Foreldrablaðið - 01.02.1943, Blaðsíða 28
28
FORELDRABLAÐIÐ
alls 574 börn. Er þaS um hundrað börnum fleira
en mest var í skólanum s. 1. vetur.
Kennarar.
Fastir kennarar skólans eru nú 10, auk skóla-
stjóra og forstöðukonu heimavistar, en 6 stunda-
kennarar starfa þar að auki við skólann í vetur.
Húsnæffi skólans
er nú af svo skornum skammti, að engin
tök eru á því að kenna aukanámsgreinir nema
að litlu leyti. Húsrúmið er það sama og verið
hefur undanfarið, nema að s.l. vor fékk skólinn
til afnota tvær timburstofur, sem reistar voru
á lóð skólans í fyrra vetur. Stofur þessar eru
bjartar og rúmgóðar. Þær eru síðar ætlaðar
handavinnustofur skólans. Vonandi rætist nú
bráðlega úr um húsnæði skólans, því að nú er
vel á veg kominn undirbúningur að viðbyggingu
við skólann. Greftri er senn lokið, svo að steypu-
vinna ætti að geta hafizt innan skamms.
Heimavist skólans
starfar eins og að undanförnu. 12—14 böm eru
í senn í heimavistinni. Börn þessi eru hér og þar
úr Reykjavík, úr umdæmum allra barnaskóla
bæjarins. í vistina eru valin böm, sem undan-
farið hafa ekki getað stundað nám vegna heilsu-
veilu. Þó er það skilyrði fyrir vistinni, að barnið
sé ekki haldið neinni þeirri heilsuveilu, sem
smitun geti af stafað.
Námiff.
Kennslan fer fram með líkum hætti og und-
anfarin ár. Þó hefur heildarstarfið að nokkru
leyti þokazt í nýja stefnu. Höfuðáherzlan er nú,
enn meira en áður, lögð á undirstöðunámið í
lestri, stíl, skrift og reikningi og þar að auki, í
efri deildum, í ritleikni og málfræði. í mörg-
um bekkjum skólans hefur þó verið lögð
alveg sérstök áherzla á tilhögun reikningskennsl-
unnar og bætt starfsskilyrði við reikningsnám-
ið. Hefur stjórn skólans látið útbúa sérstök
aukaverkefni í þessu skyni, sem að mestu eru
sniðin eftir starfsreglum Winnetka skólans.
Vinnubókagerð er nú fáskrúðugri en verið hef-
ur, og er ástæða þess að nokkru leyti sú, að erf-
itt hefur verið að fá góðan og hentugan vinnu-
bókapappír í seinni tíð. En höfuðástæðan hefur
verið, hversu húsnæði skólans er þröngt, svo að
Þaff er STAÐREYND að
íslenzkur ullarfatnaður
hentar bezt í íslenzkri
veðráttu.
TTllarverksmiðjan
Framtíðin
Frakkastíg 8. — Sími
3061 — Reykjavík
Nýjar gerðir af
GOLFTREYJUM
og heilum
KVENPEYSUM
fáum við nú daglega.
Ennfremur
sérlega fallegt úrval af
BARNAFÖTUM.
Allt unnið úr
1. flokks ensku ullargarni.
Hlín
Laugav. 10