Foreldrablaðið - 01.02.1943, Blaðsíða 32
32
FORELDRABLAÐIÐ
Sælgætlskaup Nkólabarna.
í hverju stundahléi koma fleiri e5a
færri börn til hliSvarðar og biSja leyfis
til að fara út í búð. Hvert er erindið?
Að kaupa: sítrón, vínarbrauð og sælgæti.
Þau kaupa ýmist eitt af þessu, tvennt,
eða þrenninguna alla, allt eftir því, hve
vel þau eru auruð og löngunin sterk.
Þau fá sjaldan leyfi til þessara kaupa
og flest sætta sig við það og afla þess
heldur á leiðinni í skólann. En sælgætis-
löngun sumra er svo sterk, að þau neyta
allra ráða til að sleppa út af leikvellin-
um og upp í búð. Það er eðlilegt, mjög
eðlilegt, að börnin langi í sælgæti.
En það er eigi allt gull, sem glóir og
eigi allt hollt, sem vel bragðast. Sælgæt-
iskaup barna hafa að minnsta kosti
þrjár alvarlegar hliðar, sem hver um sig
er verð rækilegrar athugunar, þótt hér
sé eigi rúm til annars en rétt að vekja
athygli á þeim. Ein hlið þessa er heilsu-
fræðileg, önnur efnahagsleg, hin þriðja
siðferðileg.
Heilbrigð sál í hraustum líkama er betri
eign en gull og grænir skógar. En heilsu-
fræðingum ber saman um, að ein að-
al undirstaða góðrar heilsu sé holl fæða,
neytt í hófi og á réttan hátt, þ. e. tugg-
in sem allra bezt. Á engu aldursskeiði
mun þessa jafn brýn nauðsyn sem á
vaxtarskeiðinu. En því miður mun sæl-
gætið vera þroska barnsins neikvætt
fremur en jákvætt, — nema í hófi sé
neytt, munu sumir segja. En sá er gall-
inn, að barninu reynist erfitt að neyta
þess í hófi, hafi það á nokkru ráð. Það
vitum við öll.
Ég kenni í tveim bekkjum. Athugun,
sem ég hef gert í þeim, sýnir, að þeir
eyða um hálfu þriðja hundraði króna
hvor til sælgætiskaupa á mán. Ef gera
má ráð fyrir, að þessi börn séu 10 mán.
ársins hér i bænum, nema sælgætis-
kaup þeirra, með þessum meðaltölum
reiknað, — hvorki meira né minna en
5000,00 kr. — fimm þúsund kr. á ári.
Börnin undruðust þessa útkomu eigi síð-
ur en ég. Og þeim skildist áreiðanlega,
að nota má þessa upphæð á annan hátt
og heppilegri.
Hvort sem reikna má með þessu sem
meðaltali eða ekki, þá er víst, að það
leikur eigi á smáu hjá heildinni. Börn
og unglingar borgarinnar kaupa sælgæti
fyrir upphæðir, sem tugir eða hundruð-
fjölskyldna gætu lifað af. Það nemur eigi
miklu á hvern einstakling. En þetta eru
stórar upphæðir, þegar þess er gætt, að
þeim er eytt í neikvæða neyzluvöru.
Um hina siðferðilegu hlið þessa máls
þarf ekki að ræða. Allir vita, að við
rannsókn á þjófnaðarmálum barna og
unglinga hefur komið í ljós, að ósvöluð
sælgætislöngun hefur oft verið orsök af-
brotsins.
Ég hef oft furðað mig á, hve fá börn
hafa mjólk með sér í skólann, en kaupa
í hennar stað gosdrykki, sem þrátt fyr-
ir allt eru stórum dýrari en mjólkin og
standa henni án efa óralangt að baki,
hvað hollustu snertir.
Þá hefur mig furðað eigi síður á hinu,
að flest börn koma með sætar kökur og
hveitibrauð í skólann, að ógleymdum
vínarbrauðunum, sem börn eru sólgin í
og kaupa mikið. Skólakostur mikils
þorra barna er því sætar kökur, hveiti-
brauð, sælgæti og gosdrykkir. Ég hygg,