Foreldrablaðið - 01.02.1943, Blaðsíða 10

Foreldrablaðið - 01.02.1943, Blaðsíða 10
10 FORELDRABLAÐIÐ líka önnur öfl að verki, sem hvorki heimili né skóli nær til. Á ég þar eink- um við félagsskap hinna eftirlitslausu barna eða öllu heldur eftirlitslausan fé- lagsskap barna. Til hans er stofnað á götum úti. Það liggur í eðli og byggingu þessa bæjar, að börn hafa óheppileg skil- yrði til að iðka þá leiki og stunda þá starfsemi, sem þau hafa hug á. En ein- hvern veginn verða þau að svala at- hafnaþörf sinni. Þau verða alls staðar fyrir öðrum og þeim til ama, bílstjórum, kaupmönnum, húsfreyjum, lögregluþjón- um o. s. frv. Þetta fólk atyrðir þau og eyðileggur þá starfsemi og leiki, sem þau stunda. Það verður óvinir þeirra. Börnin byggja á hefndir, og þau reyna að leika á þetta fólk, og sá, sem djarfastur er og hugkvæmastur í þessum „refsiaðgerð- um“, hlýtur mesta virðingu, og önnur börn lúta vilja hans. Hér skapast sem sé siðferði, sem er á móti þjóðfélaginu. Með þessu hugarfari koma mörg börn í skólann. Og það siðferði, sem þau læra í þessum félagsskap, verður til þess að leiða mörg þeirra á glapstigu. Auðvitað er þeim börnum, sem verstar eiga heim- ilisástæður, langhættast, þeim er bein- línis hrundið út í þetta, því að þau eiga hvergi annars staðar höfði sínu að að halla. — Á móti þessu vegur að vísu leikvallastarfsemin og uppeldisheimili Sumargjafar, en sú starfsemi þyrfti að geta orðið miklu víðtækari. Hér hefir verið drepið á ýmislegt, er varðar uppeldismál þessa bæjar. Ég vænti þess, að allir viðurkenni, að okk- ur sé nokkur vandi á höndum, og að það þurfi að bregðast mannlega við þeim vanda. Ég hefi bent lauslega á nokkur atriði, sem ég tel eigi að stefna að svo Ekkert heímíli - hvorki börn né for- eldrar - getur verid án þess að lesa Alþýðublaðið sem: meiri hagnýtingu uppeldisfræði- legrar þekkingar, aukinni starfsemi skóla, auknu eftirliti og bættum skilyrð- um til útileikja barna og auknu starfi uppeldisheimila. Um þetta hefir verið rætt og ritað oftsinnis áður, en það er ekki úr vegi, að það sé rifjað upp. — Á eitt vil ég benda að lokum. Það er allt útlit á því, að sá undirbúningur, sem við fáum hinni ungu kynslóð, þurfi að endast henni til þess að lifa lífi sinu 1 miklu meiri samskiptum við umheim- inn en eldri kynslóðir þessa lands hafa þurft að gera. Það verður því mikið undir þessum undirbúningi komið, hvernig henni reiðir af 1 þessum samskiptum. Ármann Halldórsson.

x

Foreldrablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Foreldrablaðið
https://timarit.is/publication/890

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.