Litli Bergþór - 01.03.2007, Blaðsíða 17

Litli Bergþór - 01.03.2007, Blaðsíða 17
naktri konu að spinna segir máltækið. Þegar Fabian hafði talið okkur trú um að klósettaðstaðan, sem víða var ekki upp á marga fiska, væri miklu hreinlegri hinum megin þá gáfu þeir hraustustu sig og brugðu sér yfir. Fabian vissi að sjálfsögðu hvað hann var að segja og sáum við ekki eftir einni mínútu í þessari „glæfra- ferð“, enda óvíða hægt að skoða fossa ofanfrá. Eftir tveggja daga dvöl á svæðinu var haldið heim á leið til Quito. Á leiðinni var víða stoppað og eins og Það gat verið gaman hjá innfæddum þegar íslendingamir gáfu þjórfé. venjulega fékk Fabian okkur til að prufa ýmislegt óhefðbundið. Það vakti forvitni okkar að víða var verið steikja mat við veginn til að selja ferðamönnum. Það varð að samkomulagi að stoppa á einum slíkum stað og skoða þessi mál betur. Þegar í ljós kom að verið var að steikja naggrísi á teini, var ákveðið að fórna mér í málið enda hvort eð er kominn með magakveisu. Þetta reyndist dýrindis matur og að sjálfsögðu smökkuðu flestir á kræsingunum, Fabian til ómældrar ánægju. Á leiðum okkar um hásléttuna fór ekki framhjá okkur að mikil garðyrkja var á svæðinu. Síðasta stopp- ið okkar var í garðyrkjustöð, sem ræktar rósir til afskurðar. Fyrirfram héldum við að ekki væri um þróaða starfssemi að ræða en annað kom í ljós. Garðyrkjustöðin sem var „aðeins um 100 þús. fer- metrar“ reyndist vera mjög tæknivædd og fagleg þekking á háu stigi. I ljós kom að á 15 árum hefur Ekvador tekist að vinna sig frá grunni upp í þriðja sætið á heimslistanum í rósaframleiðslu. Öll fram- leiðslan fer til útflutnings, mestmegnis á Evrópu og B andaríkj amarkað. Það var tregablandin stund þegar við kvöddum Fabian sem gert hafði síðustu vikuna að hreinu ævintýri í fjöllum Ekvador. Aftur í Quito og heim á leið Síðasti dagurinn í Quito var frjáls og fóru flestir í ferð á Otavalo indíánamarkaðinn, skammt utan við borgina, en við blómaframleiðendumir vorum svo heppin að Stóra Suður-Ameríska blómasýningin var í Quito þessa vikuna, þar sem flestir stærri blómafram- leiðendur í Suður-Ameríku sýndu afurðir sínar. Þar vorum við endanlega sannfærð um að meðalstærð blómastöðva í Ekvador er á milli 100-200 þúsund fer- metrar og gæði framleiðslunnar á við það besta sem gerist í heiminum. Kvöldið var notað til að pakka niður allt of miklum farangri. Ymislegt hafði bæst við á ferðum okkar eins og gengur og ekki laust við að við óskuðum þess að töskurnar, sem týndust í upphafi ferðar, hefðu aldrei komið í leitirnar. Morguninn eftir var lagt snemma af stað í 14. flugið af alls 17 sem við flugum í ferðalaginu. Löngu og frábæru ferðalagi var að ljúka, ferðalagi sem verið hafði í undirbúningi í tvö ár og vakið miklar væntingar hjá okkur. Alsæl og örþreytt lentum við síðan í London 24 dögum eftir brottför. Hrein upplifun eins og okkur hafði verið lofað. Hugleiðingar Það var eftirtektarvert hve mikill metnaður er lagður í móttöku ferðamanna í Ekvador, hvort sem er á meginlandinu eða á Galapagoseyjum. Áhersla á óspillta náttúruna virðist vera grunnurinn að allri ferðaþjónustu á áðurnefndum svæðum. Allir fararstjóramir í frumskóginum og á eyjunum, voru ekki aðeins menntaðir fararstjórar, heldur einnig með menntun í einhverskonar náttúruvísindum og kunnu svo sannarlega að uppfræða okkur á áhuga- verðan hátt. Þó sumar þjóðir í Suður-Ameríku séu að mala gull á olíuframleiðslu, var ekki til umræðu að nýta mikil olíuauðæfi, sem fyrirfinnast undir frumskóginum á þeim svæðum sem við ferðuðumst á. Ekki er laust við að skoðun margra í hópnum hafi þroskast varðandi umgengni við óspillta náttúruna. Ömggt er að á ferðum okkar um íslenska náttúm í framtíðinni munum við hugsa til fararstjóra okkar og ekki síst indíánanna og þeirrar djúpu virðingar, sem þeir báru fyrir þeim verðmætum sem þeim var falið að gæta fyrir komandi kynslóðir. Sveinn A. Sæland Formaður Búnaðarfélagsins, Óttar Bragi Þráinsson í Miklaholti afhendir Ásborgu Amþórsdóttur á Lambaflöt afrekshom Búnaðarfélagsins. 17 Litli Bergþór

x

Litli Bergþór

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Litli Bergþór
https://timarit.is/publication/884

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.