Litli Bergþór - 01.03.2007, Blaðsíða 25

Litli Bergþór - 01.03.2007, Blaðsíða 25
Forsenda þess að þessi tillaga verði að veruleika er að vegtengingum inn á Biskupstungnabraut, annars vegar við Gilbrún verði lokað, og hins vegar vegtenging inn að Vegholti þar á móti verði lokað og breytt í reiðveg. Byggðaráði líst vel á þessar hugmyndir og felur oddvita / sveitarstjóra að kynna þessar hugmyndir ibúum við Dalbraut og hesthúsaeigendum við Vegholt áður en endanleg ákvörðun verður tekin. Innsend bréf og erindi: Golfklúbburinn Dalbúi, mótt. 21. desember 2006. Byggðaráð leggur til að veittur verður styrkur á árinu 2007 vegna vega- og bílastæðaframkvæmda við kirkjuna í Miðdal að upphæð kr. 200.0Ö0. Einnig leggur byggða- ráð til að veittur verður samsvarandi styrkur vegna fram- kvæmda við aðkomu og bílastæði við kirkjugarðinn og kirkju í Úthlíð að upphæð kr. 200.000 á árinu 2007. Varðandi beiðni Golfklúbbsins Dalbúa um viðræður við sveitarstjóm Bláskógabyggðar um bama- og unglinga- starf klúbbsins, þá tekur byggðaráð. vel í þá beiðni og lýsir sig reiðubúið til viðræðna við forsvarsmenn golf- klúbbsins. Tillaga að hækkun aðgangseyris í sundlaug og íþrótta- hús, Reykholti. Lögð fram tillaga frá forstöðumanni íþróttamiðstöðvar- innar í Reykholti um breytingu á aðgangseyri að íþrótta- húsi og sundlaug í Reykholti. Byggðaráð leggur til að tillagan verði samþykkt og að aldursbil fyrir gjaldskrá barna verði 5-16 ára. Efni til kvnningar: Umhverfisráðuneytið, dags. 18. desember 2006, kynning á erindis Jóns Viðars Sigurðssonar um efnistöku við lagningu Sultartangalínu 3. 68. fundur sveitarstjórnar 9. janúar 2007 Mættir voru sveitarstjórnarmenn en Jens Pétur Jóhannsson sem varamaður Snœbjörns Sigurðssonar. Einnig Valtýr Valtýsson, sveitarstjóri, sem ritaði fundar- gerð. Skipulagsmál: Erindi frá Samvinnunefnd um svæðisskipulag miðhálendisins, dags. 17.11. 2006. í bréfinu er leitað eftir viðbrögðum Bláskógabyggðar vegna athugasemda Umhverfísstofnunar og Landverndar, sem vom meðfylgj- andi bréfi samvinnunefndar. Sveitarstjórn bendir á að umferð um svæðið hefur nú þegar aukist mikið frá því sem áður var og mun að öllum líkindum halda áfram að aukast á komandi ámm í sam- ræmi við almenna aukningu ferðamanna og aukinn áhuga á ferðum um óbyggðir landsins. Þegar svæðisskipulag miðhálendisins var í vinnslu á sínum tíma var ekki gert ráð fyrir hálendismiðstöð í Skálpanesi enda var þá ekki séð fyrir sú þróun sem orðið hefur á svæðinu síðan m.t.t. fjölda ferðamanna. Forsendur hafa breyst og er nú staðan þannig að um 30 þúsund ferðamenn koma að Skálpanesi á ári hverju og er ekki séð annað en að þessi þróun eigi eftir að halda áfram. Eins og Umhverfisstofnun bendir á, þá hefur aukinn fjöldi ferðamanna í för með sér aukið álag á umhverfið og er því nauðsynlegt að gera ráðstaf- anir til að geta tekið á móti þessum fjölda, m.a. með skynsamlegri uppbyggingu á ákveðnum svæðum og stýra þannig umferð um þetta viðkvæma svæði. Þar sem umferð um Skálpanes er þegar í dag orðin töluvert mikil, þá er að mati sveitarstjómar skynsamlegt að halda upp- byggingu áfram á þessu svæði. Ljóst er að uppbygging hálendismiðstöðvar mun hafa einhver sjónræn áhrif í för með sér en með faglega unnu skipulagi og skynsamlegri uppbyggingu í