Litli Bergþór - 01.03.2007, Blaðsíða 26

Litli Bergþór - 01.03.2007, Blaðsíða 26
um tvo sparkvelli til KSÍ og var þá jafnframt bókað: „Byggðaráð leggur áherslu á að samstarf takist um verkefnið með fyrirtækjum, foreldrafélögum skólanna og ungmennafélögum". f samræmi við bókunina er æskulýðsnefnd falið að boða til fundar alla þá sem að uppbyggingu vallanna geta komið. Sveitarstjórn felur sveitarstjóra að undirrita samningana fyrir hönd Bláskógabyggðar. Afskriftarbeiðni vegna ógreidds útsvars. frá svslumann- inum á Selfossi. Sveitarstjóri gerði grein fyrir beiðni sýslumannsins á Selfossi um afskrift ógreidds útsvars, dags. 27. desember 2006, afskriftarbeiðni nr. 200612221025329. Sveitarstjórn samþykkir samhljóða að afskrifa umræddar kröfur að upphæð kr. 1.003.293. Fjárhagsáætlun Bláskógabvggðar 2007 ('þriöja umræða). Áætlunin ásamt greinargerð var send til sveitarstjórnar með tölvupósti þann 8. janúar s.I. Sveitarstjóri gerði grein fyrir fjárhagsáætlun Bláskógabyggðar fyrir árið 2007. Breytingar hafa verið gerðar frá fyrri umræðum, með tilliti til breyttra forsenda vegna framlaga Jöfnunarsjóðs sveitarfélaga. Fjárhagsáætlunin gerir ráð fyrir að heildartekjur samstæðureiknings Bláskógabyggðar, þ.e. sveitarsjóðs og félaga í eigu sveitarfélagsins verði kr. 644.266.000. Rekstrargjöld samstæðu ásamt afskriftum kr. 598.894.000. Fjármagnsgjöld áætluð kr. 42.245.000. Rekstrarniðurstaða samstæðureiknings áætluð jákvæð að upphæð kr. 3.127.000. Gert er ráð fyrir að fjárfestingar ársins verði kr. 25.000.000 en innheimt gatnagerðargjöld á móti kr. 10.000.000. Nettófjárfesting verðiþvíkr. 15.000.000. Gert er ráð fyrir lántöku til skuldbreytingar og fjár- festingar að upphæð kr. 50.000.000. Oddviti bar upp fyrirliggjandi tillögu að fjárhagsáætlun Bláskógabyggðar 2007 til samþykktar. Tillagan samþykkt samhljóða. Innsend bréf og erindi: Bréf frá Karli Bjömssyni, dags. 27. desember 2006; hundar í frfstundabyggð. Sveitarstjóm samþykkir samhljóða að beina þessu erindi til forstöðumanns Þjónustumiðstöðvar, þannig að eigend- ur þessara hunda, sem og annarra, fari eftir gildandi reglum sveitarfélagsins um hundahald. Að öðrum kosti verði að grípa til viðeigandi aðgerða. Bréf frá Vilborgu Guðmundsdóttur og Lofti Jónassyni, dags. 8. janúar 2007, þar sem þau óska eftir að taka á leigu hús á Biskupstungnaafrétti. Sveitarstjórn samþykkir samhljóða að fela oddvita og sveitarstjóra að eiga viðræður við bréfritara og leggja fyrir sveitarstjórn drög að samkomulagi. 64. fundur byggðaráðs 30. janúar 2007 Mætt: Margeir Ingólfsson, Þórarinn Þorfinnsson vara- maður vegna fjarveru Sigrúnar Lilju Einarsdóttur, Drífa Kristjánsdóttir og Valtýr Valtýsson sveitarstjóri sem ritaði fundargerð. Tillaga að brevtingu á aðalskipulagi Biskupstungnahrepps 2000 - 2012: Iða II. Lögð var fram tillaga að breytingu á aðalskipulagi Biskupstungnahrepps 2000 - 2012 í landi Iðu II. Þann 13. desember 2005 samþykkti sveitarstjórn Bláskógabyggðar að auglýsa tillöguna. Hún fól í sér að svæði, sem nær yfir lóðir 10 og 11 í frístundabyggð í Vörðufelli, verði breytt í íbúðarsvæði. I afgreiðslu Skipulagsstofnunar skv. 2. mgr. 17. gr. skipulags- og byggingarlaga dags. 7. júlí 