Unga Ísland - 01.11.1955, Page 45
Órói.
Límið tvöfaldan pappír saman
og klippið hann eins og sýnt er
á myndinni til hægri.
Stingið svo prjóni í gegn um
endann (sjá punktinn), og beyg-
ið prjóninn eins og á öskupok-
um.. Frá prjónlykkjunni kemur
svo band upp í jólatrésgreinina.
Sjá mynd til vinstri. Ef hiti
streymir upp undir óróann, t. d.
frá kertaljósi, sem er undir, þá
snýst hann í sífellu.
Hjörtu.
Skreytið jólatréð með svona
hjörtum. — Tvö og tvö eru
sniðin af sömu stærð og límd
saman, — með bandi á milli.
Hjörtun fara minnkandi eftir
því sem neðar dregur.
Á svipaðan hátt má gera loft-
skraut úr hjörtufn og tíglum.
Hjörtun t. d. eru þá sniðin sam-
föst að ofan og lögð yfir snúr-
una, sem strengd er milli
veggja.
Pappírsdúkar
Jólapoki.
Teiknið tvö hjörtu A. og B af sömu
stærð. Fleygarnir C. og D eiga einnig að
vera jafnstórir. Gerið ráð fyrir límjaðri
eins og á kramarhúsinu.
Klipptir dúkar úr pappír eru tilvaldir til
skrauts og hlífðar, ekki sízt á jólum og í
afmælisveizlum. Reyndar eru þeir skemmti-
legt verkefni fyrir böm hvenær sem er.
Ferhymt pappírsblað er brotið saman
f jórum sinnum eins og sýnt er á myndunum
1—4. Þá eru smá lauf klippt fyrir endana
(sjá 5. mynd). Loks er klippt upp í jaðrana
á stöku stað (sjá 6. mynd). Á 7. mynd
sést dúkurinn fullgerður.
Á þennan hátt má gera dúka af ótal
gerðum. Reynið sjálf.
UNGA ÍSLAND
43