Litli Bergþór - 01.03.2007, Blaðsíða 16

Litli Bergþór - 01.03.2007, Blaðsíða 16
uppátækjum. Hann var yfir sig hamingjusamur þegar hann uppgötvaði að við vorum flest garðyrkjufólk enda gróður og lífríkið hans helsta áhugamál. Fyrsta daginn var m.a. stoppað á miðbaug (Ekvador). Þar var okkur á einfaldan og áhrifaríkan hátt sýnt hver munurinn væri á suður- og norðurhveli jarðar. Hvernig t.d. hringiða í vatni breytti sér eftir því hvorum megin miðbaugs hún var. Vaskur var fylltur með vatni og færður til og frá um leið og tappað var af honum með áðurgreindum afleiðingum. Þó viðstaddir væru með á eðlisfræðinni, þá voru uppi sterkar efasemdaraddir í hópnum um að þetta gæti ekki virkað á svo litlu svæði, en brellan var góð. Lagt af stað í síðasta áfangann á Cotopaxi. Á öðrum degi má segja að við höfum toppað tilveruna í orðsins fyllstu merkingu. Ekið var í Cotopaxi þjóðgarðinn, sem er umhverfis samnefnt eld- fjall. Cotopaxi er aðeins í um 55 km fjarlægð frá Quito og gnæfir yfir umhverfinu með hvíta snjóhettu. Fjallið er hæsta virka eldfjall í heiminum, um 5800 m, ákaf- lega tilkomumikið og stílhreint. Ekið var á rútunni upp í um 4500 metra hæð og síðan gengið upp undir snjólínu í um 4800 metra hæð. Þarna var áhrifa hæðarinnar yfir sjó farið að gæta verulega og síðustu metrarnir gengnir hægt og varlega eins og „sönnum fjallgöngumönnum“ sæmdi. Fabian benti okkur stoltur á þá staðreynd að núna værum við í nákvæmlega sömu hæð og Mont Blanc, sem er hæsta fjall vestur Evrópu. Komin í 4.800 m á Cotopaxi. Laun erfiðisins voru frábært útsýni yfir hásléttuna og stórbrotinn fjallasal. Á þriðja degi var komið að óhefðbundnasta ferða- máta sem við höfum komist í. Fabian hafði reyndar verið tíðrætt um lestarferð um hásléttuna, sem vissu- lega væri óhefðbundin en gæfi okkur einstaka sýn á hásléttu Ekvador. Okkur óraði samt ekki fyrir að marg- umrædd „lest“ samanstæði af fjölda 40 feta gáma, sem setið var ofan á, flötum beinum, undir berum himni. Hafi við verið að kaupa upplifunarferð, þá var þetta hrein upplifun. Ferðast var í um 6 klst., ævagamla lestarleið sem lögð var til að tengja saman hásléttuna og ströndina, en er í dag að mestu notuð sem ferða- mannaleið. Ekið var um búsældarleg landbúnaðarsvæði, hrikaleg fjallaskörð, bæi og þorp. Fjallalestin ævintýralega. Eins og alltaf þá hafði Fabian rétt fyrir sér. Á þess- um 6 klst. upplifðum við á einstakan hátt náttúruna, landslagið og mannlífið, þrátt fyrir skrautlegan aðbúnað uppi á gámunum. Á fjórða degi var komið til Banos sem er ferða- mannabær og liggur í austurhluta fjallanna. Rétt utan við Banos var gist á Haciendum, sem eru fallegir, litlir búgarðar, sem breytt hefur verið í ferðaþjónustubýli. Banos stendur undir eldfjallinu Tungurahua, sem gaus síðastliðið sumar og hafði hraun runnið yfir veginn að bænum. Ibúarnir eru vanir eldgosum á svæðinu enda var búið að ryðja nýjan veg yfir hraunið og lífið heldur áfram sinn vanagang. Jarðhiti er á svæðinu og varð Fabian hálf stúrinn þegar hann uppgötvaði áhugaleysi okkar á að synda í laug, sem hituð var upp með hveravatni. Umhverfi Banos var gjörólíkt því sem við höfðum séð í Ekvador, ákaflega frjósamt, djúpir dalir, skógi- vaxnar hlíðar og ávaxtarækt og garðyrkja í miklum blóma. Hver skiki var vel nýttur og skrítið þótti okkur að sjá gróðurhúsin bókstaflega hanga utan í bröttum hlíðunum. Sennilega hefði íslenska Vinnueftirlitið haft eitthvað um vinnuaðstöðuna að segja. Fossar og gljúfur settu svip sinn á umhverfið og við einn háan foss hafði verið komið fyrir kláfi, sem dreginn var yfir djúpt gil og yfir fossinn. Við lauslega skoðun á búnaðinum, hvarflaði ekki að okkur að horfa á kláfinn, hvað þá stíga upp í hann. En neyðin kennir Litli Bergþór 16

x

Litli Bergþór

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Litli Bergþór
https://timarit.is/publication/884

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.