Litli Bergþór - 01.03.2007, Blaðsíða 15

Litli Bergþór - 01.03.2007, Blaðsíða 15
Það var á Galapagoseyjum sem Charles Darwin lagði grunn að þróunarkenningunni fyrir um 170 árum. A öðrum degi heimsóttum við Darwins garðinn og rannsóknarstöðina á Santa Cruz eyjunni. Þar gat m.a. að líta allar tegundir landskjaldbaka á eyjunum m. a. Lonesome Georg, sem er sá eini sem eftir er af sinni ættkvísl. Karlgreyið er mjög einmana eins og nafnið gefur til kynna og er orðinn yfir 200 ára gamall. Leitað er um allan heim að kvendýri handa honum til að viðhalda stofninum, en án árangurs. Það var undarleg tilfinning að vera meðal skjaldbaka sem margar hverj- ar höfðu fæðst löngu áður en Darwin kom til eyjanna. Skjaldbökurnar gátu verið býsna stórar. Skútan, sem sigldi bæði fyrir seglum og eigin vélarafli, flutti okkur á milli eyja á nóttunni en á daginn var stíf dagskrá frá morgni til kvölds. Lítill gúmmíbátur flutti okkur í land tvisvar til þrisvar á dag á milli þess sem synt var í sjónum og og lífríki hans skoðað. Juan var óþreytandi við að upplýsa og sýna okkur dásemdir eyjanna. Sjö manna áhöfn bar okkur á höndum sér og hafi einhver ætlað að leggja af í ferðalaginu, þá gat hinn sami gleymt því strax. Veislumatur var á borðum alla dagana og varð kokkurinn fljótlega uppáhald allra í hópnum. Á kvöldin lagðist yfir okkur notaleg þreyta eftir stífa dagskrá dagsins, svo mikil að mestu landkrabbarnir í hópnum sváfu eins og englar þótt skútan ætti það til að velta og jafnvel halla verulega, þegar siglt var þöndum seglum í góðum byr. Risaskjaldbökur, eðlur og krabbar urðu fljótlega hversdagslegir vinir á gönguferðum okkar um eyjarnar og sæljón, sæskjaldbökur, skötur, smá mörgæsir o.m.fl. varð á vegi okkar þegar synt og „snorklað“ var í sjón- um. Fuglalífið var einstakt og mátti sjá ótrúlegan fjölda framandi tegunda. Kaktusinn lifir góðu lífi í helluhrauninu. Siglt var yfir miðbaug kl. 18 næst síðasta daginn. Við vorum á fullu stími inn í sólarlagið, þegar báturinn var stoppaður og öllum boðið í stýrishúsið til skipstjórans. Beðið var eftir að staðsetningartækin sýndu 0,00,00, þá dró áhöfnin tappa úr flösku og upphófst skemmtileg samverustund, þar sem sungið var og skemmt sér í dágóða stund. Kom sér þá vel að tveir úr hópnum kunnu að handleika gítar, sem fararstjórinn var að reyna að glamra á og má segja að íslensk ættjarðarást hafi svifið yfir vötnum þessa eftirminnilegu stund. Þetta var dásamlegur tími og áður en varði voru dagarnir átta liðnir og komið að heimferð til Quito. Andesfjöllin Nú tók við síðasti áfangi ferðalagsins, vika á flakki um hásléttu Ekvadors. Fabian sem var fararstjóri okkar síðustu vikuna var ótrúlega léttur og skemmti- legur náungi. Hann hafði gott lag á að gera hlutina áhugaverða og fékk okkur til að taka þátt í ótrúlegustu Sæljónin komin með samkeppni. Vaskurinn góði á miðbaug. 15 Litli Bergþór

x

Litli Bergþór

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Litli Bergþór
https://timarit.is/publication/884

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.