Litli Bergþór - 01.03.2007, Blaðsíða 24

Litli Bergþór - 01.03.2007, Blaðsíða 24
63. fundur byggðaráðs 2. janúar 2007 Mœttir voru byggðaráðsmenn en Þórarinn Þorfinnsson varamaður vegna fjarveru Sigrúnar Lilju Einarsdóttur og Valtýr Valtýsson sveitarstjóri sem ritaði fundargerð. Skipulagsmál. 1. Tillaga að breytingu aðalskipulags Biskupstungnahrepps 2000-2012; Kjarnholt. Byggðaráð leggur til að heimiluð verði auglýsing þess- arar tillögu að breytingu aðalskipulags Biskupstungnahrepps, þó með þeim fyrirvara að áður en að auglýsingu komi verði uppdráttur lagfærður og settur upp á þann hátt að hann sýni bæði núgildandi skipulag ásamt uppdrætti af breytingatillögunni. Fram komi á uppdrætti landnýting viðkomandi svæðis og þeirra svæða sem liggja að umræddu landsvæði. Einnig komi fram stærð umrædds skipulagssvæðis í greinargerð. 2. Aðalskipulagsbreytingar í Bláskógabyggð: 1. Efri-Reykir í Biskupstungum. Lögð fram tillaga að breytingu á aðalskipulagi Biskupstungnahrepps 2000-2012 í landi Efri-Reykja. f breytingunni felst að um 30 ha svæði breytist úr land- búnaðarsvæði í svæði fyrir frístundabyggð. Svæðið afmarkast af Laugarvatnsvegi að sunnan, Brúará að norðan og núverandi svæðum frístundabyggða að austan og vestan. Tillagan var í auglýsingu frá 31. ágúst til 28. september 2006, og með athugasemdafresti til 12. október 2006. Engar athugasemdir bárust og umsögn Umhverfisstofnunar liggur fyrir. Umhverfisstofnun gerir athugasemd um annars vegar að stærð landsvæðis sé ekki tilgreint í greinargerð og hins vegar að ekki eigi að afmarka svæði undir frístundabyggð nær Brúará en 100 m. Byggðaráð Bláskógabyggðar bendir á að í samræmi við athugasemdir UST verði að færa inn stærð hins nýja skipulagssvæðis í greinargerð með breytingartillögunni. Varðandi afmörkun svæðisins sem snýr að Brúará, þá leggur byggðaráð til að fallist verði á afmörkun svæði- sins 50 m frá Brúará, enda samræmist það stefnumörkun aðalskipulags Biskupstungnahrepps 2000-2012 og sam- ræmist einnig aðliggjandi frístundasvæðum meðfram Brúará. Byggðaráð leggur til við sveitarstjóm að umrædd tillaga að breytingu aðalskipulags Biskupstungnahrepps 2000- 2012 verði samþykkt, sbr. 18. gr. Skipulags- og bygg- ingarlaga og feli skipulagsfulltrúa að vinna málið áfram. Þó skal færa inn stærð skipulagssvæðisins inn í grein- argerð fyrir endanlega afgreiðslu skipulagstillögunnar. 2. Austurhlíð í Biskupstungum. Lögð fram tillaga að breytingu aðalskipulags Biskupstungnahrepps 2000-2012 í landi Austurhlíðar. Tillagan gerir ráð fyrir því að 8 ha lands norðan þjóðveg- ar og ofan við bæjartorfuna breytist úr landbúnaðarsvæði í svæði fyrir frístundabyggð. Tillagan var auglýst frá 19. október til 16. nóvember 2006 með athugasemdafresti til 30. nóvember 2006. Engar athugasemdir bárust. Byggðaráð Bláskógabyggðar leggur til við sveitarstjórn að umrædd breytingartillaga á aðalskipulagi Biskups- tungnahrepps verði samþykkt, sbr. 18. gr. Skipulags- og byggingarlaga og feli skipulagsfulltrúa að vinna málið áfram. Litli Bergþór 24 3. Laugarás í Biskupstungum. Lögð fram tillaga að breytingu aðalskipulags Biskupstungnahrepps 2000-2012, þéttbýlið Laugarás. Tillagan