Litli Bergþór - 01.03.2007, Blaðsíða 12

Litli Bergþór - 01.03.2007, Blaðsíða 12
þegar við mættum hópinum úti á flugvelli 1 lA tíma seinna, lafmóð af öllum hlaupunum. Árangurinn af innkaupunum. Frumskógurinn Nú tók við 2 klst. flug niður í efsta hluta Amazon- frumskógarins. Lítil 19 manna Twin Otter vél skopp- aði í orðsins fyllstu merkingu með okkur yfir Andesfjöllin og inn yfir víðáttur frumskógarins sem tilheyrir Ekvador næst Andesfjöllunum. Gríðarleg víðátta blasti við og sást vel hvernig litlar þverár Amazonfljótsins, sem áttu upptök sín í fjöllunum, liðuðust um skóginn og við tók ægifagurt, endalaust Samgöngutækið í frumskóginum. víðerni, þakið skrautlegum, myrkum og dularfullum frumskógi. Engir vegir, engin byggð sýnileg, ekkert merki um mannlíf og ekki laust við að okkur létti þegar flugvélin tók að lækka flugið og að endingu steypti hún sér niður í myrkviðið eftir um klukku- stundar flug yfir skóginum. Örmjó flugbrautin sást ekki fyrr en vélin var komin niður að trjátoppunum og hvarf allt í rykmekki þegar vélin bremsaði á stuttri, þurri og leirkenndri brautinni. Við vorum komin í frumskóginn sem lengi hafði heill- að okkur. A móti okkur tóku tveir fararstjórar ásamt fjölda lítilla indíánabarna sem höfðu gaman af að hlaupa um og ærslast í rykmekkinum sem lá lengi yfir svæðinu eftir lendinguna. Nú tók við ganga og sigling á löngum kanó sem átti eftir að vera okkar aðalfarartæki næstu 5 daga. Eftir um klukkustundar ferð komum við til Kapawi, sem er vistvænt og að mestu sjálfbært þorp, byggt fyrir 14 árum af aðila sem fómaði bæði tíma og fé til að fá leyfi innfæddra til að reisa þessar búðir í sem mestri sátt við náttúruna og ekki síst innfædda indíána af Achuar ættbálki. Fallegir kofar, byggðir úr pálma- blöðum og trjám blöstu nú við og stóðu á stöplum út í stóru sýki. Sýkið var þakið Philodendron plöntum sem m.a. áttu þátt í að fæla burt moskítóflugurnar. Kofamir vom ákaflega þrifalegir með litlu baðherbergi og verönd, þar sem hægt var að slaka á í dýrindis hengi- rúmum. 1 miðri kofaþyrpingunni var samkomusalur, bókasafn og matsalur. Hlýtt og rakt loftslagið átti vel við okkur garðyrkjufólkið, enda sváfum við eins og englar þessar nætur og létum ekki ævintýraleg um- hverfishljóðin í skóginum halda fyrir okkur vöku. Gistikofamir í frumskóginum. Mikill metnaður einkenndi allt á svæðinu hvort sem um var að ræða umhverfisþætti eða leiðsögn og upplýsingagjöf. Okkur var skipt upp í tvo hópa og voru tveir leiðsögumenn með sitt hvom hópinn, annar innfæddur indíáni og hinn enskumælandi Ekvadorbúi, sem að auki var menntaður líf- eða náttúrufræðingur. Hugmyndafræðin með stofnun þessara búða er m.a. að afhenda þær indíánasamfélaginu árið 2011 og er markvisst verið að þjálfa indíána af Achuar kynstofn- inum til þeirra verka. Dagarnir liðu hratt í Kapawi. Farið var á fætur kl. 5- 6 til að ná morgunskímunni og sjá náttúruna vakna og verið að til kl. 18 og stundum fram á kvöld. Tvær til þrjár skoðunarferðir á dag með ólíkum áherslum t.d. á fugla, apa, gróður, vatnalíf og skordýr, sem skoðuð voru sérstaklega í kvöldferð fyrsta kvöldið. Það var ævintýralegt að læðast um skóginn í niðamyrkri og skoða skordýralífið með vasaljósum. Dýr sem ekki koma fram í dagsbirtu, skörtuðu sínu fegursta þegar ljósunum var beint að þeim. I einni ferðinni var siglt nokkra kílómetra upp fljótið og við frædd um lífið í fljótinu, gróðurinn á bökkunum, dýrin sem nota fljótið til baða o.s.frv. Fararstjórinn sem var nýliði sá um leiðsögn, þar sem um var að ræða einfalda og nokkuð örugga ferð. Hann sagði okkur að á Litli Bergþór 12

x

Litli Bergþór

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Litli Bergþór
https://timarit.is/publication/884

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.