samráði við þá sem hagsmuni hafa að gæta, þá telur sveitarstjórn að hún muni ekki hafa neikvæð áhrif í för með sér. Með því að bjóða upp á gistingu aukast einnig möguleikar fleiri ferðamanna en áður á að njóta þess sem svæðið hefur að bjóða. Bent er á að framkvæmdina þarf að tilkynna til Skipulagsstofnunar í samræmi við 6. gr. laga nr. 106/2000 m.s.br. og er í því ferli tilefni til að fara nánar yfir hvaða áhrif fyrirhuguð uppbygging hefur á um- hverfið. Varðandi umsögn Landverndar um að ekki sé um hefðbundna hálendismiðstöð að ræða heldur „afþreying- arhótel“ þá getur sveitarstjórn ekki séð hver munur á þessu tvennu er. Öll ferðamennska byggir á einhvers konar afþreyingu og í greinargerð svæðisskipulags miðhálendisins kemur fram að starfsemi hálendis- miðstöðva tengist alhliða ferðamennsku, þjónustu við vetrarumferð, veiðimenn, hestamenn og skíðafólk. Ekki er að sjá annað en að fyrirhuguð uppbygging í Skálpanesi sé í samræmi við þetta. Staðsetning á hálendismiðstöð í Skálpanesi er innan þeirra marka sem flokkað er undir almenn verndarsvæði í svæðisskipulaginu. Réttilega er þó bent á að stað- setningin er utan við hin svokölluðu mannvirkjabelti á hálendinu. Rétt er þó að hafa það í huga að það er í dag ekki algild regla og má benda á að hálendismiðstöðin í Kerlingafjöllum og Dreki í Þingeyjarsýslu eru einnig utan mannvirkjabeltis. I þeim tilfellum, sem og í Skálpanesi, þá hafa aðstæður og fjöldi ferðamanna kallað eftir aðstöðu á þessum stöðum. Sveitarstjórn telur að ekki sé hægt að líta fram hjá staðreyndum, en frekar verði að bregðast við með réttum hætti til að hafa betri stjórn á straumi ferðamanna með verndarsjónarmið í huga. Að lokum vill sveitarstjórn benda á að kostnaður vegna uppbyggingar og viðhalds á vegi að Skálpanesi hefur verið styrkt af styrkvegasjóði Vegagerðarinnar. Ljóst er að ef þessi uppbygging verður að veruleika er kominn nýr flötur gagnvart Vegagerðinni að endurskoða flokkun þessa vegar og taka afstöðu til þess hvort vegurinn eigi ekki að flokkast sem fjallvegur. IJppsögn samstarfssamnings um samvinnu f skólamálum. Lagt fram bréf Grímsnes- og Grafningshrepps, dags. 27. desember 2006, þar sem Grímsnes- og Grafningshreppur segir upp samstarfssamningi um samvinnu í skólamálum. Samstarf Bláskógabyggðar og Grímsnes- og Grafningshrepps í skólamálum hefur verið mjög gott á liðnum árum og finnst sveitarstjórn Bláskógabyggðar miður að þessum samstarfssamningi skuli hafa verið sagt upp. í uppsagnarbréfinu er óskað eftir samningi um áframhaldandi kennslu eldri nemenda úr Grfmsnes- og Grafningshreppi í Grunnskóla Bláskógabyggðar, Reykholti. Sveitarstjórn Bláskógabyggðar felur sveitar- stjóra að ganga frá samningnum fyrir hönd Bláskógabyggðar. Samningur milli KSÍ og Bláskógabvggðar um bvggingu sparkvalla f Revkholti og á Laugarvatni. Lagðir fram samningar milli Bláskógabyggðar og KSÍ um byggingu sparkvalla í Reykholti og á Laugarvatni. Samkvæmt samningum skulu vellirnir vera fullbyggðir fyrir 15. október 2007. Á fundi byggðaráðs Bláskógabyggðar 31. janúar 2006 var samþykkt að sækja 25 Litli Bergþór

x

Litli Bergþór

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Litli Bergþór
https://timarit.is/publication/884

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.