gerir ráð fyrir því að 5 ha verslunar- og þjón- ustusvæði umhverfis Iðufell breytist í íbúðarsvæði til að mæta vaxandi eftirspurn eftir lóðum undir íbúðabyggð í Laugarási. Tillagan var auglýst frá 19. október til 16. nóvember 2006 með athugasemdafresti til 30. nóvember 2006. Engar athugasemdir bárust. Byggðaráð Bláskógabyggðar leggur til við sveitarstjóm að umrædd breytingartillaga á aðalskipulagi Biskupstungnahrepps verði samþykkt, sbr. 18. gr. Skipulags- og byggingarlaga og feli skipulagsfulltrúa að vinna málið áfram. 4. Lækjarhvammur í Laugardal. Lagt fram bréf Skipulagsstofnunar, dags. 30. nóvember 2006, vegna tillögu að breytingu á aðalskipulagi Laugardalshrepps 2000-2012, frístundabyggð í landi Lækjarhvamms. í bréfi Skipulagsstofnunar kemur fram að stofnunin mun afgreiða erindi Bláskógabyggðar, dags. 20. nóvember 2006 þegar umsögn Fornleifaverndar liggur fyrir og sveitarfélagið hefur tekið afstöðu til athugasemda Umhverfisstofnunar varðandi votlendi, sbr. bréf dags. 14. ágúst 2006. Byggðaráð vill benda á að deiliskipulag fyrir umrætt landsvæði mun ekki verða tekið til afgreiðslu hjá sveitar- stjóm fyrr en umsögn Fomleifavemdar liggur fyrir. Til þessa hefur ekki talist þörf á umsögn Fornleifavemdar þegar um breytingu á aðalskipulagi er að ræða. Varðandi athugasemdir Umhverfisstofnunar um röskun votlendis vísar byggðaráð Bláskógabyggðar til sveitar- stjórnar eftirfarandi tillögu að svari við umræddum athugasemdum: Það landsvæði sem umrædd breytingartillaga fjallar um er utan hverfisverndarsvæðis eins og skilgreint er í aðal- skipulagi Laugardalshrepps 2000-2012 og fjallar um verndun ákveðinna votlendissvæða. Sveitarstjóm hefur á fundi sínum þann 7. nóvember 2006 samþykkt að beina athugasemdum UST til eigenda umrædds lands þar sem þær snúa að deiliskipulagstillögunni en ekki aðalskipu- lagstillögunni. í bókun sveitarstjórnar komu einnig fram efasemdir um að umrætt landsvæði bæri eins þétta byggð og deiliskipulagstillagan gerði ráð fyrir. Sveitarstjóm hefur því á fyrri stigum þessa máls talið að mögulegt sé að hafa frístundabyggð á svæðinu án mikill- ar röskunar á votlendinu með því að minnka þéttleika byggðarinnar. Jafnframt er rétt að benda á að umrætt landsvæði er ekki nema að hluta til votlendi. Nánari útfærsla á nýtingu landsins komi fram í deiliskipulagstil- lögu og þá verði þess gætt að sem minnst röskun á vot- lendi eigi sér stað. Rétt er að benda á, að ekki er lengur gert ráð fyrir að grafnir verði skurðir meðfram vegum til að koma í veg fyrir óþarfa skerðingu á votlendinu. Byggðaráð vill ítreka fyrri afstöðu sveitarstjómar, að efasemdir em um þéttleika byggðar sbr. tillögu að deiliskipulagi og óskar eftir því við landeigendur og þá sem vinna að deiliskipulagi svæðisins að leitast verði eftir því að vernda votlendi svæðisins að svo miklu leyti sem kostur er. Bæjarhlið í Revkholti. Lögð fram tillaga frá Vegagerðinni, ásamt uppdrætti, að bæjarhliði á Biskupstungnabraut ofan við þéttbýlið í Reykholti.

x

Litli Bergþór

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Litli Bergþór
https://timarit.is/publication/884

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.