Litli Bergþór - 01.03.2007, Blaðsíða 27

Litli Bergþór - 01.03.2007, Blaðsíða 27
og Gnúpverjahrepps, um endurskoðun þessa samkomu- lags, með það að markmiði að samkomulagið verði fellt úr gildi. Efni til kvnningar: Umboðsmaður Alþingis, dags 29. desember 2006. Um er að ræða álit umboðsmanns Alþingis í tilefni kvörtunar Hreins Pálssonar, vegna ákvörðunar sveitar- stjórnar um álagningu seyrulosunargjalds. í álitinu koma fram tilmæli til sveitarfélagsins að það taki til endur- skoðunar ákvæði gjaldskrár 410/2005 og ákvæði samþykktar 408/2005 um hirðu og meðhöndlun seyru. Byggðaráð leggur til að framkomin tilmæli verði höfð til hliðsjónar við endurskoðun samþykktar og gjaldskrár sem fara mun fram á þessu 69. fundur sveitarstjórnar 6. febrúar 2007. Mættir voru allir allir sveitarstjórnarmenn en Jens Pétur Jóhannsson sem varamaður Sigrúnar Lilju Einarsdóttur, einnig Valtýr Valtýsson, sveitarstjóri sem ritaði fundargerð. Fundargerð til staðfestingar. Fundur byggingarnefndar, dags. 30. janúar 2007. I fundargerðinni kemur fram umsögn byggingamefndar vegna kröfu Karls Björnssonar um niðurfellingu bygg- ingarleyfis á 30,2 fm geymslu á lóð 10 í landi Iðu II. Sveitarstjórn hefur samþykkt almenna reglu um bygg- ingu geymsluhúsa við sumarbústaði í sveitarfélaginu og fellur þessi umsókn að þeim viðmiðunarreglum. Á þeim forsendum samþykkti byggingamefnd umrætt byggingar- leyfi þann 26. september 2006, enda voru til fordæmi þess að gámar væru notaðir sem byggingarefni fyrir geymsluhús. Sveitarstjóm gerir því ekki athugasemdir við afgreiðslu byggingarnefndar en beinir því til húsbyggjanda og byggingamefndar að flýta sem mest frágangi og stað- setningu geymsluhúsnæðisins, með tilvísun til fyrirvara í afgreiðslu byggingarnefndar þegar byggingarleyfi var samþykkt. Að öðru leyti var fundargerðin staðfest samhljóða. 3ja-ára áætlun Bláskógabvggðar 2008 -2010 ('fvrri umræðaV Sveitarstjóri gerði grein fyrir fyrirliggjandi drögum að 3ja ára áætlun Bláskógabyggðar, 2008-2010. Umræður urðu um forsendur og ýmsa þætti áætlunarinnar. Áætluninni vísað til annarrar umræðu á næsta fundi sveitarstjórnar. Samþykkt að halda fund í sveitarstjóm til að ljúka umræðu um 3ja ára áætlun, miðvikudaginn 21. febrúar kl. 16:00. Lántaka sveitarsjóðs Bláskógabvggðar. Sveitarstjóri gerði grein fyrir möguleikum varðandi lántöku sveitarsjóðs Bláskógabyggðar. Um er að ræða lántöku að upphæð 50 millj. kr. Fyrir liggur tilboð frá Lánasjóði sveitarfélaga annars vegar og hins vegar frá Landsbankanum. Sveitarstjóm samþykkir að heimila sveitarstjóra að taka kúlulán hjá Landsbankanum f.h. sveitarsjóðs að upphæð kr. 50 millj. í samræmi við tilboð sem bankinn hefur gefið sveitarsjóði þann 17. janúar 2007. Brevting á aðalskipulagi Biskupstungnahrepps 2000 - 2012: reiðstígur við Geysi. Lögð var fram tillaga að breytingu á aðalskipulagi Biskupstungnahrepps 2000-2012, vegna reiðstígs við Geysi. í breytingunni felst að reiðleið sem legið hefur meðfram Biskupstungnabraut verður færð norður fyrir Laugarfell upp með Laugá og suður með austurhlíðum fellsins að þjóðvegi til móts við Haukadal II. Tillagan var í kynningu frá 3. júní til 1. júlí 2005 með athugasemdafrest til 15. júlí 2005. Engar athugasemdir bámst. Fyrir liggur umsögn Umhverfisstofnunar dags. 16. júní 2006 þar sem ekki er gerð athugasemd við til- löguna en bent á ákveðin atriði sem hafa þurfi í huga við lagningu vegarins. Sveitarstjórn samþykkir samhljóða skv. 18. gr. Skipulags- og byggingarlaga og felur skipulagsfulltrúa að vinna málið áfram. Girðingar í Þingvallasveit. Lagðir fram uppdrættir af annars vegar núverandi stöðu girðinga í Þingvallasveit og hins vegar fyrstu hugmyndir um að girðingum eftir fund um girðingarmál í Þingvallasveit, sem haldinn var 4. janúar s.l. Einnig ligg- ur fyrir fundargerð umrædds fundar. Jóhannes Sveinbjömsson gerði grein fyrir málinu. Samþykkt að fela oddvita ásamt Jóhannesi og Valtý að vinna þetta mál áfram í tengslum við útfærslu á reglugerð um búfjárhald í sveitarfélaginu. Málefni Gufu ehf. Oddviti gerði grein fyrir viðræðum við forsvarsmenn Gufu ehf. skv. bókun byggðaráðs þann 30. janúar 2007, 2. liður. Lagt fram bréf frá Gufu ehf. dags. 2. febrúar 2007, þar sem óskað er eftir því að Bláskógabyggð auki hlutafé sitt í Gufu ehf. sem nemur áætluðum gatnagerðargjöldum vegna byggingar 750 fm húss á lóð félagsins, eða að upphæð kr. 3.936.600. Sveitarstjórn samþykkir samhljóða að auka hlutafé sitt sem svarar til gatnagerðagjalda af umræddri húsbygg- ingu, þó að hámarki 3.936.600 kr. Innsend bréf og erindi: 1. Samband íslenskra sveitarfélaga, dags. 23. janúar 2007. Samband íslenskra sveitarfélaga kynna tilraunaverkefni um kerfisbundinn samanburð á málefnum grunnskólans, sem sambandið hyggst ýta úr vör. Oskað er eftir þátttöku Bláskógabyggðar í verkefninu. Sveitarstjórn Bláskógabyggðar samþykkir samhljóða að gerast þátttakandi í þessu verkefni. 2. Menntamálaráðuneytið, dags. 23. janúar 2007. Erindið er eftirfylgni könnunar á starfsemi leikskóla, en þar kemur fram að upplýsingar um skólanámskrá og uppeldisstefnu hefur ekki borist ráðuneytinu. Sveitarstjóm samþykkir samhljóða að vísa þessu erindi til leikskólastjóranna og fræðslunefndar, sem sjái til þess að upplýsingum um skólanámskrá og uppeldisstefnu verði komið til menntamálaráðuneytisins við fyrstu hentugleika. 27 Litli Bergþór

x

Litli Bergþór

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Litli Bergþór
https://timarit.is/publication/884

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.