Foreldrablaðið - 01.02.1943, Blaðsíða 22

Foreldrablaðið - 01.02.1943, Blaðsíða 22
22 FORELDRABLAÐIÐ Hannaljs. Á mönnum eru þrenns konar lýs, höf- uðlýs, fatalýs og flatlús. Höfuðlúsin lifir í höfuðhárinu og er þeirra algengust. Fatalúsin er í nærfötunum, einkum næst hörundinu, en flatlúsin á hárum líkam- ans, öðrum en höfuðhárunum, og er hún sjaldgæfust. Fyrr á tímum héldu menn, að lýs kviknuðu af sjálfu sér og hollt væri að hafa þær á líkama sínum. Þetta hvort- tveggja er hinn mesti misskilningur, eins og flestir eru nú farnir að sjá. Lýs kvikna aldrei af sjálfu sér fremur en önnur dýr. Þær lýs, sem eru á manni, hljóta því að hafa borizt þangað af öðrum. Víða er hægt að fá á sig lýs. Mesta þrifnaðarfólk getur fengið þær á samkomum, með gestum, nýráðnum hjú- um o. fl. Lýs eru til hins mesta óþrifn- aðar og stórhættulegar heilsu manna á margan hátt. Þær bera hættulega sjúk- dóma mann frá manni. Útbrotatauga- veiki, skæðasta drepsótt í styrjöldum, berst eingöngu með lúsum. Ef hún berst þangað, sem mikið er fyrir af lús, er voði fyrir höndum, og mættu íslending- ar muna það. Lýsnar verpa eggjum. Þau eru grá eins og lýsnar sjálfar og nefnd nit. Höf- uðlúsin og flatlúsin límir nitina við hár- in, en fatalúsin við fötin. Nitin er svo fast límd, að erfitt er að ná henni nema að leysa límið upp. Hún finnst á hár- unum, ef strokið er eftir þeim með fingurgómunum. Lúsum á að útrýma jafnskjótt og þeirra verður vart. Drengi má klippa snöggt og hár telpna má oft skerða. Höfuðlús og flatlús er hægt að út- rýma með Quassia-spíritus. Hárið þarf Eínalaug Reykjavíkur Kemisk fatahreinsun og litun Laugavegi 32 B • Sími 1300 - Reykjavik Býður ekki viðskiptavinum sínum annað en fullkomna kemiska hreinsun, litun og pressun, með fullkomnustu og nýtízku vélum og efnum. Hjá okkur vinnur aðeins þaulvant starfsfólk, sem unnið hef- ir hver við sitt sérstarf í mörg ár. — Látið okkur hreinsa eða lita föt yðar, eða annað, sem þarf þeirrar meðhöndlunar við. 20 ára reynsla tryggir gæðin. Sent um land allt gegn póstkröfu: Sœkjum. Sendum.

x

Foreldrablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Foreldrablaðið
https://timarit.is/publication/890

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.