Litli Bergþór - 01.03.2007, Blaðsíða 8
ingarnar því þá er aðeins erfiðara að komast í burtu.
En það bjargast svona yfirleitt, maður er orðinn svo
þrælvanur því að labba yfir ristarhliðin. En nóg um
það, nú hefjum við fjölskyldan göngu okkar, löbbum
yfir ristarhliðið, en það hef ég þegar kennt krúsínunum
mínum, og löbbum svo í rólegheitunum upp á næsta
bæ. Þar þurfum við að labba yfir annað ristarhlið sem
er biti af köku!
Ahh þá er maður loksins kominn í draumaparadís.
Fullt af stórum kál-, gulróta-, kartöflu-,
blómkáls og brokkólígörðum blasir við
manni! Það er komin nótt og enginn getur
séð okkur svo við flýtum okkur að finna það
besta og étum eins mikið og við getum í
okkur látið. Þegar við erum svo búnar að melta
aðeins og það er búið að myndast smá pláss í
bumbunum okkar, þá förum við uppeftir til
gömlu konunnar og fáum okkur smá blóm í
eftirrétt. Svo steinsofnum við útí móa við
hliðina á húsinu hjá gömlu kerlingunni.
Það er greinilega kominn dagur. Gamla kerl-
ingin er komin á bláa Súbarúinn og keyrir á eftir okkur
á brjálaðri ferð þangað til að við látum okkur hverfa
yfir á næsta bæ. En það virkar yfirleitt ekki mjög lengi
því það er ekkert mál að komast aftur yfir í drauma-
paradísina! Svona er þetta svo næstu vikurnar sem eftir
eru af sumrinu, og alltaf er eitthvað skrýtið fólk að
koma og hlaupa á eftir manni eins og brjálæðingar.
Þetta finnst lömbunum mínum mjög skemmtileg lífs-
reynsla og ætla sko að gera þetta næstu árin með sín
lömb. Það líst mér vel á, því það er svo gaman að
ergja þetta fólk.
En jæja, nú á að fara að reka okkur heim! Fólkið á
bænum er sent til að opna eitthvert hlið og við erum
rekin út á veg. Mikið rosalega varð fólkið hissa þegar
hliðið við hliðina á ristarhliðinu var opið og við
trítluðum yfir ristarnar!
Nú er sumarið á enda og hefur verið hið besta. Við
erum strax farin að hlakka til næsta sumars og að
endurtaka leikinn.
P.S.
Þessi saga er byggð á sannsögulegum atburðum.
Margrét Kristjánsdóttir,
Háagerði, Grímsnesi, 10. bekk.
Flugan
Jón er á leið í skólann. Hann langar ekkert mjög mikið
til að fara í skólann. Þess vegna gengur Jón hægt.
Hann tekur eitt skref með hægri og svo eitt skref með
vinstri og svo eitt skref með hægri og svo koll af kolli.
Jón sér flugu koma fljúgandi. Flugan flýgur bzzzzzzzz
zzzzzzzzzzzzzzzzzzzzzzzzzzzzzzzz splass. Flugan
flýgur á hausinn á Jóni. Þetta reyndist vera flugan „Að
lífið sé ömurlegt." Þar með hafði Jón fengið þá flugu í
höfuðið að lífið sé ömurlegt.
Þegar Jón kemur í skólann hittir hann Óla.
„Hæ“ segir Óli glaðlega.
„Halló“ svarar Jón þunglega.
„Af hverju ert þú svona fúll? “
„Ég fékk þá flugu í hausinn á leiðinni að lífið sé
ömurlegt. “
„Já, já,“ segir Óli vantrúaður. „Eigum við ekki bara að
koma inn í tíma. “
Aður en Jón fékk þá flugu í höfuðið að lífið væri
ömurlegt var hann hress strákur. Honum gekk
sæmilega í skólanum, átti nokkra vini, æfði bæði
fótbolta og körfubolta og þótti ágætur, þótt hann væri
ekki sá allra besti. Hann bjó heima hjá foreldrum
sínum og átti engin systkini.
„Af hverju ert þú svona fúll?“ Það er kominn matur og
Óli er að reyna að tala við Jón.
„Ég sagði þér það í morgun, varstu ekki að hlusta?“
svarar Jón önugur.
Óli verður eitt spumingarmerki í framan. Hvað er að
honum?
Eftir matinn sést Jón ekki í skólanum. Óli hefur
áhyggjur af honum. Ætli það sé eitthvað að heima hjá
honum, kannski einhver nákominn dáinn? Hann reynir
oft að hringja í hann en aldrei er svarað. Eftir síðasta
tímann ákveður hann að spyrja kennarann.
„Veistu hvar Jón er, fékk hann leyfi eða eitthvað? “
„Nei,“ svarar kennarinn, „veist þú ekki hvar hann er?“
„Nei, skrítið.“
„Umm, ætli ég hringi ekki heim til hans. “
„Umm, ja, já, bless.“
Þegar Jón er búinn í hádegismat fer hann heim. Hann
nennir ekki að vera í skólanum. Til hvers ætti hann
líka að vera í skólanum? Það er ekki eins og lífið hafi
nokkurn tilgang. Þegar hann kemur heim heyrir hann
einhver hljóð innan úr svefnherbergi foreldra sinna.
Hann drífur sig inn í herbergi og leggst upp í rúm.
Eftir svolitla stund heyrir hann umgang. Hann lítur út
Raflagnir - Viðgerðir
Tek að mér nýlagnir, hönnun raflagna og alla
almenna rafvirkjavinnu ásamt tækjaviðgerðum.
Efnissala og varahlutaþjónusta.
Fljót og góð vinna.
Sumarbústaðaeigendur athugið að ég sæki
um öll leyfi fyrir heimtaug að
sumarhúsum og lagningu raflagna.
Jens Pétur Jóhannsson
LÖGGILTUR RAFVERKTAKl
HEIMASIMI 486 8845
Verkstæði sími 486 8984
GSM 893 7101
Litli Bergþór 8