Litli Bergþór - 01.03.2007, Blaðsíða 20

Litli Bergþór - 01.03.2007, Blaðsíða 20
Fjóla Hjaltalín Það var síðasta vorið sem við áttum sauðfé áður en riðufárið skall á, þá átti Jón Hjalti svarta gimbur veturgamla, fremur granna og þunnvaxna kind. Hún bar um vorið, líklega fremur snemma á sauð- burði, tveimur lömbum, annað var lítið en nokkurn veginn lífvænlegt en hitt var svo agnarlítið að maður hefur varla séð annað eins, hún var lítið stærri en rotta. Konurnar voru með hárblásara og einhverjar græjur úti í fjárhúsi til að hlýja og þurrka þennan þurfaling og beittu öllum ráðum sem að þær kunnu til að fá þennan vesaling til að draga andann þó að ég héldi að það væri ekki til neins. Þetta var svört gimbur og var sprautað svona fjólubláu spreyi á naflastrenginn til að verjast smiti. Þetta fór næstum um hana alla og ekki var kroppurinn stór og var hún því nefnd Fjóla Hjaltalín. Nú var ekki nóg að fá hana til að anda, þá var eftir að fá hana til að taka næringu og var það margra daga nákvæmnis og þolinmæðisverk. Ragnhildur var alltaf drjúg að útvega sér mjólk úr ám sem offæddu fyrsta sólarhringinn og miðla til annarra sem græddust seinna en Fjóla var ekki þung á fóðrum. Um svipað leyti og nefndur gemlingur bar, þá gaut rolla tveimur lömbum, hefur líklega fengið vott af fóstureitrun því hún var óstálmuð og var mesti ræfill í nokkra daga. Ég lét hana sér í kró og Fjóla var höfð í dollu hjá henni. Krakkarnir voru heima flesta daga, þau sögðust vera að lesa undir próf en voru oftast úti í fjárhúsi og ekki með neinar bækur, líka voru þar oft þær systur Öddu, Gunna og Svava, og var þá alltaf einhver sem hélt á litlu píslinni eins og ungbami. Hún var ósköp lítil uppi við brjóstið á Gunnu en hún virtist furðu fljótt átta sig á því að þar væri hlýtt og mjúkt að vera. Það var alltaf nóg af fólki til að hjálpa mér við það sem ég þurfti að gera þó sumir væru uppteknir við þessi fósturstörf og gat ég því ekki amast við því þó ég héldi lengi að það væri ekki til neins. En svo smá kom að því, líklega eftir svona viku að litla píslin fór að hressast og hafði þá furðu langa fætur þegar hún fór að rétta úr þeim, en þeir voru grannir eins og bandprjónar. Um sama leyti fór ærin sem gaut að hressast og tókust með þeim góðar ástir þarna í krónni af sjálfum sér. Fjóla fór að sjúga þegar hún hefði þrek til og voru nógar hjálpfúsar hendur til aðstoðar á meðan þess þurfti við, mjólkin virtist fara vaxandi í ánni eftir því sem þörfin óx hjá lambinu. Aldrei var það neitt á mínum vegum að skipta mér af hvort krakkarnir sinntu sínu námi eins og til var ætlast, en ég er ekki frá því að þau hafi lært eitthvað um lífið úti í fjárhúsi þetta vor. Um sumarið þegar féð var komið á fjall fyrir þó nokkru, nema nokkrar þrílembur og svona minni- máttar kindur sem hentara þótti að hafa heima, tók ég mér hest og fór eitthvað að reika um mér til hressingar í góðu veðri, þá spruttu allt í einu upp úr lítilli laut rétt hjá mér tvær kindur, stór og falleg ær og örlítill lamb- kettlingur. Þær hlupu eins og byssubrenndar yfir næstu hæð svo ég festi varla auga á þeim en þegar ég Fjóla komin á tún. komst í sjónmál við þær aftur þá mundi ég eftir skepnunum og var gaman að sjá þær aftur svona spriklandi sprækar. Það er oft hægt að segja ef og hefði þó það þjóni litlum tilgangi, en ef hefði mátt setja á fé þetta haust og Jón Hjalta hefði langað til að eiga lengur þennan skjólstæðing sinn, þá hefði ég örugglega stutt hann í því þó hún væri kannski minnst og ljótust af lömb- unum. Jón Karlsson Auglýsing í Þjóðólfi 18. des. 1919 Síðastliðið haust var mér var dreginn hvítur sauður, veturgamall, með mínu marki sneitt aftan hægra, stýfður helmingur framan vinstra, brennimerkur E.J.S. Sauð þennan á ég ekki, og getur réttur eigandi vitjað andvirði hans til mín og samið við mig um markið. Spóastöðum í Biskupstungnahr. Pórður Kárason Litli Bergþór 20

x

Litli Bergþór

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Litli Bergþór
https://timarit.is/publication/884

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.