Foreldrablaðið - 01.02.1943, Page 38

Foreldrablaðið - 01.02.1943, Page 38
38 FORELDRABLAÐIÐ Daghlöðiii «« alþýðnfræð§lan. Nokkur undanfarin ár hefur „Stéttar- félag barnakennara í Reykjavík" gefið út „Foreldrablaðið“. Hefur það jafnan komið út einu sinni á ári, rétt fyrir jólin, og verið sent á hvert heimili í bænum, sem á barn í skóla. Efni þess hefur verið að ræða ýmis vandamál uppeldisins við foreldra og aðra aðstandendur barn- anna, viðhorf skólanna, samvinnu heim- ila og skóla og fleira í því sambandi. Nú hefur félagið leitað samvinnu við öll stærri blöðin hér í bænum um að koma á framfæri og birta við og við greinar um sama efni. Var þeirri mála- leitun alls staðar mjög vel tekið. Þess má því vænta, að framvegis birt- ist í blöðunum greinar um uppeldis- og skólamál og skyld efni. Tilhögun þess- ara greinaflokka er áformuð þannig, að í hverju blaði verði ákveðið rúm fyrir þá, svo eða svo stórt eftir ástæðum, komi þeir reglulega á ákveðnum tíma og beri sömu eða svipaða yfirskrift í öllum blöð- unum. Einn maður, sem félag kennara leggur til mun sjá um efni þessara greina fyrir hvert blað og verður hann ábyrgur fyrir efni þeirra, bæði gagnvart blaðinu og félagsskap þeim, sem tilnefn- ir hann. Blaðið birtir ekkert undir yfir- skrift þessara greinaflokka gegn vilja hans, þó að það sé auðvitað, að öðru leyti óbundið til að ræða uppeldis- og kennslumál eins Og því sýnist. Gert er ráð fyrir, að greinar, fyrirspurnir og at- Bczta oigiiin. Sjóvátnjqqi aqfslandsr sem þér getið átt og bezta gjöfin sem þér getið gefið, er líftryggingarskírteini frá oss.

x

Foreldrablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Foreldrablaðið
https://timarit.is/publication/890

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.