Unga Ísland - 01.11.1955, Side 27

Unga Ísland - 01.11.1955, Side 27
Veggskápur og skrifbord Víða hagar þannig til að húsnæði þarf að nýta sem bezt. Og allir munu á einu máli um, að skrif- borð í einhverri mynd sé nauðsynlegur hlut- ur í herbergi drengjanna og einnig telpn- anna. Veggskápurinn hérna á myndinni er góð lausn í þessu vandamáli. Víðast hvar er hægt að koma skáp fyrir á veggi, en hurðin fyrir þessum skáp er prýðilegt skrifborð, þegar hún er lögð nið- ur. Að sjálfsögðu er réttast að hver og einn ákveði stærð skápsins, en teikningin af hon- um er svo greinileg, að lagtækir ungling- ar ættu að geta smíðað hann með sæmi- legum árangri. 1. mynd er skurðarmynd af skápnum. A er hurðin, lögð niður. B er listi, sem negldur er við bak skápsins, undir neðstu hilluna (D) og styður við hurðina, þegar hún liggur niðri. Hurðin leikur um ás eða gildar skrúfur, sem ganga í gegn um hlið- arborðin og inn í kantana á hurðinni. E er framhlið á tveimur hólfum, sem hallar lítið eitt fram að ofan; sjá nánar 2. mynd af skápnum, en þar sézt inn í hann að framan. I framhlið hólfanna E má nota krossvið. Á 2. mynd sjáið þið, að á milli neðstu hill- unnar D og hólfanna E, eru tvær milligerð- ir eða skilrúm, er mynda þrjú hólf, sem öll eru opin fram úr. Skilrúmin eru negld á sinn stað áður en hillurnar eru settar í skápinn; en undir hilluendunum eru listar, sem skrúfaðir eru innan á hliðamar. At- hugið, að neðan við neðri hilluna D er skápurinn opinn. Hurðin notar það rúm, þegar hún er lögð niður. Á 3. mynd situr drengur við skrifborð sitt og skrifar sendibréf. Á 4. mynd er skápurinn á veggnum lok- aður með krók og lykkju, sjá C. Þeir mörgu drengir og unglingar, sem beðið hafa um „almennilegt smíðaverk- efni“, fá nú, vonandi, ósk sína uppfyllta. En þá mega þeir ekki kasta til höndunum við verkið, heldur minnast þess, að „verkið lofar meistarann". UNGA ÍSLAND 25

x

Unga Ísland

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Unga Ísland
https://timarit.is/publication/894

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.