Unga Ísland - 01.11.1955, Blaðsíða 25

Unga Ísland - 01.11.1955, Blaðsíða 25
ætíð út aí réttri stefnu, er hann stóð við stýrið, enda varð þeim brátt ljóst, að hann myndi gera þetta af ásettu ráði. „Ég er handviss um, að hann er að reyna að stefna skipinu að einhverju öðru takmarki, ef til vill að annarri eyju, þar sem hann kann að eiga vini,“ sagði Billi. „Það er eitthvað lymskuleyt við hann, en við verðum að láta okkur það lynda, enda getum við ekki losað okkur við hann, fyrr en við náum landi," svaraði Jói. Á meðan þeir töluðu um þetta, stóð Billi við stýrið, en Jói sat á þilfarinu með landa- bréfið af „Tunglskinseyjunni fyrir framan sig. I þeirri andránni sáu þeir land fram- undan. „Skyldi þetta geta verið Tunglskinseyj- an?“ sagði Billi, og Jói var engu síður gagntekinn þeirri hugsun, að svo gæti ver- ið. Þeir slitu því hvorugur augun af land- inu framundan og tóku því ekki eftir því, að Lóbó laumaðist upp brúarstigann með kylfu í hendinni. Andlit Malæjans var þrungið af illsku. Ætlun hans eflaust sú, að ganga af Jóa dauðum, enda myndi hann þá hafa allt ráð Billa í hendi sér, og geta látið hann stefna skipinu hvert sem væri. LÓBÓ FLÝR. Drengimir höfðu ekki augun af strönd- inni, sem reis hærra og hærra upp úr móðu fjarlægðarinnar, og höfðu ekki hugboð um að Malæinn nálgaðist þá með morð í huga. En þá skeði óvænt atvik, sem mörgu breytti. Skipið straukst snögglega með urghljóði við sker, sem var í kafi, og við þann hnykk, sem á skipið kom við þetta, varð Lóbó fótaskortur og féll hann niður stigann, en Jói hafði þá séð hvað hann ætlaði sér. „Óþokkinn sá arna!“ sagði Jói. „Við björguðum lífi hans og nú ætlar hann að launa það með því að myrða okkur.“ Billi, sem var önnum kafinn við stýrið til þess að forða frekari árekstrum, hafði ekki tekið eftir aðförum Lóbó. Jói sagðið honum frá því, sem hann hafði séð og kom drengjunum nú saman um, að hafa nákvæmar gætur á Lóbó, en þeir sáu þrjótinn hverfa inn í eldhúsið. . Drengimir vonuðu í fyrstu, að skipið hefði lítið laskast við áreksturinn, en brátt varð þeim Ijóst, að sjórinn fossaði inn í „Sjöstjörnuna“ og að hún myndi brátt sökkva. Áður langt um leið blasti við þeim annað ólánið enn. Á meðan þeir voru að gæta að skipslekanum, hafði Lóbó notað tækifærið og laumast á brott í eina léttabtánum, sem hafði verið bundinn í skut skipsins. Nú var tekið að kvölda og þeim var það ljóst, að þeir myndu ekki geta hafst við á skipinu um nóttina. Þeir fóru því að bjástra við að koma lestarhleranum á flot og höfðu þá orð á því, á meðan þeir fluttu ýmsar nauðsynjar út á hann, að þeir hefðu nú, sem betur færi, nokkra æfingu í því að ferðast á fleka. Á meðan veðrið héldist svona gott myndi heldur engin hætta á ferðum. Þeir lögðu þvi hinir vonbeztu frá hinu sökkvandi skipi, og er þeir áttu skammt eftir ófarið að strönd- inni, sem þeir höfðu séð þá um daginn, sáu þeir „Sjöstjörnuna“ hverfa í djúpið. Það var glampandi tunglsljós, er floti þeirra tók niðri á ströndinni. Þeir voru þreyttir og syfjaðir og lögðu sig strax til svefns í fjörusandinum. Morgunsólin vakti þá með heitum geisl- ' um sínum og jafnskjótt sáu þeir hávaxinn mann í hvítum klæðum ganga í áttina til þeirra. „Er þetta hann pabbi þinn?“ spurði Jói og var mikið niðri fyrir. „Nei, því er nú rniður," svaraði Billi. — „En við megum víst hrósa happi að hitta hvítan mann. — Við hefðum eins vel getað lent á eyju með eintómum villimönnum.“ Þeir stóðu á fætur og gengu til móts við þenna ókunna mann og heilsuðu honum. Hann var hinn alúðlegasti og spurði um ferðir þeirra, en þeir sögðu honum frá skipsskaða sínum. Framhald á bls. 48. UNGA ÍSLAND 23
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Unga Ísland

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Unga Ísland
https://timarit.is/publication/894

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.