Unga Ísland - 01.11.1955, Blaðsíða 32

Unga Ísland - 01.11.1955, Blaðsíða 32
Heilagur Hirónimus, asninn og ljónið. Fjölmargar eru þær sögur, sem segja mætti af heilögum Hírónömusi og öllum hans velgjörðum, en það yrði langt mál að rekja þær allar. En hér er ein frásögn, sem gengið hefur mann frá manni og forðast frá gleymsku. Hún segir frá einu af mörgum kraftaverkum þessa heilaga manns, sem kaus að þjóna guði sínum með því að stofna klaustur í sjálfri fæðingarborg Frelsarans, Betlehem, og lifa þar guðrækilegu lífi með sínum klausturbræðrum við sjálfsafneitun og fróma iðju. Dag einn, er leið að náttmálum og heil- agur Hírónýmus sat í hópi munka sinna og hlýddi á lestur heilags guðsorðs, svo sem munka er vandi, birtist skyndilega heljar- stórt ljón í klausturgarðinum. Það hélt ein- um fætinum á lofti og haltraði áfram á hin- um þremur. Flestir bræðra urðu felmtri slegnir og lögðu á flótta, enda mannlegt hold harla veikt, þótt andinn kunni að vera reiðubúinn. En blessaður Hírónýmus gekk á móti ljóninu, eins og góður gestgjafi, er fagnar þráðum gesti. Þegar dýrlingurinn átti skammt ófarið til ljónsins, rétti það fram særða fótinn, án þess að mæla orð, enda er það ekki vandi ljóna, að tala mikið, svo að menn skilji. Heilagur Hírónýmus kallaði bræðurna til sín og bað þá lauga hina særðu loppu, til þess að sjá mætti, hvað ylli helti ljónsins. Við athugun varð það ljóst, að þyrnar höfðu stungizt gegnum loppuna. Fékk nú ljónið heita bakstra og græðismyrsl á loppu sína, og fyrir góða umönnun klausturbúa, var það brátt algróið sára sinna. Aldrei gætti neinnar grimmdar hjá ljón- inu og nú tók það að ganga um klaustrið eins og tamið húsdýr. Þegar heilagur Hírónýmus sá, að það hafði engan hug á því, að hverfa á brott, mælti hann til bræðranna á þessa lund: „Hugleiðið þetta, bræður mínir: Hvað get- um við fundið hæfilegt handa Ijóninu að starfa hér á meðal vor, svo að það megi þar við una og verða oss að einhverju liði? Því það er trúa mín, að það hafi verið sent vor á meðal fyrir handleiðslu Drottins, fremur til þess að verða oss til einhvers góðs, en til hins eins, að fá lækningu fótameins síns. Enda hefði Herrann sjálfur getað grætt það meina sinna, án vorrar tilstuðlunar, en á hinn bóginn lítur hann ætíð af sinni náð eftir öllum þörfum vorum.“ Þessu svöruðu bræðurnir einum rómi: Eins og þú veizt, faðir, þarf einhver að gæta asnans, sem við reiðum eldiviðinn á, þegar hann er á beit, enda ætíð sú hætta á ferðum, að eitthvert villidýrið verði honum að bana. Þess vegna leggjum við það til málanna, ef þér skyldi einnig svo sýnast, að ljónið sé látið gæta asnans, fylgja hon- um í haga, sitja yfir honum og koma með hann heim.“ Og þannig var frá því máli gengið. Asn- inn var falinn umsjá ljónsins, sem hirðis og verndara. Saman lögðu þeir leið sína í bithagann og hvar, sem asninn fór var verndari hans á næstu grösum og reyndist dyggur hirðir. Á vissum tímum kom ljónið heim í klaustrið með skjólstæðing sinn, bæði til þess að fá sér sína næringu og til þess að asninn mætti sinna sínum eigin skyldustörfum. 30 UNGA ISLAND
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Unga Ísland

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Unga Ísland
https://timarit.is/publication/894

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.