Foreldrablaðið - 01.02.1943, Blaðsíða 21

Foreldrablaðið - 01.02.1943, Blaðsíða 21
FORELDRABLAÐIÐ 21 snertir skólana i landinu. Síðan þyrfti að hafa námskeið með öjlum þeim mönnum, sem falið yrði að stjórna þessu mikla viðreisnarstarfi og kenna þeim gróðursetningu skógarplantna og sán- ingu trjáfræs. Það finnst nú ef til vill einhverjum einkennilegt, að ég skuli skrifa um skógrækt í blað, sem eingöngu fjallar um uppeldisvandamál, en þegar vel er að gáð, er það ekkert einkennilegt. Margir af okkkar mætustu skóla- mönnum hafa bent á það, að nauðsyn- legt væri að gera námið í skólunum meira verklegt, en tíðkazt hefur hér á landi til þessa og hafa réttilega bent á uppeldisgildi vinnunnar. Skógræktin gæti áreiðanlega orðið merkur þáttur í starfi skólanna, ef skyn- samlega væri á málinu haldið. Það hefur ýmislegt verið fundið að æsku þessa lands, en ég hygg, að engin kynslóð íslendinga hafi verið djarfhug- aðri og tápmeiri en sú, sem nú er í upp- vexti í landinu. Getum við gefið henni nokkurt betra veganesti út í lífið en stórt og göfugt verkefni, þar sem hún gæti lært að beita orku huga síns og handa. Við verðum að kenna ungu kynslóðinni að elska landið sitt. Við verðum að skilja, að íslenzka þjóðarsálin er bundin sterk- um böndum við landið. Það starf, sem unnið er til að fegra og prýða landið, mun einnig stuðla að menntun og þroska þjóðarinnar, sem byggir það. Þorv. Sigurðsson. Símar: 3616, 3428, 1952 Símnefni: Lýsissamlag Reykjavík Lýsissamlag íslenzkra botnvörpunga Stœrsta og fullkomnasta kald- hreinsunarstöð á íslandi. Lýsissamlagið selur lyfsölum, kaupmönnum og kaupfélögum fyrsta fl. kaldhreinsað meðalalýsi, sem er framleitt við hin allra beztu skilyrði. —

x

Foreldrablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Foreldrablaðið
https://timarit.is/publication/890

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.