Foreldrablaðið - 01.02.1943, Blaðsíða 24
24
FORELDRABLAÐIÐ
Til foreldra um leíkfimi.
Börnin ykkar iðka leikfimi í skólan-
um. Til hvers, myndu sumir spyrja.
Til hvers er þetta hopp og hó, er það til
nokkurs gagns? Um það eru ekki allir
sammála, því er nú verr. Þeir eru þó í
vaxandi meirihluta, sem skilja, hve
mikla þýðingu leikfimi getur haft. Eitt
er víst, að flestum hörnum finnst leik-
fimi skemmtileg og vilja ekki fyrir nokk-
urn mun missa af einni kennslustund.
Þó eru til undantekningar, slóðar, sem
engu nenna og öllu gleyma.
Þið hafið eflaust heyrt talað um það,
að börn hafi svo mikla innbyrgða hreif-
ingaþörf. Það er m. a. þessari þörf, sem
þau eiga að fá svalað í leikfimistíman-
um. Þau hlaupa, og þau fara í leiki, en
í einum leik má margt læra, hversu ein-
faldur sem hann virðist vera. T. d. læra
þau að taka vel eftir, læra nákvæmni;
þau læra að taka tillit til hvers annars,
hlýða og fara eftir settum reglum. Þetta
lærist allt svo að segja óafvitandi.
Leikfimisæfingarnar eiga að stuðla að
því m. a. að viðhalda hreysti og fegurð
líkamans og fyrirbyggja eða jafnvel laga
lýti hans, ef einhver eru, t. d. hrygg-
skekkju. Bömin eru vanin á að gera allt
eftir beztu getu, hvert fyrir sig, og
sameiginlega að hjálpast að því, að allt
gangi vel. — Við skulum nú fylgjast
með börnunum 1 huganum, frá því þau
koma inn í leikfimishúsið, og þangað
til þau fara þaðan. Þegar börnin koma
inn, heilsa þau, því að við viljum kenna
þeim almenna kurteisi. (Virðist stund-
um ekki veita af því). Þau afklæðast
í búningsherberginu og hengja fötin
snyrtilega á snaga, svo að vel fari um
þau. Snyrtimennska skaðar ekki.Því næst
fara þau í leikfimisfötin. Börnin raða
sér tvö og tvö og ganga þannig inn í
leikfimissalinn, stillt og prúð. Þau eru
nú varla látin gera svo nokkra æfingu,
að ekki fylgi henni hugsunin. Hvað geta
þau lært af þessu? Börnin ganga í takt;
þeim er sagt að horfa upp, til þess að
þau megi verða frjálsmannleg og upp-
litsdjörf. Ef þau eru látin hlaupa á
„fjórum fótum“, þá er það bæði vegna
þess, að það er styrkjandi og liðkandi,
svo og vegna þess að við það hlýnar þeim.
Æfingarnar eru þannig, að sumar eiga
að styrkja fæturna, aðrar handleggi, bak
maga, mitti o. s. frv. Jafnvægisæfingar
á gólfi eða slá eru til þess, að börnin
læri að hafa vald yfir líkama sinum,
m. a. eru þau látin hoppa yfir áhöld,
svo sem snúru, kistu eða hesta, bæði af
því að það eru hollar og góðar æfingar,
svo og vegna þess að þeim vex við það
þor og áræði. Sérhverjum manni er
nauðsynleg nokkur metnaðargirnd, hún
skapast við það að keppa hvort við ann-
að eða í flokkum. En allir flokkaleikir
og keppni hafa og nokkurt félagslegt
gildi. Síðan ganga börnin í röðum og
syngja eitthvert taktfast lag, feimnin
hverfur, ósjálfrátt ganga þau eftir hljóð-
fallinu og frjálsmannleg með kveðju út
úr leikfimissalnum. Því næst fara þau
í bað og skola af sér ryk og svita. Sá,
sem ekki getur farið í bað, einhverra
hluta vegna, fer ekki í leikfimi.
Að lokum langar mig til að beina því
til foreldranna, hvort þeir vilji ekki á-
minna börnin enn betur um að mæta á
réttum tíma og ef þau eru lasin, að
senda þá skilaboð. Enn fremur að gefa
börnum sínum leikfimisföt. Telpunum
hvíta léreftskjóla og skó; svo að allar
verði eins klæddar Sonja B. Carlson.