Litli Bergþór - 01.03.2007, Blaðsíða 10
sakna hans. Þess vegna hefði hann orðið mjög hissa á
viðbrögðum fólksins sem að þekkti hann. Jarðarförin
fer fram í kyrrþey. Með Jóni fer það eina sem getur
haldið foreldrum hans saman. Pabbi hans flytur til
mannsins sem var í sjónvarpinu en Bergþóra verður
ein eftir í húsinu.
Flugan finnst aldrei. Hún finnur sér nýtt fómarlamb.
Þú gætir þekkt það.
Jón H. Eiríksson, Gýgjarhólskoti, Bisk. 10. bekk.
Veggurinn
Sagan gerist í gömlu húsi. í gamla húsinu eru gluggar,
hurðir, gólf og síðast en ekki síst veggir. Veggirnir
gegna göfugu hlutverki í húsinu því án þeirra væm
engin herbergi, gamla húsið væri bara einn stór geimur.
Einn veggurinn í húsinu er þó merkilegri en aðrir.
Það sem er merkilegt við þennan vegg er að hann
hefur alltaf verið eins frá því að húsið var byggt, hann
hefur aldrei verið málaður og alltaf hafa sömu hlutirnir
verið upp við hann. Veggurinn stendur á frábærum
stað, eða milli stofunnar og eldhússins. Hann getur því
fylgst með næstum öllu sem gerist í húsinu, því íbúar
hússins halda sig jú mest á þessum tveim stöðum.
Veggurinn dauðvorkennir veggjunum í svefnherbergj-
unum, eina sem þeir sjá er hrjótandi fólk!
Veggurinn okkar er ljósdrappaður á báðum hliðum
með viðarlistum við bæði loft og gólf. Eldhúsmegin
em nokkrar föndurmyndir af ávöxtum og tebollum
hengdar á hann og uppvið hann er eldhúsborð með
fjórum stólum. Stofumegin eru hengdar á hann nokkrar
fjölskyldumyndir og ein stór viðarhilla. Svo er einn
stór og þungur skápur upp við hann lrka sem veggnum
finnst nú að skyggi óþarflega mikið á.
Líf veggsins er oftast mjög tilbreytingarlaust. Hann
fylgist með íbúum hússins í dagsins önn. Horfir á rykið
á hillunni safnast fyrir í hæfilega þykkt lag þangað til
húsfreyjan kemur með blauta tusku og strýkur það í
burtu. Hann kitlar þegar gerð er jólahreingerning á
honum og hann er skúraður fram og aftur. Uppáhalds
tími veggsins eru jólin. Þá er stofa hússins svo fallega
skreytt með alls kyns seríum og dúlleríi og ef hann er
heppinn er settur jólasveinn á viðarhilluna sem hann
getur horft á yfir jólin og skoðað í krók og kring. Þrátt
fyrir þetta fremur viðburðarlitla líf var veggurinn sáttur
og vildi ekki hafa lífið á neinn annan hátt.
Einn daginn var eitthvað undarlegt á seiði í húsinu.
Ibúarnir tóku sig til og byrjuðu að pakka öllum
húsgögnum í allskyns kassa og plast og byrjuðu að
þrífa allt eins og vitlausir væm. Veggurinn skildi ekkert
í þessu, ekki gat þetta verið jólahreingeming? í júní?
Nei önnur hlyti ástæðan að vera. Fjölskyldan sem hafði
búið í húsinu allan þennan tíma var að flytja, önnur
fjölskylda sem innihélt fullt af skrækjandi börnum var
að flytja inn. Yrði lífið nokkurntíma samt? Það fyrsta
sem fjölskyldan byrjaði á að gera var að mála vegginn
okkar. Ekki byrjar það vel hugsaði veggurinn og
hugsaði til gömlu fjölskyldunnar.
Herdís Anna Magnúsdóttir,
Hveratúni, Bisk., 10. bekk.
SELÁS-BYGGINGAR ehf
Tilboðsgerð, viðhald, hurðir,
gluggar, timbur-, íbúðar-,
sumar og stálgrindarhús
Hákon Páll Gunnlaugsson
löggiltur húsasmíðameistari + byggingastj.
Sími 486-8862/894-4142
netfang: hpgunn@binet.is fax: 486-8620
Litli Bergþór 10