Litli Bergþór - 01.03.2007, Blaðsíða 9
um gluggann og sér pabba sinn og annan mann hlaupa
sinn í hvora áttina frá húsinu.
Jón sefur allan seinnipartinn. Þegar hann vaknar heyrir
hann að mamma hans er komin heim. Hann ætti að
vera að fara á æfingu en hann langar ekki til að hitta
mömmu sína eða fólk yfirleitt. Þess vegna gerist hann
duglegur og fer að læra heima.
Um kvöldmatarleytið bankar mamma hans á
herbergisdyrnar og opnar svo.
„Heyrðu, Jón minn, ég var að tala við kennarann þinn,
hann sagði að þú hefðir horfið úr skólanum eftir
hádegið. Af hverju varst þú ekki í skólanum?“
„Mér leið illa svo ég fór heim. “
„Hvað, ertu eitthvað lasinn? “
„Nei, nei, bara með hausverk“
„Af hverju sagðir þú engum í skólanum frá því? “
„Æi, gleymdi því og nennti því ekki.“ svarar hann
ekkert mjög sannfærandi.
„O.K. komdu að borða.“
Það sem eftir er kvölds og fyrri part dagsins á eftir er
flugan í Jóni frekar róleg. Hann fer í skólann og heldur
sig við söguna um hausverkinn. Það er ekki fyrr en í
síðasta tíma sem flugan fer á stjá. Þá situr Jón og
horfir út um gluggann og hlustar með öðru eyranu á
malið í enskukennaranum. Þá gefst honum tími til þess
að hugsa um ömurleika tilverunnar. Hann kemst að
þeirri niðurstöðu að hann sé mjög mikill.
Eftir skóla fer Jón í langan göngutúr út fyrir bæinn.
Þegar hann fer fram hjá síðustu húsunum koma tár.
Hann ætlar ekkert að gráta, það eru bara stelpur sem
gráta. Það að hann fer að gráta sannfærir hann um að
hann sé aumingi. Aumingi sem er ekki neitt, ekki
góður í neinu og öllum er sama um. Kannski ætti hann
bara að láta sig hverfa, reka síðan á land eftir nokkra
daga. Þá losnaði hann við áhyggjur þessa heims.
Kannski er sagan um himnaríki lrka sönn. Þá gæti
hann lifað þar í vellystingum og horft á alla
vitleysingana sem eru að reyna að tóra á jörðinni.
Líklegra væri þó að hann færi til helvítis. Þar er þó að
minnsta kosti hlýtt. Þó er Jón nær viss um að hvorugt
reynist satt, maður bara deyr og eftir það verður ekkert,
þótt það sé erfitt að ímynda sér það. Hann hugsar
eitthvað á þessa leið lengi en endar þó á því að fara
heim.
Jón reynir að láta á engu bera þegar hann kemur inn.
„Viltu ekki koma að borða? “ kallar mamma hans innan
úr eldhúsi.
„Eg er ekkert svangur. “ svarar Jón og fer inn í
herbergi. Þegar hann er búinn að læra fer hann að
horfa á sjónvarpið. Það er bara Kastljósið í
sjónvarpinu. Einhver ferlega hommalegur maður að
tala um réttindi samkynhneigðra. Jón ætlar að fara að
slökkva en hikar svo, hvar hefur hann séð þennan mann
áður? Honum tekst ekki að muna það svo hann slekkur
og ætlar á klósettið. Þegar Jón kemur fram situr pabbi
hans og horfir hugfanginn á sjónvarpið. Hann hrekkur
upp og slekkur á sjónvarpinu, undarlega
vandræðalegur.
„Helvítis hommaþrugl er þetta endalaust, “ tautar hann
og reynir að vera hneykslaður.
Þá man Jón hver maðurinn er.
Þegar Jón er að fara inn í herbergi aftur hringir
heimasíminn. Jón svarar.
„Halló.“
„Já, halló,“ svarar kvenmannsrödd í símanum. „Er
Bergþóra við?“
„Bíddu aðeins,“ svarar Jón og kallar: „Pabbi, hvar er
mamma?“
„Hún er úti að borða með vinnunni sinni,“ svarar pabbi
hans.
„Hún er ekki við, “ segir Jón í símann.
„Allt í lagi, þetta er Fanney héma sem vinnur með
henni, hún svarar ekki í gemsann sinn og,“ja, ætli ég
verði þá ekki bara að tala við hana á morgun, “ er
svarað.
„Bíddu, er ekki allur vinnustaðurinn úti að borða?“
„Ha nei, ég vissi ekki af því, nei það getur ekki verið.“
„Umm, skrítið, jæja, bless.“
„Já bless.“
6. bekkur flutti leikrit um hringrás blóðsins um mannslíkamann.
Gabríella Mist, Skúli, Sindri Már, Brynhildur, Sigrún Ásta,
Þorsteinn, Áslaug Og Ásta. (Ljósmyndari Þuríður Ágúsla Sigurðardónir)
Jón leggur á og er meira en lítið hissa.
„Þetta var einhver Fanney úr vinnunni hennar, hún
segir að vinnan sé ekki að fara út að borða og að hún
svari ekki í gemsann sinn,“ segir hann við pabba sinn.
„Mmmm, skrítið, kannski ég prófi að hringja í hana,“
svarar pabbi hans.
Jón fer aftur inn í herbergið sitt og fer að hugsa. Hvað
ætli mamma hans sé að gera? Stuttu seinna heyrir hann
pabba sinn keyra í burtu. Seint um kvöldið koma
foreldrar hans heim. Hann er nokkuð viss um að það á
ekki að geta farið framhjá neinum í bænum því þau
skella hurðum, öskra og æpa hvort á annað. Jón verður
stjarfur þegar að hann skilur hvað er um að vera.
Flugan verður óð. Þegar allt kemst í ró laumast hann
fram í eldhús, mjög varlega því að mamma hans er
sofandi í sófanum, tekur búrhníf og laumast aftur inn í
herbergi.
Bergþóra hefur ekki sofið mjög fast því að hún vaknar
við dynkinn. Aðkoman er ógeðsleg, það er blóð út um
allt.
Jón rankar við sér í smá stund á sjúkrahúsinu.
„Helvítis flugan,“ er allt sem hann nær að segja.
Flugan var búin að sannfæra Jón um að enginn myndi
9 Litli Bergþór