Foreldrablaðið - 01.02.1943, Blaðsíða 26
26
FORELDRABLAÐIÐ
flokkur hefur í ljósböðunum ca. 2(4 mánuður,
annanhvern dag.
Miðbæjarskólmn
Skólaárin 1941—’42 og 1942—’43.
Haustið 1941 tók skólinn til starfa laust eftir
miðjan október og var lokið 30. apríl 1942. Á
síðast liðnu hausti hófst skóli upp úr miðjum
september. Hefur því orðið bagaleg skerðing á
skólastarfinu vegna hernámsins. Hafa yngstu
börnin orðið þar verst úti. Og sökum þrengsla
hefur ekki verið hægt að bæta þeim þenna
missi.
Nemendafjöldi var síðast liðinn vetur rúml.
1540. Á þessum vetri sækja nokkru færri börn
skólann, eða kringum 1500. Stafar það sennilega
af því, að fleira fólk hefur flutzt úr þessu skóla-
hverfi í hin nýbyggðu hús í úthverfunum en
hingað hefur flutzt aftur.
Kennarar skólans eru 40 í föstum embættum.
Einn af hinum föstu kennurum hefur legið
rúmfastur á annað ár, annar hefur fengið leyfi
frá störfum um tveggja ára skeið (1941—43), en
í hans stað verið settur fastur kennari, og hinn
þriðji hefur fengið leyfi til eins árs. — Auk þess
starfa 8 stunda- og forfallakennarar við skól-
ann.
Fullnaðarpróf og árspróf fóru fram með
venjulegum hætti síðast liðið vor. Við fullnaðar-
prófið var bætt sérstöku prófi í íslenzkri mál-
fræði og sömuleiðis við próf 12 ára deildanna,
en það hafði ekki tíðkazt undanfarin ár. Fulln-
aðarpróf stóðust 235 börn, en 23 börnum var
veitt burtfararpróf. Að loknu fullnaðarprófi fóru
flestar deildir í skemmti- og kynningarferðir. —
Auk þess fór fram próf um miðjan vetur í höf-
uðnámsgreinunum (lestri, réttritun, reikningi og
skrift). Sams konar próf hefur þegar farið fram
á þessum vetri í 7—10 ára deildum.
Námi hefur verið hagað með svipuðum hætti
og áður. Þó hefur sú nýbreytni verið gerð á þess-
um vetri, að kennsla í einni 13 ára deild hefur
verið færð í það horf, að ætla má, að hún nægi
þeim börnum, er hana geta tileinkað sér, til þess
að standast inntökupróf framhaldsskólanna.
Reglur skólans.
Kröfur skólans um kurteisi, snyrtimennsku og
finODonðnr Pnrstninsion
gullsmiður,
Bankastrœti 12
ReyJcjavíJc
Sími 4007
Allskonar gull- og silfursmíði. —
Trúlofunarhringar ávallt fyrir-
liggjandi. — Vörur sendar út um
land gegn póstkröfu.
Gerið svo vel og
reynið viðskiptin.
VERZLUNIN
BRYNJA
Laugavegi 29. Sími 4160.
REYKJAVÍK.
•
SeJur allt til húsbygginga.
Selur öll áhöld til trésmíðis.
Selur allar málningarvörur.
Selur fjölbreyttast úrval af
veggfóðurefnum.
Höfum fyrirliggjandi og útveg-
um timbur, svo sem: Gaboon,
spón, krossvið og harðvið. Út-
vegum trésmíðavélar.
Vörur sendar gegn póstkröfu.