Unga Ísland - 01.11.1955, Side 53
svölunum og kom niður á bakið á Lóbó, en
honum tókst að slíta sig lausan og áður en
drengnum tækist að ná honum, var hann
horfinn í þétt skógarkjarrið.
„Hann tók skjóðuna með peningunum og
landabréfinu," sagði Billi. „Við verðum að
reyna að ná henni aftur!“
„Við verðum að finna hann, þorparann
þann arna, hvað sem það kostar! “ sagði
Jói reiðilega.
Þeir þurftu reyndar ekki lengi að leita,
því í því þeir komu niður að ströndinni,
komu þeir auga á Lóbó, sem var að leggja
báti frá landi. Hann var einn í bátnum og
setti nú brátt upp segl.
„Við evrðum að elta hann,“ sagði Jói og
gerði sig líklegan til þess að stinga sér til
sunds á eftir bátnum, en Billi hélt aftur af
honum.
„Gleymdu því ekki, að það eru hákarlar
í sjónum. Nei, við skulum heldur reyna að
finna bát,“ sagði hann og leit í kring um
sig.
„Þarna er annar bátur!“ hrópaði Jói og
benti til hliðar.
Þeir skunduðu þangað og skoðuðu bátinn.
Til allrar hamingju hafði Lóbó ekki komið
auga á hann, að öðrum kosti hefði mátt
ætla honum að hann hefði eyðilagt hann.
Drengimir hrundu nú bátnum fram í mesta
flýti, ýttu frá landi og undu upp segl.
En Lóbó var horfinn úr augsýn og sást
ekki örla á honum hvert sem þeir litu.
„Það gildir einu, — við siglum áfram,
kannske komum við auga á hann, þegar
birtir af degi!“ sagði Billi.
Nóttin leið fyrr en varði og dagur rann,
en Lóbó sáu þeir hvergi.
Áður en drengimir vissu voru þeir komn-
ir inn í straumbelti eitt mikið og fengu þeir
með engu móti hamlað á móti,'straumnum,
sem óðfluga bar þá í suð-vea^urátt lengra
og lengra frá eyjunni Ironga.
Er á daginn leið og sólin skein sem heit-
ast, lá við borð að þeir vanmegnuðust af
þorsta, enda var ekkert vatn í bátnum.
------—---------——--------—------—
Gleðileg jól! Farsælt nýór!
Verzlunin Vöxtur
Öldugötu 29, Hafnarfirði
Gleðileg jól! Farsælt nýár!
Verksmiðja Reykdals
Setbergi - Hafnarfirði
Gleðileg jól! Farsælt nýár!
Verzlun Geirs Jóelssonar
Strandgötu 21 - Hafnarfirði
GleSileg jól! Farsælt nýár!
FROST H.F.
Hafnarfirði
Gleðileg jól! Farsælt nýár!
Verzlunin Málmur
Austurgötu 17, Hafnarfirði
Gleðileg jól! Farsælt nýár!
HRlMNIR H.F.
Hafnarfirði
Gleðileg jól! Farsælt nýár!
Verzl. Jón Mattiessen
Hafnarfirði
Gleðileg jól! Farsælt nýár!
Verzlunin Ckemman
Hafnarfirði
Gleðileg jól! Farsælt nýár!
Verzlunin Chic
Vesturgötu 2
Gleðileg jól! Farsælt nýár!
Vélar & Skip h.f.
Hafnarhvoli
_______________r,"----------------j
UNGA ÍSLAND
51