Litli Bergþór - 01.03.2007, Blaðsíða 13

Litli Bergþór - 01.03.2007, Blaðsíða 13
bakaleiðinni gætum við prufað að hoppa útbyrðis og synda síðasta spölinn. Okkur hraus hugur við því þar sem fljótið var mjög gruggugt, sem stafaði af leirkenndum jarðvegi á svæðinu. Einnig hafði hann bent okkur á litla mein- lausa krókódíla, sem áttu eingöngu að vera jurtaætur, hvíta vatnahöfrunga o.fl. dýr sem við höfðum lítinn áhuga á að synda á meðal. Þegar upp fljótið var komið, bar ævintýraþráin einn úr hópnum ofurliði og hann stakk sér til sunds. Fararstjórinn fölnaði upp enda áttum við aðeins að synda síðustu metrana á heim- leiðinni. En viti menn, hvert af öðru hentum við okkur útbyrðis og svömluðum alla leiðina heim. Hann hafði ekki reiknað með að fá 14 manna hóp ævintýraþyrstra Islendinga, sem allir voru flugsyndir. Eftir tveggja tíma svaml í ánni náðum við loks heim í búðir aftur, sólbrennd og soðin, alsæl með þessa nálgun við nátt- úruna. Ég get vart lýst hamingju fararstjórans við leiðarlok, sem treyst hafði verið fyrir okkur þessa dag- stund. Aðalfararstjórinn sem var ákaflega hress og hug- myndaríkur náungi stoppaði okkur á miðri leið. Tilefnið var að sýna okkur sítrónumaura. Vandamálið var að við göngustíginn var búið að flysja þau fáu sítrustré sem innihéldu maurana. Hann hafði engar vöflur á hlutunum og vippaði sér upp á herðarnar á mér til að ná vænni grein, sem hann vissi að maurar lifðu inni í. Eftir að hafa rist greinina upp og sýnt okkur iðandi maurana, hætti hann ekki fyrr en við höfðum flest smakkað á þessu gómsæti eða réttara sagt gómsúru því að vissulega var sterkt sítrónubragð af maurunum. A leiðarenda beið okkar drekkhlaðið veisluhlaðborð úti í skóginum. Allir í sólskinsskapi eftir sundferðina í ánni. Önnur eftirminnileg ferð var farin sem heilsdagsferð og hófst með langri siglingu upp fljótið og síðan var farið í tveggja tíma skógargöngu. Indíáninn Jorge var í essinu sínu, stoppaði víða og kynnti okkur fyrir um- hverfinu og hvernig Achuarnir nýttu dýrin, plönturnar og fljótið til að lifa af, hvort sem var til klæða, matar eða lyfjagerðar. Sítrónumauramir sleiktir úr trjágreininni. Eftir mat og hvíld var síðan siglt í indíánaþorp, þar sem bjuggu um 100 Achuarar. Achuarar eru mjög stoltur ættbálkur og voru okkur lagðar strangar umgengnisreglur þegar á áfangastað væri komið. Við vorum til að mynda gestir í þorpinu og máttum ekki sýna af okkur neitt annað háttalag. Ekki gefa neinum neitt heldur einungis njóta þeirra gestrisni. Okkur var boðið í heimahús eða réttara sagt veggjalausan kofa, þar sem húsbóndinn tók á móti okkur, settist með okkur og spurði frétta. Jorge kominn í hátíðarbúning tilbúinn að heiðra skóginn. Kofi indíánahöfðingjans. Húsbóndinn sem var bæði ólæs og óskrifandi, rakti úr okkur garnirnar að íslenskum sveitasið og gerði þetta augnablik að því eftirminnilegasta úr öllu ferða- laginu. Margt spaugilegt kom upp í samræðum okkar við hann, sem að sjálfsögðu stafaði af þeirri miklu ein- ______________________________________ 13 Litli Bergþór

x

Litli Bergþór

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Litli Bergþór
https://timarit.is/publication/884

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.