Unga Ísland - 01.11.1955, Blaðsíða 24

Unga Ísland - 01.11.1955, Blaðsíða 24
kominn af hungri — fóru drengimir öðru sinni inn í skipstjóraklefann og hófu þar skipulagða leit að upplýsingum um afdrif föður hans Billa. Þeir rannsökuðu hið sérkennilega landa- bréf betur, og sáu nú, að efst á því stóð nafnið, Tunglskinseyjan. Landabréfið sýndi eyju, sem var í laginu eins of hálfmáni. I mánaboganum stóð nafnið, hálfmána- flói. Uppi á landi voru sýnd tvö fjöll, og þar gat einnig að líta einhverja krossa, sem eflaust höfðu ákveðna merkingu. Á einum stað stóð skrifað, höll rajans. En þama vantaði eina skýringu á. Það stóð hvergi skrifað hvar þessi eyja væri. Enda hristi Billi líka höfuðið og hafði orð á því, að hana yrði víst erfitt að finna. „Til hvers ættum við líka að finna hana?“ spurði Jói. Til þess að finna hann pabba," svaraði Billi. „Mig grunar að ég gæti fundið hann, ef ég fyndi þessa Tunglskinseyju." Hann leit í kringum sig í klefanum og skyndilega kom hann auga á eitthvað, sem líktist samanvöðluðu umslagi. Þetta lá nærri hulið á bak við annað rekkjutjaldið. Hann greip þetta umslag í skyndi, slétt- aði úr því, og kom þá í ljós, að eitthvað var skrifað aftan á það. „Kæri Billi,“ var það fyrsta, sem Billi las. „Er þetta til þín?“ spurði Jói áfjáður, og félagi hans kinkaði kolli. „Það leynir sér ekki að pabbi hefur skrif- að þetta. Ég þekki rithöndina. Hvað skyldi hafa komið fyrir?“ „Lestu áfram,“ sagði Jói, og Billi tók að lesa upphátt: „Nú get ég loksins fært þér góðar fréttir, og ég er viss um að þú verður glaður og ánægður, ekki sízt þegar þú kemur til Tunglskinseyjarinnar. Þá mun öllum okkar áhyggjum lokið — — “ „Nú og hvað stendur þar svo meira?“ hváði Jói, er Billi hætti að lesa. „Þetta er ekki lengra," sagði Billi, hryggur í bragði. „Hann hefur orðið fyrir einhverju ónæði, er hér var komið, — og sjáðu dagsetninguna — hann hefur skrifað þetta fyrir tveim mánuðum.“ Drengirnir ræddu nú um það hvemig á þessu gæti staðið, en fundu þar enga lausn. Að lokum gáfust þeir upp á þessum bolla- leggingum. Billi braut bréfið og landakortið saman og stakk þeim á sig. Síðan læstu þeir klefanum og voru nú staðráðnir í að finna Tunglskinseyjuna, enda töldu þeir nú víst, að þar myndi helzt upplýsinga að leita um afdrif Nortons skipstjóra. „Nú getur okkur komið það að haldi, að pabbi kenndi mér að ákveða stöðu skipa og stefnu. Kannske finn ég sjókort og tæki til þess arna og hver veit nema við finnum kort, sem sýnir hvar Tunglskinseyjan er, svo að við getum siglt þangað. Lóbó heyrði þessi síðustu orð þeirra og það var eins og honum hnykkti við, er hann heyrði minnzt á Tunglskinseyjuna, enda lagði hann nú hlustirnar við og var engu líkara en að hann skildi nú meira af máli þeirra en hann hafði viljað vera láta. Jói tók eftir þessum áhuga Malæjans og dró Billa afsíðnis og hvsílaði að honum: „Mér geðjast ekki að þessum náunga! Við skulum gæta okkar, Billi. Mig grunar að hann lumi á einhverri vitneskju, sem hann vill leyna okkur!“ í kortaklefanum fundu drengirnir allt sem Billi þarfnaðist til skipstjómarinnar. Á einu kortinu var sýndur eyjaklasi nokkur. Billa taldist svo til að eyjar þessar myndu í um það bil 50 sjómílna fjarlægð í suður- átt frá skipinu. Ekki var það ósennilegt að þar væri Tungslkinseyjarinnar að leita. Hann setti því stefnu þangað og skyldu Þeir nú skiptast á um að stýra skipinu, en tveir haga seglum, matbúa eða hvílast. Ef þetta góðviðri héldist, mátti vona að þeir kæmu til eyja þessara að tveim dögum liðnum. En nú varð svolítið óvænt þeim til tafar. Það kom sem sé upp úr kafinu, að Lóbó vék 22 UNGA ÍSLAND
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Unga Ísland

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Unga Ísland
https://timarit.is/publication/894

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.