Unga Ísland - 01.11.1955, Side 48

Unga Ísland - 01.11.1955, Side 48
Dægradvöl. Hr. X er heimsfrægur töframaður. Einu sinni sem oftar sauð hann jólagrautinh sinn á jóladaginn. En þegar hann brá töfra- stafnum sínum á loft til að flýta fyrir suð- unni, komu nokkrir bókstafir svífandi upp með gufunni. „Og nú átt þú að lesa úr stöf- unum,“ segir hr. X. Getur þú búið til hjarta? „Já, auðvitað," segið þið. Jæja, reynið þá að útbúa hjarta úr ferhyrndu pappa- spjaldi og öðru, sem er hringlaga, sjá myndr ina. Athugið, að þvermál hrings og fern- ings er hið sama. Að sjálfsögðu má nota skæri; en þrátt fyrir það getur verið að einhver gefist upp. — Ágæt dægradvöl fyrir gesti um hátíðina, þá eru allir í svó hjartanlegu skapi! Hvað er telpan eiginlega að gera? Ja, hún er að reyna að skrifa nafnið sitt á ennið. Þegar kunningjar þínir koma til þín um jólin, skaltu biðja þá að reyna. Blaði er haldið við ennið og skrifað á það. Þetta er dálítið óvenjulegt skrifborð og það er líka óvenju erfitt að skrifa nafnið sitt á þenn- an hátt. Það þýðir að minnsta kosti ekki að segja: „Skrifið nú skýrt og greinilega!" AUGAÐ BLEKKIR Afhugaðu hvort allar línurnar A, B, C óg D eru beinar. í fljótu bragði virðist eitthvað athuga- vert við línuna B og C, en ef þú horfir langs eftir öllum feitu línunum, muntu komast að raun um, að þær eru allar beinar. SKRÝTLA. „Bréfið, sem þér senduð mig með heim til pabba — ég týndi því í slagsmálum við strák, sem sagði að þér væruð ekki falleg- asta kennslukonan í skólanum." 46 UNGA ÍSLAND

x

Unga Ísland

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Unga Ísland
https://timarit.is/publication/894

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.