Litli Bergþór - 01.03.2007, Blaðsíða 6

Litli Bergþór - 01.03.2007, Blaðsíða 6
Verðlaunasögur í tilefni af Degi íslenskrar tungu, 16. nóvember 2006, var smásagnasamkeppni í 6. - 10. bekk Grunnskóla Bláskógabyggðar. Hér birtast fimm af þessum sögum ásamt nokkrum myndum frá hátíðahöldum í skólanum í tilefni dagsins. Verðlaunahafar: Jón Hjalti Eiríksson, 10. bekk. Brynhildur Hrönn Sigurjónsdóttir, 6. bekk. Þjóðbjörg Eiríksdóttir, 7. bekk. Halldóra Skúladóttir, 8. bekk. Ægir Freyr Hallgrímsson, 9. bekk. Herdís Anna Magnúsdóttir, 10. bekk. Margrét Kristjánsdóttir, 10. bekk. Til hliðar við þá standa kennarar Helga Agústsdóttir og Sigurlaug Angantýsdóttir. (Ljósmyndari Þuríður Ágústa Sígurðardótiír) Grjótmulningur Ég heiti Sandra Brá og er snillingur í öllu. Ég bý á Efri- Grjóthól og pabbi og mamma eiga fullt af svínum. Ég á einn eldri bróður og eina litla systur. Mér finnst margt skemmtilegt en það allra skemmtilegasta er að mylja grjót. Það er einhvern veginn svo gaman. Kannski það að sjá steinana molna eða bara ánægjan af því að mylja eitthvað. Frá unga aldri hef ég haft gaman af þessu. Þegar ég var bara smátittur fór ég út, náði í steina, setti þá á steðjann og lamdi þá í klessu. Ég gerði þetta næstum á hverjum degi. Alltaf eftir skóla fór ég út og muldi grjót. Einu sinni þegar ég gerði þetta gerðist svolítið sem breytti lífi mínu. Þegar ég fór út að sækja grjót til að mylja sá ég tegund af steini sem að ég hafði aldrei séð áður. Ég tók hann og fór með hann til pabba. Pabbi hafði ekki hugmynd um hvernig steinn þetta væri. Hann sagðist ætla að fara með hann til Reykjavíkur daginn eftir, því hann væri hvort eð er að fara þangað. Hann ætlaði að láta sérfræðing skoða hann. Þá heimt- aði ég að fara með og pabbi leyfði mér það. Daginn eftir fórum ég, pabbi og mamma af stað. Mér fannst við vera alltof lengi á leiðinni. Það fyrsta sem við gerðum í Reykjavík var að villast nokkrum sinnum en svo fundum við stað þar sem að við létum brosmildan og glaðlegan karl fá steininn til að greina hann. Þegar hann var búinn sagði hann okkur að þetta væri demantur sem væri 110 milljóna virði. Við hoppuðum upp í loftið af gleði. Þegar við vorum að labba í átt að bflnum og velta fyrir okkur hvar við gætum selt hann hittum við mann sem var tilbúinn til að kaupa hann. Maðurinn bauð okkur heim til sín til að ljúka viðskiptunum, og við þáðum boðið. Hann bauð okkur ljúffenga marengs- tertu og mjólk á meðan að við spjölluðum. Svo löbb- uðum við út með fullar hendur fjár. Ég hafði ekki hugmynd um hvað ég ætti að gera við peninginn. Næst fór pabbi í vélaumboð að kaupa drifsköft. Á meðan var ég að skoða bækling. Þar sá ég það sem ég vildi, grjótmulningsvél!!!! Pabbi pantaði hana fyrir mig og líka traktor til að draga hana. Svo lögðum við ánægð af stað heim. Hjá Selfossi uppgötvaði mamma að hún gleymdi að kaupa mat þannig að við keyptum mat á Selfossi. Þegar við vorum komin heim fórum við beint í háttinn. Svo tók biðin við, ég beið í einn mánuð og einn dag eftir grjótmulningsvélinni og traktornum. Þegar það var komið fór ég beint að mylja grjót með vélinni og ég gerði það rnjög oft eftir það. Ég lét mömmu og pabba hafa næstum allan afganginn af peningunum og var hæst ánægð með fínu grjótmulningsvélina mína. Þjóðbjörg Eiríksdóttir, Gýgjarhólskoti, Bisk.,7. bekk. Litli Bergþór 6

x

Litli Bergþór

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Litli Bergþór
https://timarit.is/publication/884

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.