2006 kom m.a. fram að stofnunin teldi að um væri að ræða grundvallar- breytingu á aðalskipulaginu og þess vegna þyrfti að kynna tillöguna fyrir íbúum svæðisins í samræmi við 1. mgr. 17. gr. skipulags- og byggingarlaga áður en hún yrði afgreidd til auglýsingar og kynningar. Einnig komu fram athugasemdir Skipulagsstofnunar í þessu bréfi. Þann 28. nóvember 2006 var tillagan send til allra lóðarhafa í landi Iðu II til kynningar og var gefinn frestur til 2. janúar 2007 til að koma fram með athugasemdir. Alls bárust 11 athugasemdir undirritaðar af 22 einstakl- ingum og fulltrúa eins eigendafélags. í stuttu máli má segja að athugasemdimar snúist að miklu leyti um núverandi ónæði vegna íbúa á lóð 10 og 11, og að með þessari breytingu sé verið að auka rétt þeirra á svæðinu miðað við það sem nú er, t.d. í tengsl- um við atvinnustarfsemi. Umkvartanir snúast m.a. að miklu ónæði af bílaumferð (hávaða og hraða) og dýra- haldi (lausum hundum og gæsum). Einnig er bent á að efast er um að hús á umræddri lóð standist kröfur um íbúðarhús og að lóðir á þessu svæði hafi verið seldar sem frístundalóðir, forsendur sem lágu til grundvallar þegar aðrir eigendur keyptu sínar lóðir. Flestir þeir sem gera athugasemdir áskilja sér rétt til skaðabóta ef tillagan verður samþykkt. Að mati byggðaráðs Bláskógabyggðar þarf almennt að fara varlega í að blanda saman íbúðar- og frístunda- byggð. í ljósi athugasemda leggur byggðaráð til að aðal- skipulaginu verði ekki breytt á þann hátt að lóðir 10 og II verði skilgreindar sem íbúðarsvæði. Erindi frá Gufu ehf. - hækkun á hlutafé. Lagt fram bréf frá Gufu ehf. dags. 17. janúar 2007, þar sem kynnt er tillaga um aukningu á hlutafé félagsins sem samþykkt var á hluthafafundi þann 5. desember 2006. í tillögunni kemur fram að núverandi hluthafar skulu eiga forgangsrétt til áskriftar á nýju hlutafé í réttu hlutfalli við hlutaeign sína í félaginu. Sveitarstjóra og oddvita falið að ræða við forsvarsmenn Gufu ehf. vegna fyrri ákvörðunar sveitarstjórnar um hlutafjárkaup í félaginu, sem bókuð var á fundi sveitarstjórnar þann 10. maí 2005. Sorphirðumál. Margeir kynnti niðurstöður greiningarvinnu á kostnaði við sorphirðu í sveitarfélaginu, sem unnin var af for- stöðumanni þjónustumiðstöðvarinnar. Einnig kynnti hann niðurstöður fundar með forsvarsmönnum Gámaþjónustunnar. I ljósi þess að unnið er að markvissri greiningu og kostn- aðareftirliti við sorphirðuna leggur byggðaráð til að samningur við Gámaþjónustuna verði framlengdur til eins árs. Á þessu ári mun gagnasöfnun og eftirlit skila mun betri gögnum sem hægt er að leggja til grundvallar ef bjóða skal út sorphirðu sveitarfélagsins að nýju. Innsent bréf: 1. Bréf frá Hrunamannahreppi, dags. 16. janúar 2007. I bréfinu kemur fram ósk Hrunamannahrepps að endur- skoðað verði samkomulag um eflingu atvinnulífs frá 1981. Byggðaráð leggur til að oddviti sveitarstjórnar Bláskógabyggðar taki þátt í viðræðum við forsvarsmenn hinna sveitarfélaganna, Hrunamannahrepps og Skeiða- Litli Bergþór 26

x

Litli Bergþór

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Litli Bergþór
https://timarit.is/publication/884

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.