janúar boðuðu síðan allir frambjóðendur í þessu prófkjöri til fundar í Aratungu. Bjami hlaut í krafti árangurs í prófkjörinu 2. sæti á framboðslistanum. Þorrablót var í umsjá Skálholtssóknar í Aratungu þegar vika var liðin af þorra. Fór það fram með hefðbundnu sniði; fólk kom með mat í trogum úr eigin eldhúsi, yfir 20 manns fluttu dagskrá með gaman- málum og söng og hljómsveitin Sagaklass lék fyrir dansi til kl. 3 um nóttina. Félag aldraðra í Biskupstungum hélt þorrablót á sama stað viku síðar. Matur var þar tilreiddur og framborinn af starfsfólki Aratungu og skemmt var með upplestri, vísum og söng. Malarborinn reiðstígur hefur í vetur verið lagður meðfram Biskupstungnabraut frá Sviðalautinni austan við Brúarárbrú við Spóastaði og áleiðis upp að Torfastöðum og göngustígur við hlið Skálholtsvegar í gegnum Laugarás. Anna Maria Burstedt á Syðri-Reykjum 1 og Eva Maria Hillströms á Litlu-Tjörn sýndu myndlist sína í Listagjánni í Bæjar- og héraðsbókasafni Árnesinga í janúar. Gréta Gísladóttir í Miðholti 15, Reykholti, hefur undanfama mánuði sýnt nokkur málverk í Bjarnabúð. Egill Árni Pálsson, tenórsöngvari, frá Kvistholti hér í sveit, efndi til tónleika í Aratungu snemma í febrúar í tilefni af þrítugsafmæli sínu. Auk hans sungu þar Þorvaldur, bróðir hans, Laugaráskvartettinn, sem skipaður er, auk þeirra bræðra, stjúpbræðrum frá Launrétt 2, Hreiðari Inga Þorsteinssyni og Þresti Gylfasyni. Einnig sungu Sigrún Hjálmtýsdóttir og Ásgeir Páll Ásgeirsson. Meðleikari á píanó var Kristinn Öm Kristinsson. Skálholtskórinn söng undir stjóm Hilmars Arnar Agnarssonar. Ekki var krafist aðgangseyris að tónleikunum, en gestum gefið tækifæri til að láta fé af hendi. Jónína Sigríður Jónsdóttir á Lindarbrekku varð áttræð í byrjun febrúar. Af því tilefni héldu nágrannar hennar í Skálholtssókn henni samsæti í Skálholtsskóla á afmælisdaginn og nokkrum dögum seinna var opið hús á heimili hennar. Guðmundur og Jóna á Lindarbrekku. Að baki þeirra eru nágrannar; Jóhann Bjöm Óskarsson, Ásmýri, Magnús Skúlason, Hveratúni, og Páll Magnús Skúlason, Kvistholti. Búnaðarfélag Biskupstungna stóð fyrir kvöldvöku fyrsta kvöld marsmánaðar. Þar talaði Valdimar Bjamason, ráðunautur hjá Búnaðarsambandi Suðurlands um matarverð og fleira, Hilmar Einarsson, byggingafulltrúi á Laugarvatni, sagði frá starfi sínu og afrekshom Búnaðarfélagsins var afhent Ásborgu Arnþórsdóttur, ferðamálafulltrúa uppsveita Árnessýslu. íbúðarhús eru aðallega reist í Reykholti, og hafa tvö slík risið við austanverða Bjarkarbraut á síðustu vikum og einnig er verið að byggja við Miðholt í hverfinu sunnanverðu. Frístundahús rísa nú einkum á sunnanverðri Torfastaðaheiði, í landi Reykjavalla og Fells. A.K. 5 Litli Bergþór

x

Litli Bergþór

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Litli Bergþór
https://timarit.is/publication/884

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.