Foreldrablaðið - 01.02.1943, Blaðsíða 17
FORELDRABLAÐIÐ
17
höndum saman um það, að orð og gerðir
manna í þessu efni stangist ekki eftir-
leiðis jafn fast á og áður?
Enginn finnur meir til þess en kenn-
arar og foreldrar, hversu takmarkaður
árangur verður stundum af viðleitni
þeirra og starfi. Hindranir eru svo marg-
ar. Á sumu af því, sem að er, fá þeir
ekki ráðið bót, því að til þess þarf vilja
og orku alþjóðar. En mörgu geta þeir
áorkað, og eitt er nauðsynlegt: Miklu
meiri skilningur og samstarf milli heim-
ila og skóla. Ef andúð er milli þessara
stofnana og þær vanmeta hvor aðra, er
ógæfan vís. Þá höggur sá, er hlífa
skyldi. Þær verða að vera samhentar
um hið veglega starf og hinn æskileg-
asta árangur. Foreldrarnir verða að
skilja, að kennararnir eru samherjar
þeirra, en ekki andstæðingar, og kennar-
ar verða að reyna að setja sig í spor for-
eldranna og skilja þeirra sjónarmið. En
með engu móti verður þessu komið i
kring, nema með kynningu þessara að-
ilja. Þeir verða að kynnast, skiptast á
hugsunum, blanda geði saman og um-
fram allt að læra að treysta hvor öðrum.
Að sama skapi sem þeim tekst að meta
hvorn annan í starfi og verða samhentir,
vex starfsárangurinn og virðing alþjóð-
ar.
Með fullum skilningi á þessu hafa nú
kennarar í Reykjavík hafið útgáfu þessa
blaðs, og ættu foreldrar að virða þetta
vel og sýna í móti fulla viðleitni til ein-
huga samstarfs. —
Á örlagaríkum tímum geta vandamál,
sem varða líf, afkomu og öryggi alþjóð-
ar, skyndilega risið upp og vaxið öllum
öðrum málum yfir höfuð. En alla jafna
og þegar til lengdar lætur, verða upp-
eldis- og fræðslumál þjóðarinnar mikil-
Það er nú \einhvernveginn
svo, að mér finnst ég ávallt
fá bezt spil,þegar eg spila á
y
IsleseyJiii spflin.
En líklega er það nú bara
af því, hve falleg þau eru.
Fást í næstn biíð.
Framleiðum alls konar
sieinsieypuvövur
H, f. Pípuverksmiðjan
Reykjavík
Símar 2551 - 2751 - 2851