Unga Ísland - 01.11.1955, Blaðsíða 27

Unga Ísland - 01.11.1955, Blaðsíða 27
Veggskápur og skrifbord Víða hagar þannig til að húsnæði þarf að nýta sem bezt. Og allir munu á einu máli um, að skrif- borð í einhverri mynd sé nauðsynlegur hlut- ur í herbergi drengjanna og einnig telpn- anna. Veggskápurinn hérna á myndinni er góð lausn í þessu vandamáli. Víðast hvar er hægt að koma skáp fyrir á veggi, en hurðin fyrir þessum skáp er prýðilegt skrifborð, þegar hún er lögð nið- ur. Að sjálfsögðu er réttast að hver og einn ákveði stærð skápsins, en teikningin af hon- um er svo greinileg, að lagtækir ungling- ar ættu að geta smíðað hann með sæmi- legum árangri. 1. mynd er skurðarmynd af skápnum. A er hurðin, lögð niður. B er listi, sem negldur er við bak skápsins, undir neðstu hilluna (D) og styður við hurðina, þegar hún liggur niðri. Hurðin leikur um ás eða gildar skrúfur, sem ganga í gegn um hlið- arborðin og inn í kantana á hurðinni. E er framhlið á tveimur hólfum, sem hallar lítið eitt fram að ofan; sjá nánar 2. mynd af skápnum, en þar sézt inn í hann að framan. I framhlið hólfanna E má nota krossvið. Á 2. mynd sjáið þið, að á milli neðstu hill- unnar D og hólfanna E, eru tvær milligerð- ir eða skilrúm, er mynda þrjú hólf, sem öll eru opin fram úr. Skilrúmin eru negld á sinn stað áður en hillurnar eru settar í skápinn; en undir hilluendunum eru listar, sem skrúfaðir eru innan á hliðamar. At- hugið, að neðan við neðri hilluna D er skápurinn opinn. Hurðin notar það rúm, þegar hún er lögð niður. Á 3. mynd situr drengur við skrifborð sitt og skrifar sendibréf. Á 4. mynd er skápurinn á veggnum lok- aður með krók og lykkju, sjá C. Þeir mörgu drengir og unglingar, sem beðið hafa um „almennilegt smíðaverk- efni“, fá nú, vonandi, ósk sína uppfyllta. En þá mega þeir ekki kasta til höndunum við verkið, heldur minnast þess, að „verkið lofar meistarann". UNGA ÍSLAND 25
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Unga Ísland

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Unga Ísland
https://timarit.is/publication/894

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.