Litli Bergþór - 01.12.2010, Qupperneq 16

Litli Bergþór - 01.12.2010, Qupperneq 16
Frá íþróttadeild Ungmennafélags Biskupstungna Undanfarin ár hefur starfsemi fþróttadeildar Ung- mennafélags Biskupstungna verið gróskumikið og líflegt. Má í því sambandi nefna þær íþróttir sem hægt var að æfa á síðastliðnu ári en þá gátu félagar stundað: fótbolta, handbolta, fimleika, körfubolta, glímu, skólahreysti og yngstu félagarnir voru duglegir að mæta í fþróttaskólann. Haustið 2009 var einnig ákveðið að bæta inn sundæfingum til reynslu en því miður reyndist ekki grundvöllur til að halda úti sundæfingum það árið. Æfingar eru að öllu jöfnu einu sinni til tvisvar í viku í hverri íþróttagrein í 45 - 90 mínútur í senn, allt eftir aldri iðkenda. Öll starf- semi og æfingar miðast við starfstíma grunnskólans í Reykholti og mæta yngstu nemendur skólans iðulega á æfingar strax að loknum skóla. Afar gott samstarf er milli skólans og Ungmennafélagsins enda æfir allstór hluti nemenda Grunnskóla Bláskógabyggðar í Reykholti, jafnvel margar, íþróttagreinar. Undanfarin sumur hafa verið haldin sundnámskeið fyrir yngri kynslóðina og hefur þáttaka verið mjög góð. Guðbjörg Bjarnadóttir, sundkennari, er orðinn fastagestur hjá okkur og höfum við átt gott og farsælt samstarf við hana og vonum að sjálfsögðu að hún haldi áfram að koma til okkar. Haustið 2010 tók Jóhann Pétur Jensson við starfi fótboltaþjálfara. Eldri iðkendur æfa tvisvar í viku og yngri iðkendur mæta einu sinni í viku. Jóhann Pétur þjálfar einnig eldri hóp í körfubolta. Nokkrir drengir í Bláskógabyggð eru einnig að æfa fótbolta á Selfossi í 4. og 5. flokki og munar svo sannarlega um þeirra framlag í liðum Selfoss. Eins hafa sumir sótt æfingar Grillpartý, vorið 2010. á Flúðir og senn fer að líða að því að forsvarsmenn Ungmennafélagsins geti farið að skoða frekara samstarf við Flúðamenn. Að halda úti öflugu íþróttastarfi er kostnaðarsamt en reynt er að halda æfingagjöldum í lágmarki. Reynt hefur verið að sækja styrki á ýmsa staði en greinilegt er að þröngt er í búi víða í samfélaginu í dag. Ung- mennafélagið fékk á síðasta ári styrki frá Landsbanka íslands í Reykholti í formi styrks til kaupa á félags- göllum en einnig styrkti leikdeild Ungmennafélags- ins íþróttadeildina á veglegan hátt með peningagjöf. Við þökkum kærlega fyrir það. Aglct Pyri Kristjánsdóttir Litli-Bergþór 16 Hópmynd af íþróttaæskunni, ásamt þjálfurum, tekin 2010.

x

Litli Bergþór

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Litli Bergþór
https://timarit.is/publication/884

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.