Litli Bergþór - 01.12.2010, Side 5

Litli Bergþór - 01.12.2010, Side 5
Lrtli-I3ergþór þrítugur í byrjun þessa árs hafði blað Ungmennafélags Biskupstungna, Litli-Bergþór, komið út í full 30 ár. Langar mig í tilefni þessara tímamóta hjá blaðinu að rifja upp með ykkur hvernig staðið hefur verið að útgáfu blaðsins í þessi þrjátíu ár, en undirrituð hef verið viðloðandi ritstjórnina, með hléum þó, síðan 1990. A síðasta ári féll frá sá maður, sem einna mestan heiður á að því að Litli-Bergþór hefur komið út í öll þessi 30 ár, Arnór Karlsson. An hans væri blaðið ekki enn lifandi né jafn vandað og raun ber vitni. Það má segja að Arnór hafi verið frumkvöðull í blaðaútgáfu í Tungunum, því nokkru fyrr (1963, 1966 og 1968) hafði verið gefið út annað blað, alls fjögur eintök á vönduðu prenti, sem hét Bergþór. Mjög metnaðarfullt blað, en það lognaðist því miður út af. í ritstjórn þess blaðs voru sr. Guðmundur 01 i Olafsson, Arnór Karlsson og Róbert Róbertsson og í síðasta blaðinu Hreinn Erlendsson í stað Róberts. Arnór gerði sér grein fyrir mikilvægi þess að varðveita heimildir um líf og störf fólksins í landinu fyrr og nú. Blöð Ungmennafélagsins, fyrst Bergþór og síðar Litli-Bergþór, voru vettvangur til að varðveita sögu okkar Tungnamanna. Eftir að hann tók við ritstjórn Litla-Bergþórs árið 1991 hélt hann blaðinu gangandi með áhuga sínum og drifkrafti, sá um að kalla ritnefndina saman og halda henni við efnið, útvega efni og skrifa sjálfur, auk þess að hýsa ritnefndina frá 2003 til dánardags. Var þar ekki í kot vísað. Samfélagið okkar hér í Biskupstungum má vera þakklátt fyrir störf Arnórs Karlssonar. Vonandi bera ritnefndir framtíðarinnar gæfu til að halda Litla-Bergþóri áfram sprellifandi, fullum af minningum og áhugaverðu, fræðandi og skemmtilegu lesefni fyrir nýjar kynslóðir. Litli-Bergþór hóf göngu sína 5. mars árið 1980, að frumkvæði Gríms Bjarndal, þá skólastjóra í Reykholti, sem kosinn hafði verið í útgáfunefnd Ungmennafélagsins. A hann heiður að nafni blaðsins, Litli-Bergþór, sem var hógvært framhald af Bergþóri gamla en hefur elst mun betur. Markmið blaðsins var að koma á framfæri alls konar upplýsingum og fréttnæmu efni, nýju og gömlu. Blaðið var frumstætt í byrjun, prentað á stensil og fjölritað í Barnaskólanum. Sigríður Björnsdóttir var fréttamaður með Grími og Sólveig Róbertsdóttir las prófarkir. í næsta blaði, maí 1980, var Margrét Sverrisdóttir komin inn sem útgáfustjóri og var hún síðan í ritnefnd næstu sex árin ásamt Sigríði Jónínu Sigurfinnsdóttur, Páli Skúlasyni o.fl. Skiptust þær Maggý og Sigga Jóna á að vera ritstjórar. Sveinn Sæland kom inn 1984 sem ritstjóri og vartil 1989, að Sigga Jóna tók aftur við og svo Jón Þór Þórólfsson árið 1990. Síðan tók Arnór Karlsson við ritstjórninni 1991 og var til dánardags 2009, í samfellt 18 ár, en hann kom inn í ritnefndina 1987 og var því 22 ár í ritnefnd. Fleiri komu að ritstjórninni á þessum árum, m.a. Oddný Jósefsdóttir, Þorfinnur Þórarinsson, Jóhanna Róbertsdóttir, Kristín Ólafsdóttir og Drífa Kristjánsdóttir, sem kom inn 1988 eins og Stefán Böðvarsson. Og fleiri og fleiri mætti telja, sem aðstoðuðu við vélritun, myndir, uppsetningu, efnisöflun o.fl. Arið 1982 var byrjað að ljósrita blaðið með misjöfnum árangri fyrst en um 1985 var farið að staðla útlit þess og fegra með aðstoð útlitshönnuða, oftast myndlistakennara skólans. Einkennistákn blaðsins, fígúran Litli-Beggi, kom til sögunnar 1986 og hefur fylgt blaðinu síðan. Það mun svo hafa verið haustið 1990, sem undirrituð hóf störf í ritnefnd Litla-Bergþórs, þá nýlega flutt aftur heim í Tungurnar eftir 20 ára fjarveru. Væntanlega kosin í ritnefnd á aðalfundi Ungmennafélagsins eins og vani er til. f 1. tölublaði 1990 hafði ég byrjað að skrifa ferðasögu í blaðið, sem reyndar teygðist úr og endaði í þrettánda þætti, þrem árum síðar. Það var Sigga Jóna í Hrosshaga, sem bað mig um það, en hún var ritstjóri þá. Fyrsti ritnefndarfundur sem ég sat var í október 1990 í Reykholtsskóla, nýr ritstjóri var þá Jón Þór Þórólfsson, Drífa Kristjánsdóttir var gjaldkeri og Arnór Karlsson ritari. Stefán Böðvarsson sá um uppsetningu. Þá var blaðið nýbúið að eignast forláta Mackintosh tölvu, (í ársbyrjunl988), og sá Stefán, tölvusérfræðingur nefndarinnar, um að setja blaðið upp á hana og stinga litlum „Beggum“ inn, hér og þar, með meinlegum athugasemdum. Ekki má gleyma dyggri hjálp Önnu Bjargar konu Stefáns, sem vélritaði mikið af efni blaðsins. Síðan var blaðið prentað í prentsmiðju. Jón Þór, ritstjóri, hafði það á stefnuskrá sinni að birta viðtöl við fólk í sveitinni, eins og gert hafði verið áður í Litla-Bergþóri. í næsta tölublaði, í janúar 1991, var mér falið að taka viðtal við starfsfólkið í Skálholtsskóla, þau Sigurð Arna Þórðarson, rektor, og Hönnu Maríu Pétursdóttur, konu hans, og Margréti Odds og Torfhildi Rúnu, starfsstúlkur. Viðtöl urðu síðan helsta viðfangsefni mitt næstu 15 árin, urðu a.m.k. 26 talsins ef ég hef talið rétt. ________________________________ 5 Litli-Bergþór

x

Litli Bergþór

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Litli Bergþór
https://timarit.is/publication/884

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.