Foreldrablaðið - 01.02.1943, Blaðsíða 36
36
FORELDRABLAÐIÐ
' Hvort sem um mannflutu- inga eða vöruflutninga er að rceða, ættuð þér ávallt fyrst að tala við oss eða umboðsmenn vora, sem eru á öllum höfnum landsins.
r Islendingar ? •
Látíð jafnan yðar eigin skip annast ALLA FLUTN- INGA YÐAR meðfram ströndum lands vors.
Ikipaiitgcrð ríkðsíiiN.
ast við fortölur, getur skólastjóri vísað
því burt úr skólanum um stundarsakir,
þó eigi lengur en um tvær vikur. Nú telur
skólastjóri nauðsynlegt að vísa barni
burt úr skóla fyrir fullt og allt, sakir sið-
leysis eða einstakrar óhlýðni. Leggur
skólastjóri þá málið fyrir skólanefnd, og
getur hún þá ákveðið brottvikninguna
í samráði við hann. Ákvörðunina skal
þegar tilkynnt barnaverndarnefnd. sem
ber að sjá um, að barninu verði komið
fyrir á góðu heimili í sveit eða sérstöku
hæli, ef þess er kostur. Geti framfær-
andi barnsins fyrir fátæktar sakir ekki
staðizt þann kostnað, sem af þessu leiðir,
skal hann að einhverju eða öllu leyti
greiddur úr bæjarsjóði, sem önnur út-
gjöld vegna fátækraframfærslu eða
barnafræðslu, nema öðruvísi verði
ákveðið með sérstökum lögum um með-
ferð vandræðabarna. Bamið er fræðslu-
skylt og prófskylt eftir sem áður.
14. gr.
Öll börn, sem verða fullra 8 ára á
árinu, eru prófskyld á hverju vori, þar til
þau lúka fullnaðarprófi. Undanþágur
frá prófskyldu má engar veita, nema
þegar sjúkdómur, sannaður með lækn-
isvottorði, eða aðrar knýjandi ástæður
eru fyrir hendi.
15. gr.
Að jafnaði skulu börn ljúka fullnaðar-
prófi á því ári, er þau verða fullra 14
ára. Skólanefnd er þó heimilt í samráði
við skólastjóra að veita yngri börnum
fullnaðarprófsleyfi (sbr. prófreglugerð),
þegar tryggt er, að þau njóti framhalds-
fræðslu til 14 ára aldurs.