Foreldrablaðið - 01.02.1943, Blaðsíða 39
I
FORELDRABLAÐIÐ
39
Þroskagildí leíkja.
„Það barn, sem ekki hefur sinnu á að
leika sér, er ekki heilbrigt".
(Ethel Mannin)
Leikþörfin er sterkur þáttur í lífi
barna.
Leikir barna hafa um langan aldur,
og þó einkum á síðustu árum, verið hug-
fólgið rannsóknarefni sálfræðinga.
Rannsóknir þessar hafa, að vonum fætt
af sér ýmsar tilgátur og kenningar um
tilgang leiksins, bæði sennilegar og lítt
sennilegar. Og er enginn kostur á að
rekja það nánar í þessari stuttu grein.
En hitt mundi þeim, sem skilja börn og
gefið hafa sér tíma til að athuga þau
að leikjum, ekki þykja allfjarri sanni,
að leikirnir eigi sér uppsprettu í eðli
barnsins, nánar tiltekið, einkum í eftir-
töldum, þremur, eðlisþáttum: Náms-
hvöt, sköpunarþörf, drottnunargirni.
Heilbrigt barn á erfitt með að vera
iðjulaust. Og venjulegast fullnægir það
athafnaþörf sinni í leik. Og þegar að er
hugasemdir frá lesendum berist blaðinu
í sambandi við uppeldismálasíðuna. Yrði
slíkt að sjálfsögðu vel þegið og tekið til
athugunar eftir ástæðum.
„Foreldrablaðið“ kemur út aðeins einu
sinni á ári. Verksvið þess hefur því ætíð
verið nokkuð takmarkað og höfum við
kennarar oft fundið nauðsyn þess að
ræða málefni alþýðufræðslunnar á víð-
ari grundvelli en unnt hefur verið í því.
Með þessari samvinnu við blöðin, sem
nefnd hefur verið opnast víðara starfs-
svið og nýir möguleikar. S. H.
gætt, kemur í ljós, að leikurinn hefur
ákveðinn tilgang, barninu að vísu óaf-
vitandi. Hann á að fullnægja líkamlegri
og andlegri vaxtarþörf. Hann er barninu
hentug leið til nýsköpunar og hagkvæm
hjálp til að breyta umhverfinu, eftir
duttlungum ímyndunarafls barnsins.
Og leikurinn verður barninu uppbótar-
möguleiki, vegna smæðar þess gagnvart
fullorðna fólkinu og kröfum þess, og
gagnvart hinu volduga umhverfi, sem
oft er barninu óskiljanlegt.
Hér skulu nefnd nokkur dæmi þessu
til sönnunar:
1. Börn iðka leiki til þess að þjálfa
líkama sinn. Ungbörn sprikla öllum
öngum og auka með því hreyfi-
tækni sína og samstilla vöðvana. Eldri
börn hoppa, hlaupa og kasta, og beita
ýmsum öðrum ráðum í sama tilgangi.
Þá grípa börn snemma til leiksins, í því
skyni að þjálfa málið. Þau babla með
vörunum, þau blaðra með tungubrodd-
inum, þau leikja sér með upptungunni og
búa þannig þrjá aðalmyndunarstaði
hljóða málsins undir væntanlegt, hnit-
miðað, nákvæmnisstarf. Og hljóðaleikir
þeirra mæða bæði á munni og nefi, því
að málið leggst um báðar þessar leiðir.
Leikir þessir kallast hreyfi- og þjálfun-
arleikir.
2. Snemma vaknar löngun hjá barninu
til að kynnast umhverfinu eftir beztu
föngum og rannsaka það. Og það velur
til þess leikhliðina. Smábarnið ber allt,
sem það getur, upp að vörunum, eða
stingur því upp í sig. Þetta eru fyrstu
rannsóknartæki þess. „Varirnar og tung-
an eru fyrstu fingur barnsins“, hefur