Litli Bergþór - 01.12.2010, Blaðsíða 36
stillt upp kojum í miðrýmið. Ég man mig hafa efri
koju úti við glugga á millivegg á milli svefnskálanna.
Kennsla fór fram í stofunum á efri hæðinni. Þar var
skipt í stofur eftir aldri og voru nokkrir árgangar
saman í bekk. Gangurinn var notaður sem
íþróttasalur og þar stunduðum við leikfimi undir
handleiðslu Þóris á Geysi, hvernig það var hægt veit
ég ekki í dag. Fyrir örfáum árum kom ég í skólann
minn aftur og leitaði lengi að stóra íþróttaganginum
hvar við sprikluðum og stunduðum Möllersæfingar
undir handleiðslu Þóris.
Þeir kennarar aðrir en þeir sem áður eru nefndir og
sem ég man eftir að væru við kennslu þann tíma sem
ég var í skólanum voru: Þuríður í Vegatungu, Arnór á
Bóli ásamt frú Önnu Magnúsdóttur prestsfrú. Síðar
kom að skólanum nýr skólastjóri, Þórarinn Magnús-
son, einhentur jaxl úr Vestmannaeyjum, hann kom
með fjölskyldu og við það breyttist margt í öllu
skólastarfi. Kona Þórarins tók að sér mötuneytið og
krakkarnir gengu í skólann með okkur, með þeim
komu nýjir straumar og nýjar kennsluaðferðir. Með
Þórarni kom að skólanum, Sigurður Agústsson frá
Birtingarholti, sem kennari og kenndi hann í all mörg
ár, bæði lesgreinar og smíðar auk þess sem á hans
tíma blómstraði tónlistarlíf við skólann.
Einn var sá siður, eftirminnilegur, sem runninn var
undan rifjum presthjónanna á Torfastöðum en það
var uppsetning helgileiks fyrir hver jól þar sem
jólaguðspjallið var fært í leikbúning og söng. Var það
flutt við aðventumessu öll þau ár sem ég var í
skólanum í Reykholti, fyrst á Torfastöðum og síðan í
Skálholti eftir að kirkjan þar varð til. í þennan
helgileik völdust allir sem gátu og vildu syngja og
voru orðnir eldri en átta ára. Nokkur hlutverk voru
stærri og eftirsóknarverðari en önnur, þar voru María
og Jósep hátt skrifuð en æðsta hlutverkið var að vera
Gabríel erkiengill sem, „Sjá ég boða yður mikinn
fögnuð“, bar höfuð og herðar yfir aðra í þessu mikla
verki. Tvisvar náði ég því að vera erkiengillinn
sjálfur, einu sinni Jósep, einu sinni fjárhirðir en oftast
var ég í englakórnum sem söng „Hósíanna“ með
kertavax rennandi úr kerti, sem haldið var á, niður á
handarbakið. Æfingar stóðu frá miðjum nóvember
þar til sýnt var, sem var einhvern sunnudag í
aðventu. Mikill hátíðleiki fylgdi þessari stund.
Leikarar og kór gengu inn kirkjugólfið í tvöfaldri
röð, syngjandi og foreldrar og ættingjar fylltu
kirkjuna í þögulli aðdáun á afkvæmum sínum sem
voru mörg hver sveitt í lófum og með svitadropa á
enni undir vatnsgreiddu hári. Allir klæddir í hvíta
fermingarkirtla eða viðeigandi búning annan.
Leikir og strákapör
í skólanum í Reykholti var engin sérstök skólalóð og
var því leiksvæði okkar krakkanna talsvert víðfemt.
Nemendurnir: Þorsteinn Þórarinsson Fellskoti og
Gunnar Sverrisson fremst, Pétur Hjaltason og Páll
Skúlason Laugarási í miðju og Sveinn Sæland og
Þórarinn Grímsson (Doddi læknisins '52) aftast.
Gatan milli gamla og nýja skólans var mikið notuð í
frímínútum til leikja, þar var farið í „brennó“,
hoppaður parís og fleira skemmtilegt gert.
Yfirleitt voru löngu frímínúturnar nýttar í brenni-
bolta og var þá skipt í tvö lið og fengu allir að vera
með, háir sem lágir. Brekkan fyrir ofan skólana og
framan var, þegar snjór var yfir, nýtt til þess að renna
sér með þeim tiltæka búnaði sem hver og einn gat
fundið sér. Eftir skóla á daginn færðust leikar út fyrir
svæðið og var þá oft farið upp í kletta, þar höfðu
menn virki og börðust með atgangi miklum með
sverðum og atgeirum um allt holt. Við höfðum gamla
herbragga sem geymslu fyrir vopn og verjur og
höfðum lið hugprúðra riddara, indjána og annarra
þeirra er börðust með handvopnum. Oft voru mörg
lið samtímis á orrustuvellinum sem oftast var norðan
í klettunum, þar innanum stóra steina sem stóðu
lausir frá meginklettunum og skópu möguleika á
virkjum og þess háttar. Aldrei urðu menn verulega
sárir þó stundum blæddi úr vör eða haus og hruflaðar
hendur eða hné væru örlítið til ama og þó svo
stundum féllu tár vegna stundarverkja mættu menn
galvaskir aftur næsta dag, eins og fallnar hetjur úr
Valhöll, og hófu vopnaskak sem aldrei fyrr.
Sunnanvert á holtinu fram undir ærhúsum Kristins
á Brautarhóli var oft farið í leiki, þar voru leiknir
útilegumannaleikur, fallin spýtan og fleiri hópleikir í
ævintýralandslagi með gjótum og skjólum sem
hentuðu vel til slíkra leikja. Fyrir nokkrum árum fór
ég um þetta svæði allt í leit að æsku minni og fann
fátt. Þannig finnst mér sem klettarnir hafi sigið svo
að lítið stendur uppúr, gildir það sama um björgin
hvar við byggðum virki og vörðumst. Braggarnir eru
horfnir með öllu og búið að byggja á hluta þess
svæðis þar sem útilegumenn léku lausum hala með
sitt hyski. Mig undrar að við fengjum að leika þarna
óáreitt og án eftirlits, frá kennslulokum og fram að
kvöldmat, og að aldrei skildu verða nein slys sem orð
er á gerandi.
Litli-Bergþór 36