Litli Bergþór - 01.03.2007, Blaðsíða 18

Litli Bergþór - 01.03.2007, Blaðsíða 18
Björgunarsveit Biskupstungna Ársskýrsla 2006 - Starfið á árinu Stjórnarfundir voru 9 og félagsfundir 2. Skráningar í gestabók hússins, sem tengist Björgunarsveitinni, eru 390 nöfn á 56 dögum sem gera að meðaltali 6,9 í hvert skipti. Aðrar skráningar í gestabókina er önnur notkun sem ekki tengist Björgunarsveitinni með beinum hætti. Væntanlega er ekki allt skráð í bókina sem fram fer í húsinu á okkar vegum. Útköll og veitt aðstoð var 24 sinnum árinu. Fjöldi þeirra félaga, sem komu að þess- um aðgerðum með beinum hætti er 65 manns sem gera að meðaltali 2,7 á aðgerð. Flest útköllin voru til að aðstoða fólk á bflum eða 13 talsins. Leit að fólki á landi var sjö sinnum. Sleðaútköll voru þrjú, óveðursút- kall var einu sinni. í öllum tilfellum kom bfllinn við sögu. Nokkrar aðrar beiðnir koma til sveitarinnar sem eru afgreiddar í gegnum síma eða með öðrum hætti. Það sem gert var fyrir húsið á árinu var að keypt voru húsgögn, 30 stólar og 6 borð. í stjórnunarherbergi var sett upp borð og hilla, sem er gjöf frá Selós ehf. á Selfossi. Þökk sé þeim. Einnig var komið fyrir nýjum loftnets- búnaði á húsið. Þetta er liður í því að við gengumst undir það að húsið verði stjórnstöð fyrir svæðisstjórn vegna aðgerða á hálendinu, Kjalarsvæðinu og Langjökli. Bjargsig á Þingvöllum. Farið var með 10. bekk í Þórsmörk að loknum sam- ræmdum prófum í vor. Attavitanámskeið fyrir 10. bekk var haldið með sama hætti og undanfarin haust. Þetta var gert í samstarfi með Ingunnar- og Tintronsmönnum eins og áður. Kaflaskil urðu í haust þegar í Björgunarsveitina gengu ungir og kraftmiklir aðilar sem tóku að sér að sjá um unglingamálin. Á ég þar við Heiðu Pálrúnu og Axel Sæland á Espiflöt og Þóreyju Helgadóttur í Hrosshaga. Þetta starf þeirra er svo mikilvægt og merkilegt að það er ekki hægt að meta til fjár. En til frama met ég það mikils. Eg segi frá því hvar sem ég get að um helming- ur af nemendum í 8., 9. og 10. bekk taki þátt í ung- lingastarfi. Þetta er einstakt og ómetanlegt, en leggur okkur, sem fyrir erum, þær skyldur á herðar að gera enn betur. Samstarfið við björgunarsveitirnar Ingunni og Tintron hefur verið með líkum hætti og undanfarin ár. Árshátíð var haldin í Lindinni á Laugarvatni í október. Félagar í Hjálparsveit skáta í Hveragerði voru fengnir til að sýna okkur og aðstoða við bjargsig og klettaklifur. Farið var á Þingvöll í þeim tilgangi, tókst það mjög vel. Myndakvöld héldum við í Aratungu og fengum Gunnar Egilsson til að sýna okkur frá ferð sinni á Suðurpólinn. Skrifað var undir samstarfssamning við Bláskógabyggð í vor. Samning sem er í raun viður- kenning á okkar starfi fyrir samfélagið. Stuðningur sá sem við fáum með samningi þessum er kr. 500.000 á ári. Ýmislegt annað mætti nefna sem við höfum komið að á árinu. Samúel Egilsson í Holtakotum og Atli Þór Svavarsson Haukadal voru fánaberar við 17. júní hátíðahöldin. „Björgunarsveitir á hálendinu“ var verkefni sem við tókum þátt í. Hálendinu var skipt í fjögur svæði frá júlíbyrjun og fram í miðjan ágúst. Var gert ráð fyrir að björgunarsveitir væru með mannskap og tæki til taks og aðstoðar ef þyrfti. Fyrstu viku í júlí vorum við með bfl og mannskap inn á Kili. Á þessari viku ókum við 2.000 km og átta félagar voru þar þessa viku. Við sáum um umferðarstjórn við jarðarför Þorkels Bjarnasonar, Þröm á Laugarvatni, sem fór fram frá Skálholtskirkju. Vorslúttið var haldið í Slakka í lok maí. Fundi hef ég sótt sem fulltrúi Björgunarsveitarinnar, formannafundur var haldinn í Borgamesi í vor. Fulltrúaráðsfundur og aukalandsþing var í Reykjavík í desember. Þangað fórum við Pétur Guðmundsson. Sleðamessa um málefni vélsleða og sleðamanna var í Kópavogi í nóvember, þangað fóru 5 menn. Æfingar hafa verið í formi vélsleða- og bflaferða inn á hálendið. Að lokum þakka ég öllum þeim sem hafa komið að störfum Björgunarsveitarinnar með einum eða öðrum hætti, kærlega fyrir samstarfið. Kveðja. Helgi Guðmundsson, formaður. Litli Bergþór 18

x

Litli Bergþór

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Litli Bergþór
https://timarit.is/publication/884

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.