Foreldrablaðið - 01.02.1943, Blaðsíða 33
FORELDRABLAÐIÐ
33
að allir geti verið sammála um, að á
þessu þarf að verða breyting, gagngerð
breyting. Að þeirri breytingu verður
heimili, skóli og læknastétt að vinna
sameiginlega. Og hvað skal gera? Það
verður að fræða fólkið. Og þá fræðslu
ber læknastéttinni að veita. Það mætti
líka fela heilsufræðingi eða áhugasöm-
um lækni það hlutverk eingöngu. Nær-
ingarefnafræði skyldi kennd alls staðar
þar, sem matreiðsla er kennd. í barna-
skólum er þessa því brýnni nauðsyn, sem
þær ungmeyjarnar eru fleiri, er njóta
eigi annarar matreiðslukennslu en þeirr-
ar, sem barnaskólinn og heimilið veitir.
Það hlýtur að vera þjóðhagslega mjög
mikilvægt, að verðandi húsmæður læri
sem fyrst að greina milli þess, sem er
hollt, einskis nýtt og óhollt, læri að
þekkja næringargildi allrar almennrar
fæðu og læri að matbúa hana þannig,
að hún missi sem minnst og i sem rétt-
ustum hlutföllum við þarfir líkamans.
Á húsmæðrum hvílir að eigi litlu leyti
heilbrigði þjóðarinnar, þær eiga því rétt
á fræðslu, það ber að veita þeim fræðslu.
Próf. Schiötz i Oslo innleiddi hinn
svonefnda Oslomorgunverð, sem viður-
kenndur er í Noregi og víðar: mjólk, hart
brauð (úr heilhveiti), rúgbrauð, ostur,
appelsína, epli eða gulrót. Er nokkur
munur á þessu og: sætum kökum, hveiti-
brauði, sælgæti og gosdrykkjum? Ég
vona, að þessi samanburður valdi eigi
misskilningi. Hann er ekki gerður af
neinni hótfyndni, heldur til skilnings-
auka, því að þetta er áreiðanlega miklu
alvarlegra atriði en ýmsir gera sér ljóst.
Væri ekki athugunarvert fyrir foreldra,
hvort peli af mjólk, kjarnabrauð, sem
margir munu geta bakað sjálfir, —
smjör og ostur, er ekki ódýrara en sætu
Klæðið soninn
smekklegum föium
SPART A
Laugavegi 10. — Sími 3094.
Allt úr gleri.
Rúðugler
2,3,4,5 og 6 mm þykkt.
Gróðurhúsagler
Búðarrúður
Hamrað gler
Hrdgler
Vírgler
Skipsgluggagler
Opalgler
á borð og veggi, hvítt, svart, gult, grænt.
Öryggisgler í bílrúðu
Gler á búðarborð
Gler í húsgögn
Glerskothurðir
„Facet“ gler
Hurðagler
Spegilgler
Speglar
Glerslípun & Speglagerð h.f.