Foreldrablaðið - 01.02.1943, Blaðsíða 12
12
FORELDRABLAÐIÐ
hinni þungu ábyrgð af heimilunum né
breytt þeirri staðreynd, að fyrir 7 ára
aldur, þ. e. áður en barnið kemur í skól-
ann, verður að leggja undirstöðu móður-
málsins, sem allra mest veltur á fyrir
framtíðarviðhorf barnsins. Og þótt svo
virðist sem barnið læri mest af sjálfs-
dáðum til þess tíma, þ. e. a. s. án beinn-
ar kennslu, þá fer því fjarri, að foreldr-
arnir fái þar ekki miklu áorkað til hins
betra eða verra.
Þeir, sem starfa við stóra barnaskóla,
hafa aðstöðu til að veita athygli hin-
um geysilega mun á þroska barnanna,
er þau koma í skólann 7 ára gömul. Og
í engu er sá munur ótvíræðari en kunn-
áttu, tækni og áhuga i sambandi við
móðurmálið. Meðfæddar gáfur koma
vitaskuld mjög til greina, en hvað sem
þeim líður er ekkert vafamál, að heim-
ilin geta mjög miklu til vegar komið.
Hvað geta foreldrar gert?
Rúm leyfir aðeins örstutt svar við
þeirri spurningu.
í fyrsta lagi er framburður móður-
málsins. Hann er mjög mikilsverður, og
þar býr barnið að fyrstu gerð, að fyrir-
mynd foreldranna, svo að ekki verður
um deilt. Það er að vísu ákaflega torvelt
fyrir fullorðið fólk að breyta röngum
framburði, sem það hefur vanizt á í
bernsku, en ýms mállýti má áreiðanlega
leiðrétta, og ættu allir, sem umgangast
börn, að hafa það ríkt í huga, hve mikil
ábyrgð hvílir á þeim að þessu leyti. *
Mörg börn nú á dögum eru fátæk að
orðaforða, skilja tiltölulega fá orð móð-
urmálsins og hafa því færri á hraðbergi
til notkunar í daglegu tali. Almennt er
talið, að þessu muni valda einangrun
barnanna frá fullorðnu fólki. Svo mikið
er víst, að nauðsynlegt er að foreldr-
Landar góðlr!
Hafið hugfast, að það er happa-
sœlast og drýgst að nota
HREINS
sápur,
gólfáburð,
skóáburð,
fœgilög,
rœstiduft
°g
kerti.