Foreldrablaðið - 01.02.1943, Blaðsíða 20
20
FORELDRABLAÐIÐ
Skógræktin »g
Landnáma segir, að landið hafi allt
verið skógi vaxið milli fjalls og fjöru á
landnámsöld. Flestir þessir skógar eru
nú eyddir að mestu, en þó eru eftir
nokkrir blettir, sem sýna okkur, hvern-
ig landið hefur verið útlits, og hvað við
höfum misst með skógunum.
Það er ekki ætlun mín að fara hér
að rekja sorgarsögu íslenzku skóganna,
en hitt vildi ég segja, að nú má það ekki
dragast lengur, að hafizt verði handa að
endurgræða skógana. Það er ekki nóg,
að einstakir áhugamenn og félög beiti
sér fyrir þessu máli. Öll þjóðin verður að
leggjast á eitt og hefja sem allra fyrst
framkvæmdir á því mikla starfi, sem
hennar bíður á þessu sviði.
Það er von mín og trú, að skólarnir
geti lagt fram mikið og gott starf máli
þessu til stuðnings.
í Noregi mun það hafa verið einn lið-
urinn í starfi ýmissa skóla, að nemend-
urnir gróðursettu einhvern ákveðinn
fjölda skógarplantna árlega.
Því ættum við íslendingar ekki að gera
eins? Hér í Reykjavík munu nú vera
um 5000 börn á skólaskyldualdri. Það
mætti öllum vera það ljóst, að ef hvert
eldri barnanna gróðursetti nokkrar
skógarplöntur árlega, að þá mundi
margur eyðimelurinn og hraunflákinn
í nágrenni Reykjavíkur skipta um svip,
er tímar líða.
Með þessum orðum á ég ekki við það,
að það væru barnaskólarnir einir, sem
ynnu þetta starf. Vissulega ættu allir
ungmennaskólar á landinu að leggja hér
hönd að verki.
ikólarnir.
Ég er viss um, að mikill meirihluti
þjóðarinnar óskar þess, að þetta starf
verði hafið sem fyrst. Við stöndum í mik-
illi þakkarskuld við þá menn, sem hafa
barizt mest og bezt fyrir skógræktinni
á íslandi, en þeir hafa bara verið alltof
fáir, sem hafa tekið virkan þátt í því
starfi.
Það, sem mér virðist fyrst og fremst
vanta, er það, að til sé föst og ákveðin
starfsáætlun til að vinna eftir. Þjóðin
ætti að fela þeim mönnum, sem hafa
haft þessi mál með höndum, að semja
slíka starfsáætlun. Auðvitað gera þeir
það í samráði við fræðslumálastjórn-
ina, að því leyti sem starfsáætlunin
Heilsan
Hafið ávallt hugfast, að
læknar og aðrir heilsu-
fræðingar telja mjólk,
skyr og aðrar mjólkur-
afurðir einhverjar þær
hollustu fæðutegundir,
sem völ er á. — Styðj-
ið og eflið íslenzka
framleiðslu. —