Unga Ísland - 01.11.1955, Page 35

Unga Ísland - 01.11.1955, Page 35
vér, sem eigum að ástunda umburðarlyndi með vorum meðbræðrum og freista að bæta úr þörfum þeirra með eigin fórnum, hvernig mættum vér misnota veglyndi ykk- ar svo mjög og svipta ykkur eignum ykkar, er vér þörfnumst þeirra ekki.“ Því svöruðu þeir þannig: „Fyrr en þér bjóðið svo að ósk okkar verði uppfyllt, munum vér hvorki neyta matar né drykkj- ar né heldur þiggja nokkuð það annað, er þér kynnuð okkur að bjóða. Hitt ítrekum við, að þér þiggið helming þeirra olíu, sem úlfaldar okkar hafa hingað borið og því til áherzlu skuldbindum við okkur sjálfa og erfingja okkar til þess að gefa yður og eftir- komendum yðar hér, á hverju ári þá mál- einingu af olíu, sem kölluð er hin.“ Tilneyddur af eldheitum bænum þeirra, sá heilagur Hírónýmus sér enga leið aðra, en láta undan þeim og þiggja þessa gjöf þeirra. Að því búnu þáðu gestirnir góð- gerðir klausturbræðra, meðtóku að lokum úlfalda sína og guðsblessun af hendi hins heilaga föður og héldu síðan hreyfir og glaðir heim til sín. Þetta skeði í Betlehem endur fyrir löngu, en enn þann dag í dag gengur þessi saga þar mann frá manni. Margir eru þeir hlutir í eldhúsinu, sem mamma telur ómissandi. Og hér er eigu- legur hlutur, sem áreiðanlega verður kær- komin jólagjöf. Þetta er eggjabakki, sem er 19 sm. í þvermál og sagaður úr krossviði. Bakkinn rúmar 7 egg og götin fyrir þau eru 31/2 sm. í þvermál. Eitt gatið er í miðju. Skiptið svo stóra hringnum í sex hluta, (með málinu 9y2 sm.), gerið strik á milli merkja, eins og myndin sýnir, og teiknið götin iy2 sm. frá yztu hringbrún. Tvo lista þarf undir bakkann, 17 sm. langa og 2—3 sm. breiða. Þið vandið ykkur auðvitað eins vel og þið getið svo að gripurinn verði ykkur til sóma. Slípið götin og alla fleti með sand- pappír og berið lakk á bakkann eða málið hann, og verið vissir um að mamma lætur hann standa þar sem kunningjakonumar geta dáðst að honum. UNGA ÍSLAND 33

x

Unga Ísland

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Unga Ísland
https://timarit.is/publication/894

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.