Litli Bergþór - 01.03.2007, Blaðsíða 7
Þráhyggja
Ég sit hérna í stofunni og hugsa um þig. Hugsa um
svipinn á þér þegar ég sagði þetta. Ég sit héma í því
sem fyrir mér virðist vera heil eilífð. Ég sit héma alveg
þangað til skólabjallan hringir. Ég geng heim til mín í
einhverskonar leiðslu. Fer inn í lyftuna og ýti á takka
númer sjö eins og ég hef gert á hverjum einasta degi
seinustu fjögur ár. íbúðin mín er vægast sagt illa lykt-
andi, lítil og óhrein - alveg hreint yndisleg! Eins og
alltaf þegar ég kem úr skólanum sest ég í rauða hæg-
indastólinn við stofugluggann og bíð eftir að þú komir
heim úr skólanum. Stundum kemurðu ein en stundum
er einhver af vinkonum þínum með þér.
Satt að segja finnst mér vinkonur þínar leiðinlegar.
Þær em alltof venjulegar. En þú, þú ert einstök! Þær
ganga í fötum sem eru ábyggilega framleidd af ein-
hverjum fátæklingum í Kína. En þú sem ert svo ein-
stök gengur í fötum sem voru í tísku þegar amma þín
var ung. Mér fannst alltaf svo gaman að horfa á þig
labba heim úr skólanum en svo breyttist það allt. Ég
kom heim úr skólanum og settist í stólinn minn eins og
á öllum virkum dögum. En þú komst ekki.
Ég beið og beið og þegar þú varst ekki komin eftir
fimmtán mínútur var ég orðinn áhyggjufullur. Kannski
hafðirðu bara misst af strætó eða þurft að sitja eftir en
ég gat ekki hætt á það. Ég náði í skóna mína og úlpuna
mína og ætlaði að gá hvort þú værir nokkuð heima. Ég
hef tvisvar sinnum áður gáð að því hvort þú værir
heima. Einu sinni þóttist ég vera pítsusendill og einu
sinni var ég í gervi tölvumanns sem kom til að laga
internettenginguna hjá þér.
Ég flýtti mér að hlaupa yfir götuna í blokkina þína og
upp stigana alveg að þriðju hæð. Ég ákvað að bíða
fyrir utan íbúðina þína og þegar þú myndir koma
myndi ég bara labba niður stigann.
Ég beið og beið fyrir utan alveg frá klukkan 16:00 til
22:00 og sofnaði þá fyrir utan. Um miðja nóttina var
ég vakinn af húsverðinum sem sagði mér að ég ætti
ekki að sofa fyrir utan íbúðirnar.
Ég svaraði honum með því að segja að ég væri að bíða
eftir stelpunni sem ætti heima í íbúð númer 14. Þá
sagði hann mér fréttirnar; að þú værir flutt; hefðir flutt
til tilvonandi eiginmanns þíns og gömul kona væri að
flytja inn í þessa íbúð á morgun. En hann mætti því
miður ekki segja mér hvar þú ættir heima núna. Ég er
búinn að leita að þér hátt og lágt en á enn eftir að
finna þig.
En þegar ég finn þig mun eiginmaðurinn þinn sjá eftir
því að taka þig frá mér...
Halldóra Þórdísar Skúladóttir,
Seli, Grímsnesi, 8. bekk.
Guðrún Ásmundsdóttir leikkona 1., 2. og 3. bekkur sungu nokkur lög. (Ljósmyndari ÞurtðurÁgústa Sigurðardóttir)
heimsótti nemendur.
(Ljósmyndari Dagný Grétarsdóttir)
Rolluferðalag
Það er komið vor og það er gott veður úti eftir harðan
vetur. Snjórinn farinn, laufin eru farin að koma á trén
og grasið, mmm, góða grasið fer að verða tilbúið. Nú
er kominn tími til að fara að bera, ég hef alltaf verið
tvílemba og býst við að ég haldi því áfram. Ég er farin
að hlakka til sumarsins. Það er alltaf svo gaman á
sumrin þegar það er svo hlýtt úti og við þurfum ekki
að vera inni eins og á veturna. Svo er svo æðislegt að
fá að vera frjáls og úti að borða græna góða grasið
með lömbunum mínum.
Nú er tíminn runninn upp, ég fer að bera í dag! Ég er
orðin svo vön þessu að ég finn ekkert fyrir þessu nema
ég verð bara örlítið slöpp svona rétt á eftir, en það
líður hjá.
Nokkrum vikum seinna þegar lömbin mín eru orðin
stærri og farin að geta hlaupið frjáls um túnið og leikið
sér, ákveð ég að fara í mitt árlega ferðalag á næsta bæ.
Það er langt liðið á sumarið en þetta er það lang
skemmtilegasta við sumrin. Það er samt svolítið vesen
stundum þegar hann Gummi er nýbúinn að laga girð-
________________________________ 7 Litli Bergþór