Foreldrablaðið - 01.02.1943, Blaðsíða 43

Foreldrablaðið - 01.02.1943, Blaðsíða 43
FORELDRABLAÐIÐ 43 Vinnuskilyrðin tryggja yður Fljóta og g’óda vínnu Þau eru bezt í RAFMAGNSFAGINU á VESTURGÖTU 3. BRÆÐURNIR ORMSSON menningararf eldri kynslóða. Hollur, ó- hindraður leikur, er sá máti, sem barn- inu verður nota drýgstur til alhliða þjálfunar líkama og sálar. Með leiknum leysir barnið úr læðing blundandi krafta, eykur færni sína og vinnur sér inn reynsluforða, sem kemur sér vel í önn dagsins, hvenær sem er á ævinni. Þann- ig verður leikur barnsins eins konar for- leikur fullorðinsáranna. Og má oft á hinu leikandi barni sjá, hvert krókurinn beygist. „Þau börn, sem fengið hafa tækifæri til að leika sér eftir eðli og óskum á leikaldri, hafa meiri skilyrði til að verða sjálfstæðir og nýtir borgarar en börn, sem meinað er að leika sér eðlilega“, segir frægur nútíma barnasálarfræð- ingur. Og börn eiga að fá að leika sér lengur en hinn svo-kallaða leikaldur, eða leng- ur en sem smábarn i heimahúsum. Það er hættulegur misskilningur að halda ,að börn, sem byrja að sækja skóla, eigi að hætta að leika sér. Sá misskiln- ingur, á þroskagildi leiksins í þjónustu námsstarfsins, kemur skjótt fram í orða- tiltækjum um skólastarf barna, sem stundum hljóða á þessa leið: Þetta er allt hreinn og beinn „leikaraskapur“. Ég vil, að barnið mitt læri. En sannleikurinn er sá, að hin snöggu umskipti byrjandans, frá leikfrelsi heimilisins til formfestu, aga og þurrs starfs skólans, geta verkað eins og straumrof á vaxtarþróun barnsins. Grundvöllur námsins fyrir yngstu nemendur, og á vissan hátt einnig eldri nemendur, á einmitt að vera leikurinn — námsleikurinn. Leikurinn á að vera

x

Foreldrablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Foreldrablaðið
https://timarit.is/publication/890

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.