Unga Ísland - 01.11.1955, Page 39
Þá nótt alla dreymdi hann eintómar flug-
vélar, alla vega lagaðar og alla vega litar.
Þær léku ótrúlegustu listir og lentu og hófu
sig til flugs af svo undraverðri leikni, að
mönnum datt ekki annað í hug, en að í þeim
hlytu að sitja ofboðssmáir flugmenn, er
stýrðu þeim. Einu sinni næturinnar hrökk
hann upp með andfælum. Þá dreymdi hann
það, að Frank hefði unnið fyrstu verðlaunin
og hlegið eins og tröll. Það leið drjúglöng
stund, áður en honum rénaði hjartsláttur-
inn, sem þetta fékk honum, og hann blund-
aði aftur.
Er hann vaknaði um morguninn, var
komið glaða sólskin og sá hvergi skýskaf á
himni. Hann var alveg eirðarlaus allan
morguninn, og er hann var loks kallaður í
hádegisverðinn, gleypti hann matinn í sig
eins og hamhleypa og þaut síðan ofan í
kjallara til þess að sækja XA—1.
Er Billi kom á leikvanginn, þar sem flug-
sýningin skyldi haldin, sá hann, að þar var
fjöldi manns saman kominn. Þar hafði ver-
ið komið fyrir borðum, handa hverjum
dreng, til þess að sýna flugvél sína-á. Við
lengsta borðið kom Billi auga á hann Georg
Marks, sem var formaður skráningamefnd-
arinnar. Er Billi nálgaðist hann, lauk hann
tali sínu við þrjá menn, sem hjá honum
stóðu og vék sér að Billa.
„Ég skal sýna þér, hvar þér er ætlaður
staður fyrir flugvélina þína,“ sagði hann.
„Þakka þér fyrir það,“ sagði Billi. Að því
mæltu fylgdi Georg honum að borði einu.
Þar var spjald reist og stóð á því: „XA—1,
smíðuð af Billa Stevens."
„Settu flugmódelið þitt héma,“ sagði
Georg og brosti. „Það verður tekið að dæma
eftir andartak."
„Þakka þér fyrir,“ sagði Billi. Hann hag-
ræddi vélinni sinni þarna og brátt tók hjart-
að að berjast í brjósti hans, er hópur af
drengjum þyrptist umhverfis hann.
„Ósköp er þetta einkennileg flugvél,"
heyrði hann einn drenginn segja.
„Já, það má nú segja,“ sagði annar. „Sjá-
ið þið bara stélið.“
„Sjáið þið, hvað vængimir eru frammjó-
ir,“ sagði sá þriðji.
„Getur hún annars flogið?“ hváði rauð-
hærður drengur, sem Billi kannaðist ekki
við.
„Já, hún getur flogið," svaraði Billi og
hafði ekki fleiri orð um það. Síðan vék hann
sér spölkorn frá hópnum. Hann fann til óró-
leikafiðrings fyrir bringspölunum. Það virt-
ust allir gera gys að XA—1, en honum var
það Ijóst að við því yrði ekkert gert. Flug-
módelið var komið í keppnina og blasti við
allra augum.
Er Georg hafði kynnt áhorfendum dóm-
arana, klappaði allur mannfjöldinn í heið-
ursskyni við þá og síðan tóku þeir að ganga
á milli borðanna.
Er dómaramir komu að XA—1, stöldr-
uðu þeir ekki vitund við. Einn þeirra
lét þó svo lítið, að líta rétt aðeins um öxl
og brá þá snöggvast fyrir brosi á andliti
hans. Billi var nú hreint með hjartað í háls-
inum og honum var erfitt um andardrátt.
Er hann sá að Frank voru veitt fyrstu verð-
laun fyrir bezt handbragð, skaut draumi
næturinnar upp í huga hans.
Er flugkeppnin hófst, var Billi orðinn
svo hugsjúkur, að hann gaf því naumast
nokkurn gaum, sem fram fór, en fagnaðar-
hróp mannfjöldans snertu eins og kviku
innra með honum. Allt í einu heyrði hann
einhvem hrópa: „Billi Stevens! Röðin er
komin að þér.“ Framhald á bls. 64.
UNGA ÍSLAND
37